Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   sun 28. júní 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Óttar Bjarni: Ógleymanlegur leikur fyrir sjö árum
Óttar er lykilmaður í varnarleik Leiknis.
Óttar er lykilmaður í varnarleik Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar nýorðinn 18 ára í leik með KB á KR-vellinum 2008.
Óttar nýorðinn 18 ára í leik með KB á KR-vellinum 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar í leik gegn Fjölni á dögunum.
Óttar í leik gegn Fjölni á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson verður með fyrirliðabandið hjá Leikni í kvöld þegar Breiðhyltingar heimsækja KR í Frostaskjól. Óttar er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir leiknum.

„Þetta verður mjög erfiður leikur enda KR liðið með virkilega öfluga leikmenn innan sinna raða en maður vill alltaf spila við þessi bestu lið til að máta sig við þá," segir Óttar.

En hvað þarf að stöðva hjá KR í kvöld til að ná hagstæðum úrslitum?

„Við þurfum að loka á þeirra uppspil og að menn fái ekki að leika lausum hala framávið. Annars er sama lögmál með þennan leik og alla hina 22 leikina varðandi varnarleik og skipulag. Við þurfum að vera „on“ þar."

Flaug fyrr heim til að mæta KR
Óttar hefur áður leikið gegn KR á þessum velli. Það var árið 2008 í Borgunarbikarnum þegar Hann var nýorðinn 18 ára en þá lék hann með KB, varaliði Leiknis, en leikurinn endaði 1-0 fyrir KR þar sem Björgólfur Takefusa skoraði eina markið.

„Ógleymanlegur leikur. Man eftir því að ég og Óli Hrannar flugum fyrr heim til þess að spila leikinn. Óli var á Spáni en ég í Danmörku. KR liðið var vel mannað í þessum leik og voru ekkert að spila á varaliði eða neitt slíkt. Við áttum að fá augljóst víti eftir 5 mín og sömuleiðis rautt á Skúla Jón fyrir að rífa Sigga Kr niður sem var sloppinn einn í gegn en ekkert var dæmt."

„Við múruðum vel í vörnina og vorum ekkert að spila neinn samba. En niðurstaðan var 1-0 tap í leik sem maður gleymir ekki," segir Óttar.

Vissum að við myndum lenda í mótlæti
Það hefur hægst á stigasöfnun Leiknisliðsins sem vann síðast fyrir rétt rúmum mánuði síðan, hefur það haft einhver áhrif á móralinn í hópnum?

„Nei get ekki sagt það. Við vissum alveg að við myndum lenda í mótlæti og þurfa að ganga upp erfiða brekkur á þessu tímabili. Það sem skiptir máli er að safna stigum og svo verður talið upp úr pokanum hans Óla Kristjáns í byrjun október."

Ólafur Hrannar Kristjánsson, fyrirliði Leiknis, verður ekki með í kvöld þar sem hann tekur út leikbann.

„Að sjálfsögðu er slæmt að hann skuli ekki leika með í þessum leik. Hann hefur verið rosalega flottur á þessu tímabili en það mun koma maður í manns stað. Við höfum aldrei verið með jafn sterkan hóp eins og á þessu tímabili þannig að ég treysti þeim aðila sem kemur í hans stað 100%"

Ljónin með okkur til enda
Leiknisljónin, stuðningsmannsveit Leiknis, hefur komið með skemmtilegt krydd í Pepsi-deildina og býst Óttar við ljónunum í banastuði í kvöld.

„Leiknisljónin, undir forystu Arons Fuegos, hafa verið framúrskarandi það sem af er tímabili og ég treysti því að Ljónin verði með okkur í þessu verkefni allt til enda. Stuðningur þeirra er ómetanlegur og verður seint metinn til fjár," segir Óttar Bjarni en leikurinn í kvöld hefst 19:15.

Leikir dagsins - Allir í beinum textalýsingum
17:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
19:15 KR-Leiknir R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Valur-ÍA (Vodafonevöllurinn)
20:00 Fjölnir-FH (Fjölnisvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner