Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   mið 29. apríl 2015 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 11. sæti
Gunnar Már Magnússon er lykilmaður hjá Dalvík/Reyni.
Gunnar Már Magnússon er lykilmaður hjá Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bessi Víðisson.
Bessi Víðisson.
Mynd: Aðsend mynd
Jóhann Hreiðarsson er búinn að taka fram skóna.
Jóhann Hreiðarsson er búinn að taka fram skóna.
Mynd: Bjarni Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Dalvík/Reynir 48 stig
12. KF 45 stig

11. Dalvík/Reynir
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í 2. deild

Dalvík/Reynir hefur spilað í 2. deildinni frá því árið 2011. Dalvík/Reyni hefur oft verið spáð slöku gengi en alltaf hefur liðið náð að blása á hrakspár og sigla lygnan sjó. Liðinu er spáð 11. sæti í 2. deildinni líkt og í fyrra en Norðanmenn stefna á að gera mun betur líkt og í fyrra þegar þeir enduðu í 6. sæti deildarinnar.

Þjálfarinn: Pétur Heiðar Kristjánsson er þriðja árið í röð spilandi þjálfari hjá Dalvík/Reyni. Pétur Heiðar er uppalinn hjá Þór en hann er 32 ára gamall. Eftir að hafa þjálfað Hamrana/Vini og í neðri deildunum í Noregi snéri hann aftur til Íslands árið 2011.

Styrkleikar: Jóhann Hreiðarsson hefur tekið skóna af hillunni og reynsla hans og Péturs þjálfara gæti skipt sköpun inni á vellinum. Bessi Víðisson er kominn aftur eftir dvöl hjá KA og meiðsli í fyrra. Bessi er á góðum degi einn besti framherji deildarinnar og mikið mun mæða á honum í sumar. Heimavöllurinn hefur verið drjúgur undanfarin ár og hann þarf að skila mörgum stigum í sumar ef ekki á illa að fara.

Veikleikar: Gífurlega margir fastamenn eru farnir frá því á síðasta tímabili eins og varnarmennirnir Kristján Sigurólason, Snorri Eldjárn Hauksson og Sveinn Óli Birgisson. Margir leikmenn í hópnum eru ungir og óreyndir og með litla reynslu í meistaraflokki. Dalvík/Reynir skoraði næstfæst mörk allra liða í 2. deldinni í fyrra og tveir markahæstu mennirnir þá, Alexander Mar Hallgrímsson og Steinþór Már Auðunsson eru horfnir á braut. Steinþór er markvörður en hann skoraði úr vítum í fyrra.

Lykilmenn: Bessi Víðisson, Gunnar Már Magnússon og Pétur Heiðar Kristjánsson.

Komnir:
Almar Vestmann frá Þór
Anton Freyr Jónsson frá Þór
Arnór Daði Gunnarsson frá Fjölnir
Bessi Víðisson frá KA
Eggert Þór Steinþórsson frá Fjölnir
Hafsteinn Gauti Ágústsson frá Þór
Orri Halldórsson frá KA
Skarphéðinn Freyr Þorvaldsson frá Þór

Farnir:
Alexander Már Hallgrímsson til Noregs
Halldór Orri Hjaltason í Þór
Kristján Sigurólason í Magna
Lars Óli Jessen í Magna
Snorri Eldjárn Hauksson í Einherja
Sveinn Óli Birgisson í Magna
Steinþór Már Auðunsson
Viktor Már Jónasson í Skallagrím

Fyrstu leikir Dalvíkur/Reynis
9. maí Dalvík/Reynir - Afturelding
16. maí Leiknir F. - Dalvík/Reynir
23. Dalvík/Reynir - Njarðvík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner