Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fös 11. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Harðar spáir í 3. umferð Pepsi-deildarinnar
Haukur Harðarson.
Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Þriðja umferðin í Pepsi-deild karla hefst á morgun, laugardag og lýkur á mánudag.

Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, settist í spámannssætið og fór yfir leikina.



Grindavík 0 - 2 KR (14:00 á morgun)
Ég var mjög ánægður með framfarirnar sem mínir menn í KR sýndu á milli leikja. Þeir voru ragir fram á við gegn Val en það breyttist í síðasta leik og bakverðirnir komust inn í spilið. KR nær í þrjá erfiða punkta til Grindavíkur.

Breiðablik 3 - 1 Keflavík (16:00 á morgun)
Breiðablik er að mínu mati með besta byrjunarliðið í dag ef þú ekur það stöðu fyrir stöðu. Það líður allavega smá tími þar til Blikum fer að fatast flugið.

KA 1 - 0 ÍBV (16:00 á morgun)
Þetta verður engin smá barningur. Guðmann er að koma aftur inn. Ég held að Norðanmenn loki og haldi hreinu. Guðmann setur jafnvel winner.

Fjölnir 1 - 1 FH (17:00 á sunnudag)
Það er smá basl á FH-ingum. Það eru meiðsli í gangi og þeir eru ennþá að finna sitt sterkasta lið.

Valur 4 - 0 Fylkir (20:00 á sunnudag)
Valsarar verða svona ánægðir að komast aftur á gervigrasið að þeir verða í þvílíkum ham og strauja yfir nýliðana.

Stjarnan 1 - 1 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Það er lausagangur í vélinni hjá Stjörnunni. Stjarnan hefur eiginlega alltaf komið sterkari til leiks í Íslandsmótinu. Þetta verður áfram basl hjá Stjörnunni en Víkingar fá samt á sig fyrsta markið í sumar.

Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner