banner
   fim 17. maí 2018 11:40
Magnús Már Einarsson
Pétur Péturs spáir í 4. umferð Pepsi-deildarinnar
Pétur á hliðarlínunni.
Pétur á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vinnur Breiðablik í kvöld samkvæmt spá Péturs.
KR vinnur Breiðablik í kvöld samkvæmt spá Péturs.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Haukur Harðarson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í 3. umferðina í Pepsi-deild karla um síðustu helgi.

Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, spáir í 4. umferðina sem fer fram í kvöld og morgun.



FH 2 - 1 KA (18:00 í kvöld)
Ég sá FH á móti Fjölni um daginn og fannst þeir vera fínir í seinni hálfleik. Ég hef ekki séð mikið með KA en ég hef ekki trú á að FH tapi tveimur heimaleikjum í röð. FH vinnur 2-1 í hörkuleik.

Fylkir 2 - 0 ÍBV (18:00 í kvöld)
Fylkismenn eru í góðu formi og duglegir eins og sást í leiknum gegn Val. Þeir taka þetta 2-0.

KR 1 - 0 Beriðablik (19:15 annað kvöld)
Ég held að KR-ingarnir vinni Breiðablik. Blikarnir hafa spilað skemmtilega og verið hátt uppi. KR er að mjaka sér upp eftir sigur á Stjörnunni og ég spái þeim sigri.

Keflavík 1 - 2 Fjölnir (19:15 annað kvöld)
Ég var hrifinn af Fjölni í fyrri hálfleiknum gegn FH. Þetta eru ungir og frískir strákar en þeir voru klaufar að tapa þessu í lokin. Ég hef trú á því að Fjölnir beiti skyndisóknum í kvöld, þeir leyfa Keflavík að koma en skora svo mörkin.

Víkingur R. 1 - 1 Grindavík (19:15 annað kvöld)
Mér fannst Víkingarnir vera sterkir líkamlega gegn Stjörnunni. Þeir hafa æft vel hjá Markusi vini mínum og Loga og Arnari. Grindvíkingar voru að fá nýjan leikmann, Sito, sem getur gert alls konar hluti. Ég veit ekki hvernig kartöflugarðurinn í Víkinni er en ég spái 1-1 jafntefli.

Valur 3 - 0 Stjarnan (19:15 annað kvöld)
Stjarnan hefur verið í basli með meiðsli og það skiptir máli að Baldur spili, hann er akkeri fyrir Stjörnuna. Valsmenn töpuðu tveimur stigum gegn Fylki eftir að hafa komist í 2-0 og ég held að þeir rífi sig upp og vinni þennan leik.

Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner