96. mín
Fyrsti sigur FH á KR-velli síðan 2010. Leikar enduðu 1-3... rétt eins og ég spáði!
Leik lokið!
FH VINNUR EL CLASICO! Arnar Daði er á leiðinni í viðtöl og við fáum þau hér rétt á eftir!
95. mín
Ótrúlegt hvernig það þetta fjaraði skyndilega út hjá KR. Magnaður sigur fyrir FH.
93. mín
MARK!Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Guðmann Þórisson
MAAAAARK!!! Guðmann vann skallaeinvígi út á Atla Guðnason sem tók boltann á lærið og skoraði með góðu skoti!
90. mín
UPPBÓTARTÍMINN ER 6 MÍNÚTUR! Meiðslin hjá Hendrickx gera það að verkum.
90. mín
AFTUR ER KR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA! Róbert fékk skot á sig og missti boltann, Almarr náði frákastinu en framhjá.
90. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR)
Út:Rasmus Christiansen (KR)
89. mín
Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
88. mín
AFTUR SÖREN Í DAUÐAFÆRI! Þvílík markvarsla hjá Róberti! Það er allt að gerast í þessum leik. ROSALEGUR SEINNI HÁFLEIKUR.
87. mín
KR FÆR DAUÐAFÆRI! SÖREN FREDERIKSEN! Skaut föstu skoti beint á Róbert sem varði!
85. mín
MARK!Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Atli Viðar Björnsson
MAAAARK!!! FH KEMST YFIR! Atlarnir bjuggu þetta til. Skyndilega voru þeir komnir tveir gegn einum varnarmanni FH eftir að Bjarni Þór Viðarsson átti frábæra sendingu, Atli Viðar renndi boltanum á Atla Guðnason sem skoraði.
82. mín
Böddi löpp réttur maður á rétt stað og bjargar á línu!
Sören Fredriksen með skalla að marki og yfir Róbert í markinu.
78. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Út:Jonathan Hendrickx (FH)
Jonathan borinn af velli. Lítur illa út, mögulega fótbrot. Vonum ekki.
76. mín
Jonathan Hendrickx liggur eftir. Meiddur. Leikurinn hefur verið stop í nokkrar mínútur. Lítur ekki vel út. Líklega á leiðinni útaf.
73. mín
MARK!Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Jonathan Hendrickx
Eftir mikinn darraðadans inn í vítateig KR eftir hornspyrnu, datt boltinn fyrir fætur Kristjáns sem skaut að markinu. Stefán Logi réð ekki við boltann, og sló boltann í innra hliðarnetið.
Fólk var lengi að átta sig á því að um mark væri að ræða.
73. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH)
Út:Jeremy Serwy (FH)
73. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Út:Sam Hewson (FH)
Fyrstu mínútur Bjarna Þórs í efstu deild á Íslandi.
72. mín
Það er farið að blása aðeins meira en áður.
Vindurinn er á KR-markið.
70. mín
Það er lítið sem bendir til þess að FH-ingar séu að fara jafna þennan leik.
Það þarf þó ekki mikið til að skora mark í knattspyrnu og því getur allt gerst. Þeir verða þó að fara gefa aðeins meira í, sóknarlega.
69. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Aron Bjarki kemur inn í hægri bakvörðinn í stað Balbi.
67. mín
FH-ingar fá ódýra aukaspyrnu rétt fyrir framan hornfánann vinstra megin.
Jeremy Serwy tók spyrnuna sem var slök og yfir markið.
59. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Út:Jacob Toppel Schoop (KR)
Markaskorarinn Sjúb kveður.
50. mín
MARK!Jacob Toppel Schoop (KR)
Stoðsending: Sören Frederiksen
MAAAAARK!!!! Danskt mark! Sören með fyrirgjöfina og Schoop (borið fram Sjúb) skallaði boltann inn. Fannst fyrst eins og Róbert væri að verja þetta en inn lak boltinn! Þetta hlýtur að hleypa lífi í leikinn.
49. mín
Þetta er leikur margra innkasta. Aðdáendur innkasta fá allavega sinn skammt... heyrðu þarna kom hörkufæri! Sören Frederiksen með skalla en hann laus og beint á Róbert!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Ofboðslegur kuldi hér á KR-vellinum. Fólk er duglegt að dansa við tónlistina í hálfleik til að halda á sér hita.
45. mín
Hálfleikur - Ekki mikið um opin færi en harkan er til staðar. Eigum við ekki að segja að það sé nokkuð jafnræði með liðunum.
45. mín
Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Fjögur gul spjöld í fyrri hálfleik.
45. mín
Uppbótartíminn: Vegna meiðsla Róberts áðan er uppbótartíminn 4 mínútur.
44. mín
Þokkaleg harka og læti. Mikið um návígi.
43. mín
KR setti boltann í vegginn.
43. mín
Gult spjald: Róbert Örn Óskarsson (FH)
Róbert Örn fær gult spjald og óbeina aukaspyrnu á sig fyrir að halda of lengi á boltanum í teignum. Hann var að dansa á línunni í þessum málum áðan.
40. mín
Steven Lennon náði að koma boltanum í netið og einhverjir áhorfendur létu gabbast en aðstoðardómarinn var löngu búinn að flagga rangstöðu.
39. mín
Gult spjald: Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
Braut á Atla Guðnasyni úti vinstra megin. Fyrirgjafamöguleiki.
36. mín
FH með skot sem hafði viðkomu í Kristjáni Flóka og fór síðan beint í fangið á Stefáni Loga. Hættulaust.
34. mín
Róbert ætlar að halda leik áfram! Hann stingur samt greinilega niður fæti.
32. mín
Róbert Örn markvörður FH meiðist í samstuði í teignum! Var mikil hætta við mark FH-inga. Þetta lítur ekki vel út. Róbert liggur kvalinn í teignum! Vonandi getur hann haldið leik áfram. Kristján Finnbogason hitar upp.
27. mín
NAUMLEGA FRAMHJÁ! Gary Martin með ágæta tilraun úr aukaspyrnunni en rétt framhjá.
26. mín
Gult spjald: Sam Hewson (FH)
Braut af sér rétt fyrir utan teig! Braut á Schoop. Hættulegur staður fyrir KR!
24. mín
MIKIL HÆTTA! Steven Lennon með skemmtileg tilþrif og náði að senda á Kristján Flóka Finnbogason sem var í fínu skotfæri fyrir utan teig en skot hans ekki nægilega öflugt og beint á Róbert.
22. mín
Mikil barátta en fátt um fín tilþrif. Of mörg innköst.
16. mín
FH hættulegra liðið og hefur fengið nokkrar hornspyrnur sem ekki hafa skilað miklu.
15. mín
Hendrickx að ógna marki KR! Vinnur horn...
13. mín
Óskar Örn með skot en hættulítið. Auðvelt fyrir Róbert. Talsvert tilviljanakennt í byrjun allt saman.
9. mín
Lennon með skalla í kjölfarið á hornspyrnu en var í litlu jafnvægi, laus skalli hans framhjá.
7. mín
ÞVÍLÍKT SKOT! Steven Lennon fékk sendingu frá Serwy og tók boltann í fyrsta. Náði skoti á rammann en Stefán Logi varði listilega í horn. Rosa margir með Lennon í draumaliðinu sínu og hefðu viljað sjá þennan inni! Ekkert kom út úr hornspyrnunni.
5. mín
Rosa vond spyrna hjá Balbi.
4. mín
Gary Martin krækir í aukaspyrnu úti vinstra megin. Guðmann fór í bakið á honum. Fyrirgjafarmöguleiki...
1. mín
Leikur hafinn - KR sækir í átt að DHL-höllinni.
Fyrir leik
Grétar Sigfinnur er að fara í vinstri bakvörðinn! Balbi er hægri bakvörður og þeir Skúli og Rasmus eru miðverðir.
Fyrir leik
Of margir að spá leiðinlegum 0-0 leik. Ég segi að við fáum fjögur mörk í kvöld! Liðin eru að ganga inn á völlinn og veislan fer að hefjast. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Er Bubbi Morthens KR-ingur eða FH-ingur? Hann er allavega í græjunum núna. Það er KR-lagið hans en ekki FH-lagið.
Fyrir leik
Græjurnar hans Bjarna eru komnar svo allt er eins og það á að vera í KR-útvarpinu. Frægir í stúkunni: Geir Þorsteinsson, Friðgeir Bergsteinsson, Kristján Guðmundsson, Zoran Miljkovic, Bóas KR-ingur nr. 1, Siggi Helga og Jónas Ýmir.
Fyrir leik
Íslandsmeistarar KR í körfubolta eru heiðursgestir kvöldsins. Þeir ganga inn á völlinn með bikarinn og fá klapp úr stúkunni.
Fyrir leik
Formaður samtaka íþróttafréttamanna, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, lýsir yfir ánægju með nýja vallarklukku KR-inga sem er af nýrri gerðinni.
Fyrir leik
Bjarni Fel mættur til að lýsa fyrir KR-útvarpið en engar græjur til staðar. "Ég læt ekki hafa mig að fífli," segir Bjarni sem ætlar bara að yfirgefa fréttamannastúkuna.
Fyrir leik
Fótbolti.net er á Snapchat undir Fotboltinet - Þar má fylgjast með æsispennandi framvindu mála bak við tjöldin í fréttamannastúkunni.
Fyrir leik
Næsta lag sem spilað er af Palla vallarþul er með hljómsveitinni Url. Söngvari þar er Garðar Örn Hinriksson dómari sem er að hita upp og klappar í átt að fréttamannastúkunni. Flott lag.
Fyrir leik
Enginn Þórarinn Ingi hjá FH. Hann er meiddur.
Fyrir leik
Spámenn fréttamannastúkunnar:
Eiríkur Stefán, 365: 0-1
Víðir Sig, Mbl: 1-1
Hörður Snævar, 433: 1-1
Páll Sævar: 2-1
Ég: 1-3
Fyrir leik
Enginn Gunnar Þór Gunnarsson hjá KR og Grétar Sigfinnur Sigurðarson kemur í byrjunarliðið. Ég giska á Grétar í hægri bakverði, Balbi í vinstri. Skúli Jón og Rasmus í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Ekkert óvænt hjá FH. Hjá KR er Gary Martin fremstur eins og búist var við og Þorsteinn Már Ragnarsson á bekknum.
Fyrir leik
Líf og fjör í fréttamannastúkunni. Víðir Sigurðsson er mættur í blárri úlpu. Páll Sævar vallarþulur hellti niður kaffi en það er verið að ná í moppu. Byrjunarliðin fara að detta inn.
Fyrir leik
Það er napurt hér á KR-vellinum! Ef þið eruð á leiðinni á völlinn mæli ég eindregið með því að þið klæðið ykkur vel!
Fyrir leik
Guðmann Þórisson, varnarmaður FH:Þetta snýst fyrst og fremst um að halda skipulagi og halda hreinu. Þetta verður ekkert Barcelona spil í fyrstu leikjunum. Í kvöld snýst þetta um hvort liðið er tilbúið að berjast meira fyrir stigunum. Það lið sem vill þetta meira mun standa uppi sem sigurvegari í kvöld.
Fyrir leik
Rauði baróninn, Garðar Örn Hinriksson, sér um að dæma leikinn í kvöld. Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
Rasmus Christiansen, varnarmaður KR:Markmiðið er að vera með í baráttunni um titilinn eins lengi og við getum. Það er ástæðan fyrir því að ég kom í KR. Það er lið sem er alltaf í baráttu um titla á Íslandi.
Fyrir leik
Spennandi verður að sjá hverjir þrír fremstu leikmenn KR verða en líklegast er talið að Sören Frederiksen og Óskar Örn Hauksson verði á köntunum en markakóngurinn Gary Martin fremstur. Þorsteinn Már Ragnarsson þyrfti þá að sætta sig við bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin verða opinberuð klukkutíma fyrir leik. FH hefur spilað 4-4-2 á undirbúningstímabilinu og samkvæmt heimildum okkar mun liðið byrja leikinn í kvöld í því leikkerfi en ekki sínu fræga 4-3-3 kerfi.
Fyrir leik
KR-ingar mæta til leiks með nýtt þjálfarateymi, Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson halda um stjórnartaumana. Þjálfari FH er sem fyrr Heimir Guðjónsson, uppalinn KR-ingur.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Hér í Frostaskjólinu fer fram stórleikur 1. umferðar Pepsi-deildarinnar. FH-ingum er spáð 1. sæti og þeir heimsækja bikarmeistara KR sem spáð er 2. sæti! Endilega verið með okkur gegnum Twitter og kassamerkið #fotboltinet