Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 28. febrúar 2018 09:42
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben og Eiður Smári á RÚV á HM í sumar (Staðfest)
Icelandair
Gummi Ben vakti heimasathygli á EM í Frakklandi.
Gummi Ben vakti heimasathygli á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen og Guðmundur Benediktsson hafa gengið til liðs við hópinn sem kemur til með að fjalla um og sinna HM í Rússlandi í sumar fyrir RÚV. Eiður Smári og Guðmundur verða í hlutverki sérfræðings, bæði í umfjöllun hér heima sem og úti í Rússlandi. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Guðmundur mun meðal annars lýsa leikjum Íslands líkt og hann gerði fyrir Skjáinn á EM 2016 en lýsingar hans þar vöktu heimsathygli. Guðmundur starfar hjá Stöð 2 Sport en fer á láni til RÚV yfir HM.

„Ég er bæði ánægður og stoltur að fá að taka þátt í þessu sögulega verkefni með RÚV,“ segir Guðmundur. „Sú staðreynd að Ísland sé að taka þátt í HM karla í fyrsta sinn gerir þetta enn stærra og merkilegra.“

Eiður Smári var í íslenska landsliðshópnum á EM áður en skórnir fóru upp á hillu. Hann var sérfræðingur hjá RÚV fyrir undankeppni HM og heldur áfram í slíku hlutverki á lokakeppninni í Rússlandi.

Eiður Smári segist fullur tilhlökkunar eins og þjóðin öll. „Þetta er tvímælalaust einn allra stærsti viðburður íslenskrar íþróttasögu og ég mun eins og alltaf leggja mig allan fram - að þessu sinni fyrir lið RÚV.“

„Það er mikill fengur í þessum fræknu kempum og þeir munu styrkja annars mjög sterkan HM-hóp okkar RÚVara ennþá frekar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV.

Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik 16. júní en síðan leikur liðið við Nígeríu 22. júní og Króatíu 22. júní.

RÚV mun sýna alla leiki mótsins, alls 64, í beinni útsendingu. Umfjöllun með sérfræðingum verður einnig í kringum hvern einasta leik mótsins. Auk þess mun RÚV fjalla ríkulega um mótið í sérstökum samantektarþáttum, þar sem sérvaldir sérfræðingar munu gera upp leikina, skoða mörkin og helstu atvik, á upplýsandi og aðgengilegan hátt.

Upphitun RÚV og umfjöllun um HM er þegar hafin með sýningu þáttanna Leiðin á HM, þar sem öll lið mótsins eru kynnt sérstaklega, og Sögu HM þar sem farið er yfir allar heimsmeistarakeppnirnar frá upphafi, eina keppni í hverri mynd. Leiðin á HM er á dagskrá á laugardögum kl. 18.20 og Saga HM á mánudögum kl. 22.20 en báðir dagskrárliðir verða ennfremur aðgengilegir og safnast saman í spilara RÚV. Innan fárra vikna hefja svo göngu sína nýir íslenskir þættir sem munu um þátttöku Íslands á HM út frá hinum ólíkustu sjónarhornum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner