Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
   fös 11. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Harðar spáir í 3. umferð Pepsi-deildarinnar
Haukur Harðarson.
Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Þriðja umferðin í Pepsi-deild karla hefst á morgun, laugardag og lýkur á mánudag.

Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, settist í spámannssætið og fór yfir leikina.



Grindavík 0 - 2 KR (14:00 á morgun)
Ég var mjög ánægður með framfarirnar sem mínir menn í KR sýndu á milli leikja. Þeir voru ragir fram á við gegn Val en það breyttist í síðasta leik og bakverðirnir komust inn í spilið. KR nær í þrjá erfiða punkta til Grindavíkur.

Breiðablik 3 - 1 Keflavík (16:00 á morgun)
Breiðablik er að mínu mati með besta byrjunarliðið í dag ef þú ekur það stöðu fyrir stöðu. Það líður allavega smá tími þar til Blikum fer að fatast flugið.

KA 1 - 0 ÍBV (16:00 á morgun)
Þetta verður engin smá barningur. Guðmann er að koma aftur inn. Ég held að Norðanmenn loki og haldi hreinu. Guðmann setur jafnvel winner.

Fjölnir 1 - 1 FH (17:00 á sunnudag)
Það er smá basl á FH-ingum. Það eru meiðsli í gangi og þeir eru ennþá að finna sitt sterkasta lið.

Valur 4 - 0 Fylkir (20:00 á sunnudag)
Valsarar verða svona ánægðir að komast aftur á gervigrasið að þeir verða í þvílíkum ham og strauja yfir nýliðana.

Stjarnan 1 - 1 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Það er lausagangur í vélinni hjá Stjörnunni. Stjarnan hefur eiginlega alltaf komið sterkari til leiks í Íslandsmótinu. Þetta verður áfram basl hjá Stjörnunni en Víkingar fá samt á sig fyrsta markið í sumar.

Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner