Boltinn byrjar loksins að rúlla í Pepsi-deildinni í kvöld. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, er sérfræðingur Fótbolta.net í deildinni líkt og undanfarin ár.
Hér að neðan má sjá spá Tryggva fyrir leiki fyrstu umferðar.
Hér að neðan má sjá spá Tryggva fyrir leiki fyrstu umferðar.
Valur 2 - 1 KR (20:00 í kvöld)
Ég held að þetta verði nokkuð jafn og spennandi leikur en Valsmenn hafa þetta.
Stjarnan 3 - 0 Keflavík (20:00 í kvöld)
Stjörnumenn taka vel á móti nýliðunum í fyrstu umferð og sýna þeim gæðamun á milli deilda.
Grindavík 0 - 2 FH (14:00 á morgun)
Grindvíkingar hafa verið nokkuð góðir á undirbúningstímabilinu en FH ekki. FH hrekkur í gang strax í byrjun móts og tekur góðan útisigur.
Breiðablik 1 - 1 ÍBV (14:00 á morgun)
Þetta er erfiður leikur fyrir mína menn. Ég held að þeir eigi eftir að gefa Blikum góðan leik og spái jafntefli.
Fjölnir 2 - 2 KA (16:00 á morgun)
KA menn hafa verið flottir en Fjölnismenn upp og ofan. Þetta verður fjörugt.
Víkingur R. 2 - 1 Fylkir (18:00 á morgun)
Vikesararnir eru komnir með markmanninn sem þeir hafa verið að leita að lengi en maður veit ekkert hvað hann getur. Það er oft kalt á milli þessara liða. Þetta eru þrjú stig sem Víkingur verður að taka ef þeir ætla sér einhverja hluti.
Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir