Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
   lau 03. september 2016 23:00
Elvar Geir Magnússon
Birkir Már: Miklar gleðifréttir að við fáum nautalund
Birkir Már á æfingu landsliðsins í Frankfurt á föstudaginn.
Birkir Már á æfingu landsliðsins í Frankfurt á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson býr sig undir annasaman vinnudag í Kænugarði á mánudaginn þegar Ísland mætir Úkraínu í fyrsta leik í undankeppni HM. Kantmenn Úkraínu eru taldir öflugustu leikmenn liðsins.

„Við höfum farið vel í gegnum þetta og erum eins vel undirbúnir og við getum orðið. Þetta er lið sem má alls ekki vanmeta. Stjörnuleikmenn Úkraínu eru á kantinum svo við mætum heimsklassa leikmönnum en erum vanir því. Við þurfum bara að vera með 100% einbeitingu allar 95 mínúturnar eða hvað það verður," segir Birkir.

„Stjörnuleikmennirnir eru oft á köntunum svo þetta er ekkert nýtt."

Birki lýst vel á Kænugarð en íslenski hópurinn kom í borgina í dag.

„Við fórum í skoðunarferð um bæinn og þetta leit mjög vel út. Þetta er mjög falleg borg og margt merkilegt að skoða," segir Birkir sem fékk þá tilkynningu í viðtalinu að það væru nautalundir framundan í kvöldmatinn.

„Ég vissi það ekki en þetta eru miklar gleðifréttir."

Viðtalið sem tekið var í dag má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner