Tryggvi Guðmundsson var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í úrslit 1. umferðar Pepsi-deildarinnar. Spámaður 2. umferðar er Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ og nú íþróttastjóri Þróttar.
Sjá einnig:
Upphitun úr útvarpinu - 2. umferð skoðuð
Sjá einnig:
Upphitun úr útvarpinu - 2. umferð skoðuð
ÍBV 2 - 1 Fjölnir (16:00 í dag)
Þrátt fyrir slæma byrjun Eyjamanna á mótinu þá tel ég að þeir noti umræðuna og mótbyrinn í að gíra sig upp í fyrsta leik á heimavelli og vinni sigur. Annað af mörkum þeirra kemur úr Bartalsstovu, jafnvel bæði.
Fylkir 0 - 1 KA (17:00 í dag)
Fylkismenn litu ekkert sérlega vel út á móti Víkingum en voru óheppnir að tapa gegn Stjörnunni í bikarnum. En KA vinnur seiglusigur á endanum í Egilshöllinni.
Stjarnan 2 - 4 KR (19:15 í dag)
Flugeldasýning í Garðabæ! Eftir rýra uppskeru fyrstu umferðar fara bæði lið inn í leikinn með það í huga að sækja öll stigin. Úr verður afbragðs skemmtun, sex mörk og Bjereegaard setur tvö.
Víkingur R. 1 - 1 Valur (19:15 á mánudag)
Óvænt úrslit á heimavelli hamingjunnar og kassamerkið #EuroVikes lifir. Óli Jó og Víkingur sættast svo í bakkelsinu eftir leik.
Keflavík 0 - 1 Grindavík (19:15 á mánudag)
Gaman að sjá Suðurnesjaslag, vantar fleiri þannig. Mánudagsleikir henta ekki Keflavík.
FH 2 - 1 Breiðablik (19:15 á mánudag)
Stútfullt af skemmtilegum tengingum milli þessara tveggja liða. Uppskrift að dramatík. Steven Lennon með sigurmark í uppbótartíma.
Athugasemdir