Önnur umferðin í Inkasso-deildinni er á dagskrá á morgun og laugardag.
Ásgeir Þór Ingólfsson fór upp úr Inkasso-deildinni með Grindavík í fyrra en í dag spilar hann með Hönefoss í Noregi. Ásgeir spáir í leiki 2. umferðar.
Ásgeir Þór Ingólfsson fór upp úr Inkasso-deildinni með Grindavík í fyrra en í dag spilar hann með Hönefoss í Noregi. Ásgeir spáir í leiki 2. umferðar.
ÍR 1 - 2 Þróttur R. (19:15 á morgun)
Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferð og vilja eflaust byrja mótið í þessum leik. Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til ÍR nema að þeir eru með besta vinstri fót deildarinnar í Viktori Guðmunds á sínum snærum. Þróttararnir vinna þennan leik 1-2. Viktor Guðmunds skorar úr aukaspyrnu en Emil Atla skorar tvö.
Fram 1 - 2 Haukar (19:15 á morgun)
Sterk byrjun beggja liða í fyrstu umferð. Haukarnir eru svolítið yoyo lið en það hefur oft á tíðum verið auðveldara fyrir þá að gíra sig upp í "stærri" leikina, Young Klopp (Hilmar Trausti) sér til þess að þeir seu stífnelgdir við jörðina og vinna því 2-1 sigur. Bjöggi Stef skorar tvö og Ivan Bubalo minnkar muninn fyrir Fram.
HK 1 - 1 Leiknir R. (19:15 á morgun)
HK-ingar hafa byrjað sumarið illa með tveimur töpum á meðan Leiknir náðu góðu stigi í fyrstu umferð. Leiknir er með eitt besta lið deildarinnar og góðan þjálfara í brúnni en samt sem áður hallast ég á að HK taki eitthvað útúr þessum leik. LLL eða Leifur "Löpp" Leifsson skorar mark HK eftir klafs í tegnum. En Brynjar Hlö skorar með skalla eftir horn.
Grótta 0 - 2 Fylkir (19:15 á morgun)
Grótta er með virkilega skemmtilegt lið og spái ég þeim áframhaldandi veru í þessari deild á næsta ári. Fylkir er besta lið deildarinnar og verður því gaman að sjá þennan leik. Því miður fyrir Tóta Dan félaga minn þá held ég að Fylkir séu einfladlega of stór biti fyrir þá. En leikurinn verður jafn og Gróttumenn koma til með a stríða þeim appelsínugulu. 0-2 fyrir Fylki. Nafni minn Börkur setur tvö.
Keflavík 4 - 0 Leiknir F. (13:00 á laugardag)
Þetta er skyldusigur fyrir Keflavík sem ætla sér stóra hluti á þessu tímabili. Ég held að þetta verður auðveldur sigur Keflvíkinga 4-0 að þessu sinni og starta þeir mótinu almennilega í Bítlabænum.
Þór 3 - 2 Selfoss (16:00 á laugardag)
Líklega skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Selfoss spáð þrusu gengi og einnig Þórsurum. Málið er að Þórsvölllurinn er einn erfiðasti útivöllur sem þú getur hent þér á og á þeirra degi eru þeir illviðráðanlegir. Selfyssingar hafa samt í sínum herbúðum einn besta leikmann deildarinnar James Mack sem spilar líklega á hærra leveli á næsta ári. Því miður fyrir Gunna Borg og félaga þá taka Þórsarar þennan leik 3-2. Ármann skorar tvö og Jóhann Helgi eitt. Fyrir Selfoss skorar Hafþór Þrastar eitt og James Mack eitt.
Sjá einnig:
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Athugasemdir