Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 28. apríl 2015 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 12. sæti
Grótta
Guðmundur Marteinn Hannesson fyrirliði Gróttu.
Guðmundur Marteinn Hannesson fyrirliði Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Jón Björgvin Kristjánsson kom til Gróttu í vetur.
Jón Björgvin Kristjánsson kom til Gróttu í vetur.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Andri Björn Sigurðsson er kominn til Gróttu á nýjan leik.  Hann spilaði með liðinu sumarið 2011.
Andri Björn Sigurðsson er kominn til Gróttu á nýjan leik. Hann spilaði með liðinu sumarið 2011.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Grótta 41 stig

12. Grótta
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 2. deild

Grótta er komið í fyrstu deildina á nýjan leik eftir þriggja ára dvöl í 2. deildinni. Grótta hikstaði mikið undir lok móts í fyrra en náði á endanum að tryggja sætið í 1. deildinni. Spennandi verður að sjá hvort Seltirningum gangi betur í 1. deildinni núna en síðast en þá féllu þeir aftur í 2. deild eftir tveggja ára dvöl í þeirri fyrstu.

Þjálfarinn: Gunnar Guðmundsson tók við þjálfun Gróttu síðastliðið haust. Ólafur Brynjólfsson hætti eftir mót og í kjölfarið voru margir þjálfarar orðaðir við stöðuna. Hinn reyndi Gunnar tók við stjórnvölunum eftir að hafa hætt með Selfyssinga síðastliðið haust. Gunnar hefur áður meðal annars stýrt HK og Leiftri/Dalvík sem og U17 ára landsliði Íslands.

Styrkleikar: Öflugir í föstum leikatriðum með Guðmund fyrirliða í broddi fylkingar. Heimavöllurinn er drjúgur en það er erfitt að heimsækja gervigrasið á Seltjarnarnesi. Verða vel skipulagðir undir stjórn Gunnars Guðmundssonar.

Veikleikar: Markaskorun gæti orðið vandamál en erfitt er að sjá einhvern afgerandi markaskorara í liðinu. Spurning er hvort að leikmannahópurinn sé nægilega sterkur en nokkrir fastamenn eru horfnir á braut. Þeir leikmenn sem komu til Gróttu í vetur hafa ekki allir mikla reynslu af 1. deildinni.

Lykilmenn: Guðmundur Marteinn Hannesson, Jónmundur Grétarsson og Viktor Smári Segatta.

Gaman að fylgjast með: Agnar Guðjónsson er ungur kantmaður sem fékk eldskírn sína undir lok móts í fyrra. Agnar hefur sýnt skemmtilega takta á undirbúningstímabilinu en þessi smávaxni leikmaður skoraði tvívegis í Lengjubikarnum.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Andri Björn Sigurðsson frá Selfossi
Árni Freyr Ásgeirsson frá Keflavík
Benis Krasniqi frá KV
Björn Axel Guðjónsson frá Njarðvík
Kristján Ómar Björnsson frá Haukum
Jón Björgvin Kristjánsson frá ÍA
Markús Andri Sigurðsson frá Hamri
Viktor Smári Segatta frá ÍR

Farnir:
Arnar Sigurðsson frá Augnabliki
Benedikt Óli Breiðadal í Fylki (Var í láni)
Frans Veigar Garðarsson hættur
Gunnar Smári Agnarsson hættur
Halldór Hilmisson hættur
Jens Elvar Sævarsson hættur
Kjartan Ólafsson hættur
Þorvaldur Sveinn Sveinsson erlendis í námi

Fyrstu leikir Gróttu
8. maí Grótta - HK
16. maí Grótta - Víkingur Ó.
23. maí Grindavík - Grótta
Athugasemdir
banner