Stór leikur fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld. KR og FH mætast í Frostaskjólinu klukkan 19:15 í fyrstu umferð deildarinnar.
Rasmus Christiansen varnarmaður KR mætir til leiks á ný í Pepsi-deildinni eftir tveggja ára fjarveru. Hann segir að það sé skemmtilegt að mótið sé að byrja.
Rasmus Christiansen varnarmaður KR mætir til leiks á ný í Pepsi-deildinni eftir tveggja ára fjarveru. Hann segir að það sé skemmtilegt að mótið sé að byrja.
„Sérstaklega gegn svona stóru liði eins og FH. Mér hefur alltaf fundist gaman að spila gegn FH og ég held að það verði ennþá skemmtilegra að spila á móti þeim með KR."
Rasmus segir að KR-ingarnir séu vel undirbúnir fyrir slaginn í kvöld.
„Það hefur gengið vel eftir að við byrjum að æfa á grasi og þetta lítur allt saman mjög vel út. Við þurfum að leggja okkur fram og reyna spila eins vel og við getum. Við þurfum að spila á okkar styrkleikum. Við erum auðvitað á heimavelli og verðum því að vera skynsamir í okkar aðgerðum," sagði Rasmus. Hann varð fyrir því óhappi að slíta krossband með Ull/Kisa í upphafi síðasta tímabils í Noregi.
„Ég spilaði 90 mínútur gegn Stjörnunni í leik Meistara meistaranna. Það voru fyrstu 90 mínúturnar mínar í 11 mánuði. Það gekk vel og ég er í fínu formi. Ég er klár í slaginn í kvöld."
„Markmiðið er að vera með í baráttunni um titilinn eins lengi og við getum. Það er ástæðan fyrir því að ég kom í KR. Það er lið sem er alltaf í baráttu um titla á Íslandi," sagði Rasmus sem er ánægður með að vera kominn aftur til Íslands.
„Ísland er mitt annað heimili. Mér líður alltaf vel hér," sagði hinn dansk-íslenski Rasmus Steenberg Christiansen að lokum.
Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net í kvöld. Textalýsingin hefst klukkan 18:00.
Athugasemdir