Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback hafa ákveðið byrjunarlið Íslands fyrir vináttuleikinn gegn Slóvökum í Zilina klukkan 19:45 í kvöld. Sex breytingar eru á liðinu frá því í 4-2 tapinu gegn Póllandi.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, er frá keppni vegna meiðsla og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni.
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu frá Slóvakíu
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, er frá keppni vegna meiðsla og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni.
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu frá Slóvakíu
Birkir Bjarnason fer af kantinum inn á miðjuna í fjarveru Gylfa og Arons og Rúnar Már Sigurjónsson fær einnig tækifæri í byrjunarliðinu á miðjunni.
Haukur Heiðar Hauksson byrjar í hægri bakverðinum og Sverrir Ingi Ingason verður við hlið Kára Árnasonar í hjarta varnarinnar. Þeir hafa báðir einungis spilað tvo landsleiki hingað til á ferlinum.
Ögmundur Kristinsson heldur sæti sínu í markinu og Ari Freyr Skúlason byrjar sem vinstri bakvörður.
Arnór Ingvi Traustason byrjar líkt og gegn Pólverjum og Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn á kantinn. Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason spila síðan í fremstu víglínu.
Heimir og Lars hafa gefið út að búast megi við fleiri skiptingum í leiknum í kvöld heldur en gegn Pólverjum og líklegt er að íslenska liðið noti allar sex skiptingar sínar í leiknum.
Varamenn:
Ingvar Jónsson
Frederick Schram
Hörður Björgvin Magnússon
Ragnar Sigurðsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hjörtur Hermannsson
Birkir Már Sævarsson
Theodór Elmar Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Aron Einar Gunnarsson
Oliver Sigurjónsson
Elías Már Ómarsson
Jón Daði Böðvarsson
Athugasemdir