City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
1
0
Leiknir R.
Þorsteinn Már Ragnarsson '75 1-0
Eyjólfur Tómasson '90
28.06.2015  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Almarr Ormarsson ('60)
19. Sören Frederiksen ('81)
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7. Gary Martin
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('60)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon ('81)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Axel Sigurðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('26)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-0 sigri KR!! Leiknismenn settu smá pressu í lokin en það dugði ekki til! Þessi leikur hefði getað dottið hvernig sem var, en Vesturbæingarnir taka stigin þrjú og setja pressu á topplið FH! Leiknismenn hins vegar að sogast nær og nær fallsvæðinu.
90. mín
Sindri Björnsson fór í markið hjá Leikni. KR-ingar taka stutta aukaspyrnu og Pálmi Rafn lætur vaða, en boltinn fer rétt yfir!!
90. mín Rautt spjald: Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
HVAÐ ER EYJÓLFUR AÐ GERA???? Hann var ótrúlega lengi að losa sig við boltann, Þorsteinn setur á hann pressu og hirðir af honum boltann!! Þorsteinn er kominn framhjá Eyjólfi og markvörðurinn kýs að fella hann!!! Fær réttilega að líta rauða spjaldið!!
85. mín
Inn:Amath Andre Dansokho Diedhiou (Leiknir R.) Út:Atli Arnarson (Leiknir R.)
81. mín
Inn:Kristinn Jóhannes Magnússon (KR) Út:Sören Frederiksen (KR)
Kristinn Jóhannes kemur inn fyrir Sören.
77. mín Gult spjald: Atli Arnarson (Leiknir R.)
Atli Arnarson fær að líta gula spjaldið. Hleypur aftan í Jakob Schoop og fellir hann, held samt að þetta hafi nú alls ekki verið viljaverk!
75. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Stoðsending: Jacob Toppel Schoop
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!! ÞORSTEINN MÁR RAGNARSSON KEMUR KR-INGUM YFIR!! Jakob Schoop kom með fína aukaspyrnu og Þorsteinn lét vaða í fyrsta, og boltinn lak í netið! Þarna hefði Eyjólfur samt klárlega átt að gera betur í marki Leiknis!
72. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ LEIKNI!!!!! KR-ingar missa boltann ömurlega og gestirnir geysast upp í skyndisókn! Kristján Páll fær frábæran bolta, geysist inn í teig og kemur sér í frábært skotfæri. Skot hans er hins vegar ekki nógu gott og fer vel yfir markið!
65. mín
1522 áhorfendur á Alvogen vellinum í kvöld! Fínasta mæting!
64. mín
Inn:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) Út:Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Leiknismenn gera skiptingu, Binni Hlö kemur inn fyrir Fannar Þór.
63. mín
KR-ingar vilja fá víti!! Boltanum er þrumað í Eirík Inga inni í teignum og hann virtist hafa fengið hann í höndina! Valdimar dæmir hins vegar ekki vítaspyrnu! Það er alveg pæling að þetta hafi verið hendi, hins vegar var boltanum þrumað í hann af rosalega stuttu færi. Klárt mál að hann var samt úti með höndina! Menn munu kryfja þetta til mergjar í The Pepsi Goals.
60. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Almarr Ormarsson (KR)
KR-ingar gera skiptingu. Þorsteinn kemur inn á fyrir Almarr.
60. mín
Fín sókn hjá Leikni, Sindri Björnsson rennir boltanum út á Elvar Pál sem lætur vaða en boltinn fer vel framhjá. Elvar búinn að koma ferskur inn fyrstu mínúturnar.
58. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Leiknismenn gera skiptingu. Kolbeinn hefur verið slakur og fer út af og inn á kemur Elvar Páll!
57. mín
Nú verð ég bara að biðja Valdimar afsökunar á að hafa kallað hann Spjaldimar! Átti klárlega að spjalda Almarr þarna fyrir dýfu í teignum! Reyndi að fiska víti en sem betur fer féll dómarinn ekki fyrir því.
56. mín
KR-ingar fá hornspyrnu eftir að Eyjólfur ver skot frá Almarri! Leiknismenn vildu meina að hann hefði náð að halda boltanum inni á en því var aðstoðardómarinn alls ekki sammála. Bara hreint út sagt alls ekki!
55. mín
Sören Frederiksen með fáránlega snyrtilega afgreiðslu í netið, en búið að dæma rangstöðu.
54. mín
Greinilegt jinx í gangi, þeir taka við sér rétt eftir að ég hef smellt færslunni inn. Flott hjá þeim!
53. mín
Klárt mál að Leiknisljónin eru að vinna einvígið í stúkunni, það hefur ekkert heyrst í KR-ingum eftir hlé! Ekki einu sinni eitt lítið "áfram KR".
49. mín
Svaka sókn hjá Leikni! Atli Arnarson fíflar tvo leikmenn KR upp úr skónum og kemur boltanum út á Eirík Inga. Eiríkur kemur með stórhættulegan bolta inn í teiginn en Kristján Páll rétt missir af honum og Stefán Logi grípur! Leiknismenn byrja seinni hálfleik af krafti.
47. mín
BANVÆN fyrirgjöf frá Kristjáni Páli en Stefán Logi gerir vel og slær boltann í burtu!
46. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Leiknismenn sem byrja með boltann! Sólin er byrjuð að skína á KR-völlinn og vonandi verður seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri! Áfram knattspyrna!



45. mín
Hálfleikur
Skrattinn var að enda við að hitta ömmu sína þegar þeir Henrik Bödker og Freyr Alexandersson byrjuðu að rökræða í hálfleik. Henrik byrjaði á að rjúka til dómaranna og láta þá heyra það, áður en hann og Freyr skiptust á orðum. Veit ekki alveg hvaða atvik Henrik var ósáttur með, en hann verður seint sakaður um að skorta ástríðu!
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés! Staðan er markalaus eftir heldur tíðindalítinn fyrri hálfleik hér á Alvogen vellinum.
45. mín
Leiknismenn fá tækifæri til að fara í hörku skyndisókn en Charlie Fomen kemur með heimsmet í skelfilegri skiptingu yfir á hægri kantinn! Rennur út í sandinn..
44. mín
Þarna munar afar litlu!!!! Hilmar Árni fer svakalega illa með varnarmenn KR, fer upp kantinn og inn í teig og gefur frábæran bolta inn fyrir! Kristján Páll er mættur en mistekst naumlega að koma boltanum í net KR-inga, hann lekur framhjá!!
42. mín
Hvað gerist þarna??? Hilmar Árni hrynur niður og heldur um andlitið eftir viðskipti sín við Óskar Örn! Það virðist nú alls ekki hafa verið neinn ásetningur í þessu, þeir skullu bara aðeins saman. Ég sá ekki að þetta væri mjög alvarlegt, Hilmar Árni er allavega staðinn upp og virðist klár í að koma strax aftur inn á!
38. mín
KR-ingar hafa aðeins verið að sækja í sig veðrið undanfarið eftir dapra byrjun. Fá aðra hornspyrnu hérna eftir prýðilega sókn. Almarr kemur boltanum inn fyrir en Eyjólfur kemur boltanum í burtu. Þó ekki langt, á endanum lætur Jónas Guðni boltann fara en boltinn fer beint út á sporbaug! Þetta var roooosalega hátt yfir!
33. mín
Ég var að segja við kollega mína að ég ætlaði að fara að henda einu M á Halldór Kristinn. Þá gefur hann glórulausa sendingu beint á Jónas Guðna, KR-ingar keyra í svaka skyndisókn sem endar með skoti frá Sören Frederiksen á stórhættulegum stað. Skotið fer hins vegar rétt framhjá! Þarna skall hurð nærri hælum!
31. mín
Pálmi Rafn með aðra gullfallega sendingu út á kantinn, í þetta skiptið á Lalo Balbi. Hann kemur með flotta fyrirgjöf en Halldór Kristinn gerir frábærlega. Leiknismenn bomba boltanum fram á Kolbein Kárason sem er í baráttunni við Rasmus, en Daninn kemur með frábæra tæklingu og boltinn út í innkast.
30. mín
Hætta við mark KR!! Hilmar með fína aukaspyrnu, Halldór Kristinn rís eins og turn í teignum og skallar boltann fyrir markið, en þar er enginn mættur til að klára! KR-ingar bjarga!
28. mín
28 mínútur liðnar af leiknum og í raun ekkert dauðafæri búið að líta dagsins ljós. Leiknismenn eru að langmestu leyti að halda KR-ingum mjög vel í skefjum. Heimamenn eru ekki að finna neinar glufur og eru alls ekki hugrakkir í sínu spili. Leiknismenn geysast ekkert fram á ótal mönnum en þora samt alveg að sækja, vantar þó aðeins upp á þeirra megin líka.
27. mín
Stórhætta!! Hilmar Árni með frábæra aukaspyrnu en Halldór Kristinn var ekki alveg nógu fljótur að átta sig í teignum og móttaka hans var slæm. Hann var með nóg pláss!
26. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (KR)
Annað spjald hjá Valdimar, það er ekki að ástæðulausu að hann er kominn með þetta gælunafn! Í þetta skiptið er Rasmus Christiansen fórnarlambið. Ég ætla nú samt bara að vera hreinskilinn, bæði spjöldin áttu rétt á sér.
25. mín
Pálmi Rafn með gullfallega sendingu út á kantinn á Óskar Örn, sem kemur sér í góða skotstöðu og lætur vaða. Skot hans hins vegar beint á Eyjólf!
24. mín
Almarr með stórhættulega hornspyrnu en Eyjólfur gerir vel og slær boltann út.
23. mín Gult spjald: Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Spjaldimar er búinn að lyfta upp fyrsta gula spjaldinu! Að vísu verðskuldað spjald sem Fannar Þór fær fyrir að strauja niður Gunnar Þór Gunnarsson.

18. mín
Skúli Jón gerir klaufaleg mistök í vörninni og Leiknismenn ná boltanum! Þeir geysast fram en KR-ingar ná að bjarga. Hilmar Árni gerði samt vel, kom boltanum á Kolbein Kárason sem tók flottan snúning en varnarmenn KR fóru fyrir skot hans. Að lokum var leikmaður Leiknis dæmdur brotlegur.
16. mín
Hilmar Árni vann fyrsta horn leiksins fyrir Leiknismenn. Hann tekur hornspyrnuna sjálfur og boltinn er skallaður burt, gestirnir fá innkast.
15. mín
Fyrsta alvöru sókn KR og hún var hættuleg! Boltinn var heillengi inni í teig Leiknismanna, sem gekk illa að hreinsa þar til Óskar Örn átti skot rétt framhjá!
12. mín
Gleðigjafinn Charlie Fomen með flotta rispu og fyrirgjöf sem virtist ætla að vera ans ihættuleg, en boltinn var aðeins of langur fyrir Kristján Pál!
11. mín
Allt með frekar kyrrum kjörum í vesturbænum. Ég myndi skilgreina þetta sem hálfgert miðjumoð. En þokkalegt jafnræði í þessu, Leiknismenn meira með boltann ef eitthvað er.
5. mín
Stuðningsmannasveitirnar í hörku keppni. KR-ingarnir duglegir að syngja og sömuleiðis Leiknismenn. Fín stemning hérna í Vesturbænum.
2. mín
Dauðafæri hjá Leikni eftir rétt rúma mínútu!!! Banvæn fyrirgjöf inn í teiginn og Kolbeinn Kárason í hörku skallafæri, en boltinn fer rétt yfir!!! Þarna hefðu gestirnir óvænt getað tekið forystuna strax í byrjun.
1. mín
Game on! Valdimar Pálsson hefur flautað leikinn á og það eru heimamenn sem byrja með boltann. Þeir sækja í átt að sovésku skeifublokkunum!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn og "Heyr mína bæn" glymur undir. Ég segi það og hef sagt áður, ég sakna "Carnival de Paris". Burt með þetta niðurdrepandi lag!
Landsliðsmarkvörðurinn ósáttur!


Fyrir leik
Jæja, þá fer heldur betur að styttast vel í leikinn á Alvogen vellinum. Flott stemning og góð mæting.
Fyrir leik
Páll Sævarsson vallarþulur er farinn að fá kvörtunarsímtöl út af Einari áttavilta. Útvarpsstjóri KR útvarpsins var alls ekki sáttur!
Fyrir leik
Einar áttavilti er mættur á fóninn, alveg yndislegt lag! Þetta rífur stemninguna gjörsamlega upp á nýtt level!
Mun spádómur Lúthers rætast?


Leiknisljónin máluðu bæinn rauðan fyrir leik!

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hörkuflottar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar hér í Vesturbænum. Fínt hitastig, skýjað, blautur völlur, logn.. held það sé ekki hægt að biðja um það betra!
Fyrir leik
Bjarni Fel er alveg ótrúlega hneykslaður! Hann bölvar því að stuðningsmenn Leiknis skuli syngja "We love Leiknir, yes we do". Hann skilur ekkert í því að þeir skuli ekki syngja á okkar ástkæru íslensku!
Fyrir leik
Leiknisljónin eru mætt í átt að vallarsvæðinu í hörku skrúðgöngu! Þeir syngja hástöfum á leiðinni og eru að búa til svakalega stemningu. Gaman að þessu!
Fyrir leik
KR-ingar eru mættir út á völl að hita upp en Leiknismenn eru ennþá inni í klefa.
Fyrir leik
KR-ingar stilla upp óbreyttu liði frá því í sigrinum gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Leiknismenn eru án Ólafs Hrannars Kristjánssonar. Óttar Bjarni Guðmundsson ber fyrirliðabandið í fjarveru hans, en Kristján Páll Jónsson kemur inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og má sjá hér til hliðar!
Fyrir leik
Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, hóf feril sinn í Leikni. "Það verður vissu­lega skemmti­legt að mæta Leikni í kvöld. Þó að ég hafi nú bara verið í Leikni sem krakki að þá hef­ur mér alltaf þótt vænt um fé­lagið og er því fyrst og fremst glaður að sjá fé­lagið sé mætt í efstu deild í fyrsta skipti í sögu fé­lags­ins," segir Skúli við mbl.is.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvík, spáir 0-2:
KR er með of mikil gæði til að Leiknir geti fengið eitthvað úr þessum leik. Þorsteinn Már Ragnarsson skorar annað markið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði Leiknis í kvöld:
Þetta verður mjög erfiður leikur enda KR liðið með virkilega öfluga leikmenn innan sinna raða en maður vill alltaf spila við þessi bestu lið til að máta sig við þá. Við þurfum að loka á þeirra uppspil og að menn fái ekki að leika lausum hala framávið. Annars er sama lögmál með þennan leik og alla hina 22 leikina varðandi varnarleik og skipulag. Við þurfum að vera "on" þar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leiknir er án fyrirliða síns, Ólafur Hrannar Kristjánsson tekur út leikbann. Áfall fyrir Breiðhyltinga enda Ólafur verið einn þeirra besti maður og skoraði í 1-1 jafnteflinu gegn Fylki í síðustu umferð.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Flestir búast við sigri KR í kvöld. KR og Leiknir hafa ekki áður mæst í leik á Íslandsmóti. Félögin hafa hins vegar leikið 27 leiki í keppnum á vegum KSÍog KRR, tvo í Bikarkeppninni, sex í Lengjubikarnum og 19 á Reykjavíkurmóti. KR sigraði í 21 leik, Leiknir í tveimur en fjórum lauk með jafntefli. Markatalan er 93-30 KR í hag. (heimild: Leikskrá KR)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Leiknis. KR er í þriðja sæti með 17 stig en nýliðar Leiknis eru í áttunda sæti með 9 stig og eiga á hættu að sogast niður í harða fallbaráttu.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
7. Atli Arnarson ('85)
8. Sindri Björnsson
9. Kolbeinn Kárason ('58)
10. Fannar Þór Arnarsson ('64)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Hilmar Árni Halldórsson
30. Charley Roussel Fomen

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Edvard Börkur Óttharsson
11. Brynjar Hlöðversson ('64)
16. Frymezim Veselaj
19. Amath Andre Dansokho Diedhiou ('85)
23. Gestur Ingi Harðarson

Liðsstjórn:
Elvar Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Fannar Þór Arnarsson ('23)
Atli Arnarson ('77)

Rauð spjöld:
Eyjólfur Tómasson ('90)