Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
banner
   fös 11. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Harðar spáir í 3. umferð Pepsi-deildarinnar
Haukur Harðarson.
Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Þriðja umferðin í Pepsi-deild karla hefst á morgun, laugardag og lýkur á mánudag.

Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, settist í spámannssætið og fór yfir leikina.



Grindavík 0 - 2 KR (14:00 á morgun)
Ég var mjög ánægður með framfarirnar sem mínir menn í KR sýndu á milli leikja. Þeir voru ragir fram á við gegn Val en það breyttist í síðasta leik og bakverðirnir komust inn í spilið. KR nær í þrjá erfiða punkta til Grindavíkur.

Breiðablik 3 - 1 Keflavík (16:00 á morgun)
Breiðablik er að mínu mati með besta byrjunarliðið í dag ef þú ekur það stöðu fyrir stöðu. Það líður allavega smá tími þar til Blikum fer að fatast flugið.

KA 1 - 0 ÍBV (16:00 á morgun)
Þetta verður engin smá barningur. Guðmann er að koma aftur inn. Ég held að Norðanmenn loki og haldi hreinu. Guðmann setur jafnvel winner.

Fjölnir 1 - 1 FH (17:00 á sunnudag)
Það er smá basl á FH-ingum. Það eru meiðsli í gangi og þeir eru ennþá að finna sitt sterkasta lið.

Valur 4 - 0 Fylkir (20:00 á sunnudag)
Valsarar verða svona ánægðir að komast aftur á gervigrasið að þeir verða í þvílíkum ham og strauja yfir nýliðana.

Stjarnan 1 - 1 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Það er lausagangur í vélinni hjá Stjörnunni. Stjarnan hefur eiginlega alltaf komið sterkari til leiks í Íslandsmótinu. Þetta verður áfram basl hjá Stjörnunni en Víkingar fá samt á sig fyrsta markið í sumar.

Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner