Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 19. maí 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Laxdal spáir í 3. umferð í Inkasso-deildinni
Jóhann Laxdal.
Jóhann Laxdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeppe Hansen, fyrrum liðsfélagi Jóhanns, skorar tvö samkvæmt spánni.
Jeppe Hansen, fyrrum liðsfélagi Jóhanns, skorar tvö samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðja umferðin í Inkasso-deildinni fer fram á morgun og á sunnudaginn.

Jóhann Laxdal, varnarmaður Stjörnunnar, fær það vandasama verk að spá í leikina að þessu sinni.



Selfoss 2 - 0 Grótta (14:00 á morgun)
Tippa á solid 2-0 sigur hjá Selfossi, Guðjón Orri fær leiðbeiningar frá hinum fræga Brennustjóra Garðabæjar og heldur hreinu og set Uxann á 2 mörk .

Leiknir F. 1 - 2 HK (14:00 á morgun)
Erfiður útivöllur að sækja og en ætla tippa á HK sigur 1-2, en Leiknir F. komast yfir 1-0 í fyrri háflleik. Jói Kalli peppar sína menn upp í seinni hálfleik og þeir skora snemma. Svo ná þeir sigurmarki á 80-90 mín.

Þróttur R. 3 - 1 Þór (14:00 á morgun)
Grétar Sigfinnur öskrar menn í gang og Þróttur sækir 3 stig í miklum baráttuleik. Það verða nokkur gul spjöld og giska á 1 rautt, Emil skorar 2 og Víðir 1 en Jóhann Helgi klórar í bakkann með eitt mark.

Fylkir 2 - 2 Keflavík (16:00 á sunnudag)
Tvö lið sem ætla upp, fara varlega til að byrja með en tippa á 2-2 – Jeppe Lille Smil með 2 og Arnar Már Blómið 1 og Ásgeir Börkur þar sem hann er rokkari fær hann líka komast á score-sheet.

Haukar 3 - 1 ÍR (16:00 á sunnudag)
Björgvin verður í stuði í leiknum og Baldvin Sturluson hendir í assist svo kemur einn mesti töffari sem ég þekki Þórhallur Kári Knútsson og setur 1 mark og setur Hauka í 3-1. Ström vélin og Jón Arnar Barðdal verða erfiðir fyrir Hauka og spila saman upp á eitt mark.

Leiknir R. 1 - 0 Fram (16:00 á sunnudag)
Ég vill Leiknis sigur þar sem þeir hafa gefið af sér frábæra einstaklinga í þeim Hilmari Árna,Óttari Bjarna og Davíð Snorra og þar að leiðindum spái ég góðum 1-0 sigri. Kolbeinn með mark eftir klafs í teig.

Sjá einnig:
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner