Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. maí 2015 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 8. sæti
Selfyssingar enduðu í 9. sæti í 1. deildinni í fyrra.
Selfyssingar enduðu í 9. sæti í 1. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Ottó Antonsson fyrirliði Selfyssinga gefur ekki tommu eftir.
Einar Ottó Antonsson fyrirliði Selfyssinga gefur ekki tommu eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elton Barros er í lykilhlutverki frammi.
Elton Barros er í lykilhlutverki frammi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Englendingurinn Andy Pew er fyrirliði Selfyssinga.
Englendingurinn Andy Pew er fyrirliði Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Selfoss 106 stig
9. Haukar 82 stig
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig

8. Selfoss
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í 1. deild

Miklar breytingar urðu á Selfossi eftir fall úr Pepsi-deildinni sumarið 2012. Undanfarin tvö tímabil hafa Selfyssingar verið í neðri hlutanum í 1. deild. Gamall kapteinn er mættur í brúna en Zoran Miljkovic tók við þjálfun Selfyssinga af Gunnari Guðmundssyni síðastliðið haust. Samkvæmt spáni verður liðið áfram svipuðum slóðum undir hans stjórn.

Þjálfarinn: Zoran Miljkovic þekkir vel til á Selfossi. Hann kom liðinu upp úr 2. deild árið 2007 eftir mikla þrautagöngu. Ári síðar var Zoran síðan hársbreidd frá því að fara með Selfyssinga upp í Pepsi-deild í fyrsta skipti. Síðan þá hefur Zoran þjálfað Leikni og Þrótt.

Styrkleikar: Skipulagið og varnarleikurinn ætti að vera í fínum málum undir stjórn Zoran Miljkovic. Elton Barros, framherji frá Grænhöfðaeyjum, hefur litið nokkuð vel út á undirbúningstímabilinu en hann missti af stórum hluta tímabilsins í fyrra vegna meiðsla. Ungu leikmennirnir í liðinu hafa fengið dýrmæta reynslu í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil og mæta ennþá tilbúnari til leiks í sumar.

Veikleikar: Selfoss skoraði aðeins rúmlega mark að meðaltali í leik í fyrra og sóknarleikurinn verður að batna í sumar. Stemningin í kringum Selfoss liðið var ekki mikil í fyrra en spurning er hvort hún batni í sumar. Fáir afgerandi leikmenn eru í hópnum og það vantar fleiri leikmenn sem geta tekið af skarið í leikjum.

Lykilmenn: Elton Barros, Einar Ottó Antonsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson.

Gaman að fylgjast með: Marko Pavlov gekk til liðs við Selfoss í vetur eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta í fyrra. Marko var á sínum tíma í unglingaliði Real Betis og Real Mallorca á Spáni og spennandi verður að sjá hvort hann nái að sýna gamla og góða takta á Suðurlandi í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Arnar Logi Sveinsson frá Ægi
Ingþór Björgvinsson frá Hamri
Ivanirson Silva Oliveira frá Grænhöfðaeyjum
Kristján Atli Marteinsson frá Fjarðabyggð
Jordan Edridge frá Grindavík
Marko Pavlov eftir frí
Matthew Watley frá Wales
Sigurður Eyberg Guðlaugsson frá Ægi

Farnir:
Andri Björn Sigurðsson í Gróttu
Andri Már Hermannsson í ÍR
Bjarki M Benediktsson í FH (Var á láni)
Ragnar Þór Gunnarsson í Val (Var á láni)
Guðmundur Friðriksson í Breiðablik (Var á láni)

Fyrstu leikir Selfoss
9. maí BÍ/Bolungarvík - Selfoss
15. maí Selfoss - HK
23. maí Víkingur Ó. - Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner