Stór leikur fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld. KR og FH mætast í Frostaskjólinu klukkan 19:15 í fyrstu umferð deildarinnar.
Guðmann Þórisson varnarmaður FH mætir til leiks á ný í Pepsi-deildinni eftir að hafa leikið á síðasta tímabili í Svíþjóð. Hann segist vera orðinn ansi spenntur fyrir að byrja ballið í kvöld.
Guðmann Þórisson varnarmaður FH mætir til leiks á ný í Pepsi-deildinni eftir að hafa leikið á síðasta tímabili í Svíþjóð. Hann segist vera orðinn ansi spenntur fyrir að byrja ballið í kvöld.
„Það var gaman að fylgjast með byrjuninni í gær. Í kjölfarið kom meiri fiðringur í mann. Spenningur er af því góða og ég held að allir séu klárir í leikinn í kvöld," sagði Guðmann sem býst við öguðum leik beggja liða í kvöld.
„Þetta snýst fyrst og fremst um að halda skipulagi og halda hreinu. Þetta verður ekkert Barcelona spil í fyrstu leikjunum. Í kvöld snýst þetta um hvort liðið er tilbúið að berjast meira fyrir stigunum. Það lið sem vill þetta meira mun standa uppi sem sigurvegari í kvöld."
FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti í Frostaskjólinu undanfarin ár. Þeir hafa ekki unnið KR þar síðan 2010.
„Er ekki alltaf tími til að breyta svona löguðu? Gerist það ekki bara í kvöld."
Kassim Doumbia tekur út leikbann hjá FH í kvöld og Amath André Diedhiou er ekki enn kominn með leikheimild hjá FH. Annars eru allir klárir hjá FH í leikinn í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og hefst textalýsingin klukkan 18:00.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir