Ásgeir Sigurgeirsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Inkasso-deildinni.
Þróttarinn, leikarinn og leikstjórinn Gunnar Helgason spáir í leikina að þessu sinni.
Þróttarinn, leikarinn og leikstjórinn Gunnar Helgason spáir í leikina að þessu sinni.
Leiknir R. 1 - 1 ÍR (19:15 í kvöld)
Ef einhver leikur er fjandvinaleikur á á Íslandi er það þessi. Breiðholtið logar! Það ætti einhver að gera heimildarmynd um þennan leik. Leiknismenn eru í leit að sínum fyrstu stigum á meðan ÍR hefur verið brokkgengt. Bæði lið eiga mikið inni og því segi ég sprelllifandi jafntefli. 1-1. Leiknir mun stjórna fyrri hálfleik en ÍR þeim síðari. 1-0 eftir tíu en Guffi jafnar fyrir ÍR-inga á 47. Til vara spái ég 3-3.
Þróttur 5 - 1 HK (19:15 í kvöld)
HK kemur ógnarsterkt undan gervigrasvetri. Búnir að skora næstmest í deildinni eða 7 mörk og ekki tapað leik. Gulli Jóns er enn að leita að byrjunarliðinu sínu þannig að við Þróttarar erum undirhundar í þessum leik. Því spái ég 5-1. Viktor með þrennu, Óli með eitt og Hreinn heldur áfram að skora. Brynjar setur eitt í uppbótartíma, bara til að spáin haldi. Það má ræða þessa spá við mig í Köttaratjaldinu klukkutíma fyrir leik. HK-ingar eru sérstaklega boðnir velkomnir í rif og Bratwürst.
Haukar 1 - 1 Víkingur Ó. (18:30 á morgun)
Bæði lið vildu byrja tímabilið betur en raunin er. Haukar eru með opna búð á báðum endum vallarins á meðan Víkingar hafa lokað á sömu endum. Þeir verða að fara að skora meira og Haukar verða að fækka mörkunum sem þeir fá á sig. Því segi ég 1-1. Arnar Aðal skorar náttúrlega enda þrautreyndur landsliðmaður í U-inu. Gonzalo jafnar beint úr aukaspyrnu.
ÍA 0 - 0 Njarðvík (19:15 á morgun)
Njarðvíkingar eru með sterkara lið en margir hugðu og með eitraðan hægri kant. Toppliðið af Skaganum ætlar sér sigur en ef uppbótartíminn verður ekki meiri en 3 mínútur spái ég 0-0. Ef uppbótartíminn fer í 5 mínútur vinnur Skaginn 1-0.
Selfoss 2 - 1 Magni (15:00 á laugardag)
Magnaður sigur í síðustu umferð tryggir blóð á tönnum Grenvíkinga. Sunnanáttirnar hafa heldur ekki verið Selfyssingum hagstæðar þannig að veðrið ræður miklu í þessum leik. Gunni Borgþórs er búinn að fá Slökkvilið Suðurlands til að sprauta á sína menn til að venja þá við þannig að ef það verður suddi vinnur Selfoss 2-1. Ef það verður sól vinnur Selfoss. 2-1.
Þór 0 - 1 Fram (16:00 á laugardag)
Veðrið spilar enga rullu í þessum leik. Framarar eru markahæstir og Gummi Magga skýlir bolta eins og strætóskýli þannig að það þýðir ekki fyrir Þórsara að parkera strætó fyrir framan markið. Alvaro brennir af víti og Gummi leggur upp fyrir Helga Guðjóns. Ef hann fær að byrja inná. Annars klárar Gummi þetta sjálfur og leikurinn fer alltaf 0-1.
Fyrri spámenn
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir