Leik lokið!
Magnús Már Einarsson
90. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Ísland)
Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Tveimur mínútum bætt við.
84. mín
MARK!Michal Duris (Slóvakía U21)
Slóvakar klára þetta, Sverrir með misheppnaða hreinsun sem lenti á Duris sem kláraði með hnitmiðuðu skoti í hornið. Skaut við vítateigsendann.
81. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Ísland)
Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
81. mín
Náðum ekki að skapa hættu úr horninu.
80. mín
Jói Berg vinnur horn... koma svo, jöfnum þetta!
79. mín
Kolbeinn Sigþórsson að komast í hættulegt færi en skotið framhjá. Oliver Sigurjónsson er að gera sig kláran í sínum fyrsta A-landsleik.
75. mín
Inn:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Út:Kári Árnason (Ísland)
75. mín
Inn:Martin Jakubko (Slóvakía U21)
Út:Adam Nemec (Slóvakía U21)
75. mín
Inn:Michal Duris (Slóvakía U21)
Út:Robert Mak (Slóvakía U21)
73. mín
Ísland meira með boltann núna. Íslenska liðið búið að finna betri takt eftir þessar hrikalegu mínútur áðan.
70. mín
Áhorfendur í kvöld er 5.561.
68. mín
Birkir Bjarnason með flotta marktilraun! Skot fyrir utan teig naumlega framhjá.
67. mín
Slóvakar að hóta þriðja markinu... mjög slæmur kafli í gangi.
65. mín
Leiðinlega mikill meðbyr með Slóvökum núna. Svo mikill óþarfi að vera að tapa þessum fótboltaleik!
61. mín
MARK!Robert Mak (Slóvakía U21)
Hvað er í gangi??? Skot af löngu færi sem hafnar í markinu. Martraðamínútur fyrir íslenska liðið. Skotið breytti um stefni af Sverri og söng í netinu.
58. mín
MARK!Robert Mak (Slóvakía U21)
NEEEEIIII!!! Herfileg mistök hjá Íslandi sem kosta þetta mark. Mak átti ekki í vandræðum með að skora enda enginn markvörður í markinu... boltinn hirtur af Ögmundi við vítateigsendann. Slóvakar fengu þetta á silfurfati. Vantaði meiri ákveðni og öryggi í Ögmund. Kári var mættur á línuna og reyndi að verjast þessu skoti en það gekk ekki.
56. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
56. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU! Alfreð með frábæra sendingu á Jóa Berg sem átti fyrirgjöf, Kolbeinn nálægt því að ná til boltans en knötturinn fór á endanum á Jón Daða sem átti skot sem var varið.
55. mín
Jói Berg með rispu og lét vaða, skotið ekki nægilega gott og boltinn sveif yfir markið.
54. mín
Eftir gott spil Íslands náði Alfreð að koma boltanum í markið af stuttu færi. Markið telur ekki. Rangstaða.
52. mín
Slóvakar með hörkuskot fyrir utan teig. Ögmundur ver í horn. Greinilegt að landsliðsþjálfararnir leggja traust sitt á Ögmund. Ég bjóst við að Ingvar tæki seinni hálfleikinn.
50. mín
Örvar Jens Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net í Austurríki, tók bíltúr og skellti sér á völlinn. Er mættur í besta skapi og kom færandi hendi með gjafir til mín og Magga. Verður að fá smá hrós!
49. mín
Gult spjald: Kári Árnason (Ísland)
48. mín
Skyndilega er Alfreð kominn í fínasta skotfæri! Novota ver í horn. Góð tilraun hjá Alfreð.
46. mín
Inn:Patrik Hrosovsky (Slóvakía U21)
Út:Viktor Pecovsky (Slóvakía U21)
Slóvakar gera tvær breytingar í hálfleik en Íslendingar enga.
Magnús Már Einarsson
46. mín
Inn:Erik Sabo (Slóvakía U21)
Út:Jan Durica (Slóvakía U21)
Magnús Már Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
Magnús Már Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Ætla að nýta hálfleikinn í að ræna fingravettlingum af einhverjum áhorfanda. Orðið skrambi kalt hér í Zilina.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við. Slóvakar í hættulegri sókn en pólski aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu.
42. mín
Slóvakarnir vildu að Ísland myndi sparka boltanum útaf því einn leikmaður þeirra er eitthvað að haltra. Ari Freyr ekki á því og lét menn á bekknum hjá heimamönnum heyra það.
37. mín
Eftir hornspyrnu átti Sverrir Ingi Ingason hörkuskot, markvörðurinn varði í annað horn. Ísland að setja pressu þessar mínúturnar.
32. mín
Þó völlurinn sé ekki fullur er þokkaleg stemning. Slóvakinn er mikið fyrir bjór og fólk er duglegt að skvetta aðeins í sig í stúkunni.
30. mín
Kolli að vinna alla bolta í loftinu. Slóvakar fengu fínt færi, Robert Mak náði góðum snúningi en skot hans ekki nægilega öflugt og fór framhjá.
28. mín
Kári með misheppnaða sendingu sem Slóvakar komust næstum því inn í. Bjargað í innkast.
25. mín
Stórhætta við mark Slóvaka. Haukur Heiðar með fyrirgjöf og Jón Daði var nálægt því að ná að reka tá í boltann! Hörkufæri. Hefði verið gaman að komast tveimur mörkum yfir þarna.
24. mín
Það hefur dregið úr hraðanum í leiknum eftir þessi hlé sem þurfti að gera vegna meiðsla.
19. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Jón Daði kemur inn, fer beint á kantinn.
18. mín
Jón Daði að fá tilmæli frá Heimi Hallgríms, er að koma inn fyrir Arnór.
16. mín
Arnór Ingvi liggur á vellinum, er greinilega sárþjáður og ópin frá honum heyrast greinilega upp í stúku. Hann þarf líka að fara af velli, sjúkraþjálfarinn gefur merki um það. Arnór fékk þarna þungt högg.
13. mín
Eftir misheppnaða aukaspyrnu heimamanna fékk Ísland stórhættulega skyndisókn en á síðustu stundu náðu Slóvakarnir að bjarga í horn. Líf og fjör í þessum leik.
10. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Út:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland)
9. mín
Usss... Slóvakar með stangarskot.
8. mín
MARK!Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Kolbeinn Sigþórsson
MAAAAAARK!!!! Eftir innkast fékk Alfreð knöttinn, snéri af sér varnarmann og smellhitti boltann. Það var laglegt! Frábærlega klárað hjá Alfreð. Glæsilegt mark. Kolbeinn flikkaði boltanum til Alfreðs eftir innkastið.
8. mín
Rúnar Már Sigurjónsson meiddur, haltrar af velli.
6. mín
Flottur spilkafli hjá Íslendingum endaði með því að Jói Berg sendi á Alfreð í teignum og hann vann horn...
3. mín
Sóknarleikur Slóvaka í undankeppninni enkenndist af löngum bolta fram sem var svo skallaður niður. Ekki ólíklegt að það sama verði uppá teningnum í kvöld.
2. mín
Menn eiga í nokkrum erfiðleikum með að fóta sig á vellinum hér í byrjun. Margir að renna til.
Fyrir leik
Mínútu þögn vegna þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað í Frakklandi á föstudag. Slóvakar byrja með knöttinn...
Fyrir leik
Þjóðsöngvar að baki. Allt að verða til reiðu. Pólverji með flautuna. Tekur rétt um klukkustund að fljúga hingað frá Varsjá.
Fyrir leik
Ísland spilar í hvítu í kvöld. Varabúningarnir notaðir gegn bláklæddum heimamönnum. Liðin eru að hita upp og áhorfendur farnir að streyma í stúkuna.
Fyrir leik
Hér á þessum velli í Zilina, Stadion pod Dubnom, spilar Slóvakía nánast alla sína landsleiki. Völlurinn tekur um 11 þúsund manns en í kvöld verða um 6-7 þúsund áhorfendur. Þar á meðal tæplega 100 Íslendingar, megnið eru læknanemar sem eru við nám í landinu.
Fyrir leik
Arnór Ingvi Traustason stóð sig vel gegn Póllandi og fær aftur byrjunarliðsleik. Kolbeinn og Alfreð saman í fremstu víglínu.
Vertu með okkur á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er meiddur og tekur ekki þátt í leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson er meðal varamanna. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að reyna að fylla í skarðið umtalaða sem myndast þegar Aron er ekki með.
Fyrir leik
Haukur Heiðar Haukssona byrjar í hægri bakverðinum og þá er Sverrir Ingi Ingason við hlið Kára Árnasonar í hjarta varnarinnar. Sverrir á marga aðdáendur sem hafa kallað eftir því að hann fái tækifæri með landsliðinu. Það kemur hér í kvöld.
Fyrir leik
Ögmundur Kristinsson fær annað tækifæri í markinu. Hann átti ekki góðan leik gegn Póllandi en fær möguleika á að bæta úr því. Hef enga trú á öðru en að hann grípi það tækifæri.