City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
1
Valur
Atli Viðar Björnsson '45 1-0
1-1 Sigurður Egill Lárusson '66
Bjarni Þór Viðarsson '81 2-1
05.08.2015  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Fullkomnar.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1907
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson ('84)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('45)
26. Jonathan Hendrickx ('62)

Varamenn:
6. Baldur Búi Heimisson
16. Jón Ragnar Jónsson ('62)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('45)
25. Eggert Georg Tómasson
45. Kristján Flóki Finnbogason ('84)

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Emil Pálsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH sigur!!!
90. mín
3 mínútum bætt við.
88. mín
HVAÐ ERTU AÐ GERA KRISTINN INGI HALLDÓRSSON!!!

Vinnur boltann glæsilega eftir klaufagang í FH vörninni og kemst einn gegn Róló en hikar og hikar og hikar og tekur svo alltof langa snertingu inn í teiginn þar sem Pétur Viðars er mættur til að hreinsa boltann. Þarna hefði Kristinn auðveldlega getað jafnað leikinn!!
86. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
84. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
81. mín MARK!
Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
FH-INGAR ERU AÐ FARA LANGLEIÐINA MEÐ AÐ KLÁRA LEIKINN!!!

Fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem Kale reynir að fara upp í en nær ekki til og boltanum flikkað út á hægri kantinn þar sem Þórarinn Ingi fær allan tíman í heiminum til að krulla boltann fyrir beint á kollinn á Bjarna Þór, á sama tíma ákveður Ingvar Kale að taka sénsinn og rýkur út úr markinu en átti í raun og veru engan séns og Bjarni skallar boltann í autt markið.
76. mín
Inn:Emil Atlason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Uppaldi FH-ingurinn að koma inná í rauðri treyju.
74. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Einkennilegt, Emil fer aðeins utan í Kale sem var nýbúinn að grípa fyrirgjöf frá FH og við það fellur Ingvar. Þóroddur ætlar að láta leikinn halda áfram en aðstoðardómarinn flaggar brot og biður um gult spjald einnig. Þóroddur verður við þeirri ósk. Gult á fagurhærða Ísfirðinginn
71. mín
Frábær varnarvinna hjá Orra Sigurði þarna, Atli Viðar nær að snúa á hann en Orri fljótur að átta sig og potar boltunum í burtu.
69. mín
Þriðja mark Sigurðar gegn FH á þessu tímabili. Skoraði tvö í fyrri leiknum. Ekki amalegt það.
66. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
ÞAÐ ER JAFNT Í KRIKANUM!!!!

FH-Iingar heimta rangstöðu en fá ekki, mér sýndist Patrick eiga unaðslega góða sendingu innfyrir vörn FH þar sem Siggi Lár sleppur AAAALEINN í gegn, tekur Róló á með einfaldri gabbhreyfingu og leggur boltann í autt markið.
65. mín
Bjarni Þór með skot RÉÉÉÉTT framhjá eftir frábæran undirbúning Atla Guðna.

62. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Jonathan Hendrickx (FH)
Hendrickx virðist meiddur og alt-muligt maðurinn J-Money kemur inná í hans stað.
60. mín
GLEÐIFREGNIR, LEIT MINNI AÐ JÓNI JÓNSSYNI ER LOKIÐ, HANN ER AÐ KOMA INNÁ!!!
59. mín
Úff!! Haukur Páll með ógnar fast skot úr gífurlega þröngu færi í hliðarnetið, þarna fór um nokkra í stúkunni.
58. mín
Atli Guðna með lúmskt skot rétt fyrir utan teig en nær ekki nægilega miklum krafti í það og boltinn beint í fangið á Kale.
58. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
55. mín
Atli Viðar fær hér frábæra sendingu innfyrir og tekur glæsilega á móti boltanum og kemur boltanum framhjá Kale en búið að flagga rangstöðu.
55. mín
Spyrnan beint í varnarvegginn og burt.
53. mín
Aukaspyrna sem FH á rétt fyrir utan D-boga.
52. mín
Smá vandræðagangur í vörn FH, langur bolti frá Baldvini Sturlu inn á teiginn sem Pétur Viðarss skilar aftur niður á Róló sem má ekki taka með höndum og panikkar en nær að koma boltanum frá sér.
48. mín
Hendrickx hefur skipt um skó í hálfleik, skartar hér skær appelsínugulum skóm.
46. mín
Síðari Hálfleikur er hafinn hér í Krikanum.
45. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
45. mín
Hálfleikur
102 mark Atla Viðars skilur liðin að í hálfleik. Ekki verið mikið um gæði í þessum leik en 1-0 fyrir Fimleikafélaginu. Fáum okkur kaffi.
45. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
ATLI SKORAR ALLTAF MÖRK, END OF STORY!!!

Eftir klaufagang í vörn Valsmanna kemur Atli Viðar í hörkunni og hrifsar boltann af Tuborg og klobbar hann í leiðinni og setur boltann svo utanfótar í fjærhornið. Snyrtilegt.
41. mín
Böðvar með flotta aukaspyrnu hægra megin inn á teig sem Kale kýlir í burtu, Kassim hársbreidd frá því að ná til boltans á undan markverðinum þarna.
39. mín
Hendrickx með fínustu skot tilraun úr þröngu færi hægra megin í teignum, skotið þó beint á Kale sem á ekki í vandræðum með það.
38. mín Gult spjald: Mathias Schlie (Valur)
Fyrsta spjald danans í Pepsi deildinni, stöðvar sókn FH full harkalega þegar hann togar Bjarna Þór niður í miðjuboganum.
36. mín
Stoppa þarf leikinn vegna meiðsla sem Patrick Pedersen hlaut eftir samstuð við Davíð Þór.

Patrick fór útaf og fékk aðhlynningu en er mættur aftur til leiks.
35. mín
Serwy með flottan sprett upp hægri kantinn, tekur Bjarna Ólaf uppúr skónum með skemmtilegri gabbhreyfingu og kemur svo með fína fyrirgjöf sem Tuborg skallar í burtu.
33. mín
Valsmenn að setja mikinn þrýsting á FH þessa stundina. Stimpla boltanum fyrir framan FH teiginn í tiki taka fótbolta, fáar snertingar á bolta og mikil hreyfing á mönnum.
29. mín
Nú þurfa menn að fara telja klobbana hans Kristins Freys, kemur hér með dónalegan klobba á Emil pálsson sem neyðist til þess að taka hann niður. Eftir að aukaspyrnan var dæmd fer Haukur Páll í ansi groddaralega tæklingu á Davið Þór og eftir það hefjast mikil orðaskipti þeirra á milli. Það er mikill hiti á vellinum þessa stundina.
23. mín
Schlie með ágætis skottilraun fyrir Val, nokkuð vel fyrir utan teig og ágætlega hátt yfir en það hefur oft verið sagt að þeir skora sem þora!
22. mín
Hér var hætta á ferðum fyrir framan mark Valsmanna, frábært spil milli Bjarna Þórs og Atla Guðna sem endar með því að sá síðarnefndi á laflaust skot á markið beint á Kale. Þarna hefði herra Guðnason átt að gera betur.
18. mín
Kassim Doumbia liggur í grasinu eftir að hafa fengið ansi þungt höfuðhögg eftir skallabaráttu við Hauk Pál. Skulum vona að þetta sé ekki alvarlegt. Haukur Páll töltir útaf allt annað en sáttur, vill held ég meina að Kassim hafi notað olnbogana.
15. mín
GLÆSILEG syrpa frá Kristni Frey þarna, fær háan bolta til sín sem hann tekur niður og klobbar Doumbia í leiðinni, setur boltann svo inn í vítateig hægra megin þar sem Kristinn Ingi kemst í þröngt færi gegn Róberti sem ver vel.
12. mín
Kassim með eina af sínum frábæru löngu sendingum upp völlinn og reynir að finna Atla Viðar, sendingin örlítið of löng en eftir smá baráttu milli Tuborg og Atla fær Kale boltann í fangið.
8. mín
Um leið og ég rita um að FH-mafían sé ekki til staðar rís Jónas Ýmir Jónasson upp með fyndin gleraugu og einhvers konar plat-yfirvaraskegg og syngur hástöfum. Skemmtilegt.
6. mín
FH-mafían virðist vera vant við látin og það er bókstaflega þögn á vellinum, afar einkennileg stemming.

FH á aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Atli Guðna tekur, spyrnan rétt framhjá samskeytunum fjær.
2. mín
Löng sending frá Davíð Þór upp völlinn, lítil hætta á ferðinni þegar Kale tekur sig til og öskrar ,,KALEEEEEEEE" svo hátt að íbúar Mosfellsbæjar heyrðu.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Er að tapa mér, hvar er Jón???

Annars eru liðin komin inn í klefa og hlusta á síðustu orð þjálfaranna fyrir leik. 5 mínútur í veisluna.
Fyrir leik
Er farinn að stressast örlítið upp, Jón Ragnar er á skýrslu en ég sé hann ekki inni á vellinum í upphitun, annaðhvort er ég að missa sjónina eða hann er einfaldlega týndur. Myndir og Twitter færslur um það hvar hægt er að finna Jón væru vel þegnar! #fotboltinet
Fyrir leik
Friðrik Dór söngvari og vallarþulur FH mætti rétt í þessu kófsveittur í blaðamannastúkuna og fékk sér kaffi. Ástæða svitans sú að hann hjólaði á völlinn, dugnaður.
Fyrir leik
Styttist og styttist í leik, farið að fjölga í stúkunni, þó mættu nú alveg fleiri láta sjá sig. Neita að trúa því að fólk ætli sér frekar að horfa á leikinn í sjónvarpinu þegar veðrið er svona.
Fyrir leik

Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik

Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Minni alla á að taka duglega þátt í umræðunni á samskiptamiðlinum Twitter með því að nota #fotboltinet.
Fyrir leik
Einnig vekur athygli að Mathias Schlie byrjar inná hjá Hlíðarendaliðinu, þetta er hans fyrsti leikur í Pepsi deildinni, en hann kom inná gegn KA í bikarleiknum í síðustu viku.
Fyrir leik
Já hvað haldiði? Atli Viðar Björnsson byrjar inná!

Eflaust margir sem hafa beðið spenntir eftir þessu og viljað sjá þetta gerast, Marka-Atli skilar alltaf sínu.
Fyrir leik
Meistaraflokkur karla hjá FH í handbolta eru mættir í stúkuna rúmum klukkutíma fyrir leik. Því miður eru þeir þó ekki að mæta sem stuðningsmenn heldur eru þeir í styrktar- og snerpuæfingum undir handleiðslu Silju Úlfarsdóttur margfaldur íslandsmeistari í spretthlaupum sú ágæta kona.
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals þekkir vel til hjá FH en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 2004, 2005 og 2006 og vann einnig bikarkeppnina árið 2007. 2004 Íslandsmeistaratitillinn var einstakur fyrir þær sakir að það var í fyrsta skiptið sem Hafnarfjarðar liðið vann þann stóra. Hann verður væntanlega mættur sprækur á hliðarlínuna með 10/11 derhúfuna sína.

Fyrir leik
Adolf Ingi Erlingsson, fjölmiðlamaður:
FH 3 - 1 Valur
FH-ingar ætla sér að verða meistarar og vinna þennan leik 3-1. Þarna mætast Heimir og Óli og ég held að lærisveinninn hafi betur.
Fyrir leik
Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn í kvöld. Aðstoðardómarar hans eru Áskell Þór Gíslason og Björn Valdimarsson. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er skiltadómari.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Valsmenn unnu sannfærandi 2-0 sigur í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda þar sem Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörkin. FH-ingar hafa síðan spilað fjóra stórleiki í röð án þess að ná að fagna sigri eins og fram kom í samantekt Vísis sem birt var í morgun.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari FH:
Andinn í hópnum er virkilega góður og hann hefur alltaf verið þannig þó einhverjir haldi eitthvað annað. Andinn í liðinu og hjá öllum í kring er virkilega góður. Ef við vinnum setjum við smá bil milli þessara tveggja liða. Það væri frábært ef okkur tækist það. Valsliðið er virkilega gott lið, vel spilandi og vel skipulagt. Það er augljóst að Óli og Bjössi hafa gert frábæra hluti á Hlíðarenda. Það er komið gott handbragð á allt hjá þeim og Valsliðið er eitt það besta í deildinni í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals:
Við erum komnir ágætlega á veg með það en betur má ef duga skal. Við erum núna búnir að vera að spila 2-3 leiki þar sem við vitum að við getum betur. Það gæti orðið helvíti erfitt að eiga við það að missa þá sex stigum á undan okkur, núna þegar við erum aðeins komnir inn í seinni umferðina. Við verðum að eiga algjöran toppleik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil umferð í Pepsi í kvöld og stórleikur umferðarinnar fer fram í Krikanum þar sem topplið FH mætir Val. FH getur með sigri komist sex stigum á undan Val og sett stórt skarð í titilvonir Hlíðarendaliðsins.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Christensen
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('86)
11. Sigurður Egill Lárusson ('76)
19. Baldvin Sturluson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Mathias Schlie

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson
4. Einar Karl Ingvarsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
14. Gunnar Gunnarsson
17. Andri Adolphsson ('86)
19. Emil Atlason ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mathias Schlie ('38)
Haukur Páll Sigurðsson ('58)

Rauð spjöld: