Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 20. júní 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur spáir í áttundu umferð Inkasso-deildarinnar
Guðjón Pétur í leik með Val.
Guðjón Pétur í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Gunnarsson, leikmaður Hauka á von á sínu fyrsta barni. Guðjón telur að Haukar muni fagna því með sigri.
Gunnar Gunnarsson, leikmaður Hauka á von á sínu fyrsta barni. Guðjón telur að Haukar muni fagna því með sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, spáir í áttundu umferð Inkasso-deildarinnar sem byrjar að rúlla í kvöld.

Fjórir leikir eru í kvöld og tveir eru á morgun.



ÍA 3 - 0 Magni (klukkan 18:00 í kvöld)
Skagaliðið er mjög sterkt og mér finnst 2-3 hjá Skagamönnum vera virkilega flottir spilarar. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir verði ekki lengi í Inkasso-deildinni.

Njarðvík 0 - 2 HK (klukkan 19:15 í kvöld)
HK er með hrikalega sterkt lið og góða liðsheild, það kæmi mér ekki á óvart að þeir fari upp um deild í ár. Auk þess að tölvunördinn, hann Hákon Þór Sófusson býr hjá mér.

Fram 2 - 1 ÍR (klukkan 19:15 í kvöld)
Fram er með nokkra léttleikandi leikmenn sem vinur minn, hann Brynjar Gestsson mun ekki ráða við.

Þór 0 - 0 Víkingur Ó. (klukkan 19:15 í kvöld)
Tvö fín lið. Þórsarar eru alltaf erfiðir heim að sækja og með baráttuna að vopni, þá verður þetta steindautt jafntefli.

Haukar 2 - 1 Þróttur R. (klukkan 18:30 annað kvöld)
Mínir menn á teppinu munu komast í 2-0 en sofna svo á verðinum í lokin og Þróttur setur smá spennu í þetta, en Haukar fagna því að von sé á erfingja hja Gunnari Gunnarssyni með stæl.

Leiknir R. 2 - 2 Selfoss (klukkan 19:15 annað kvöld)
Tvö lið sem er erfitt að lesa í. Selfyssingar geta verið góðir suma daga en slæmir aðra daga. Ætla að spá því að þetta verði skemmtilegur leikur og fólk á að drífa sig á völlinn!

Fyrri spámenn
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinssn (3 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner