Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
fimmtudagur 2. maí
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 1. maí
Super League - Women
Liverpool W 4 - 3 Chelsea W
Undanúrslit Meistaradeildar
Dortmund 1 - 0 PSG
Elitettan - Women
Lidkoping W 3 - 1 Sunnana W
Eskilstuna United W 1 - 2 Umea W
Bollstanas W 2 - 0 Uppsala W
Gamla Upsala W 3 - 1 Jitex W
Malmo FF W 1 - 2 Mallbacken W
Kalmar W 0 - 3 Alingsas W
Orebro SK W 1 - 1 Sundsvall W
þri 17.nóv 2015 13:30 Mynd: Úr einkasafni
Magazine image

„Steikt að maður skuli vera kominn svona langt í þessu“

„Þetta er eiginlega alveg fáránlegt. Ef maður hugsar til baka þá er alveg steikt að maður skuli vera kominn svona langt í þessu,” segir landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson þegar ég sest niður með honum á hóteli landsliðsins í Zilina í Slóvakíu. Þessi hlédrægi Valsari er afskaplega lítið í sviðsljósinu og það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að hann á yfir 50 landsleiki að baki. Birkir hefur fest sig í sessi í hægri bakverðinum og hjálpað íslenska landsliðinu að komast á EM næsta sumar. Það er þó óhætt að segja að eftir yngri flokkana hafi nákvæmlega ekkert bent til þess að Birkir myndi nokkurntímann spila fyrir íslenska landsliðið. Hann greip hins vegar tækifærið þegar það gafst auk þess sem tilviljanir hjálpuðu honum á skemmtilegan hátt.

„Við töpuðum oft og töpuðum stórt.  Við enduðum í 22. sæti á Shellmótinu í Eyjum og við vorum alls ekki góðir.  Þetta var mikið ströggl og stundum erfitt að ná í lið.
„Við töpuðum oft og töpuðum stórt. Við enduðum í 22. sæti á Shellmótinu í Eyjum og við vorum alls ekki góðir. Þetta var mikið ströggl og stundum erfitt að ná í lið.
Mynd/Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
,, Þá hefði ég samt líklega aldrei farið í landsliðið, kynnst konunni minni og þetta hefði orðið allt öðruvísi.”
,, Þá hefði ég samt líklega aldrei farið í landsliðið, kynnst konunni minni og þetta hefði orðið allt öðruvísi.”
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir að þetta fór að rúlla þá var þetta mjög fljótt að gerast. Ég var valinn besti ungi leikmaðurinn 2006 og fékk þrjá leiki með U21 árs landsliðinu.  Það voru einu yngri landsleikirnir mínir.  Ég var síðan valinn í landsliðið 2007.
„Eftir að þetta fór að rúlla þá var þetta mjög fljótt að gerast. Ég var valinn besti ungi leikmaðurinn 2006 og fékk þrjá leiki með U21 árs landsliðinu. Það voru einu yngri landsleikirnir mínir. Ég var síðan valinn í landsliðið 2007.
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Íslandsmeistari með Val 2007:  „Það var algjörlega frábært.  Það var langt síðan Valur hafði unnið titlinn og þetta er líklega besti dagurinn á fótboltaferlinum.”
Íslandsmeistari með Val 2007: „Það var algjörlega frábært. Það var langt síðan Valur hafði unnið titlinn og þetta er líklega besti dagurinn á fótboltaferlinum.”
Mynd/Fótbolti.net - Andri Janusson
 ,,Ég held að ég sé eitt af bestu dæmunum að það sé hægt að fara ansi langt þó að maður sé ekki bestur í 2. flokki.  Maður þarf bara að æfa aðeins meira en allir hinir og þá á maður alltaf séns.
,,Ég held að ég sé eitt af bestu dæmunum að það sé hægt að fara ansi langt þó að maður sé ekki bestur í 2. flokki. Maður þarf bara að æfa aðeins meira en allir hinir og þá á maður alltaf séns.
Mynd/Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Mér fannst þetta ekki vera neitt mál. Ég er þannig gerður að mér finnst allt í lagi að vera einn. Ég tók klukkutíma í að keyra hvora leið, hlustaði á tónlist og naut þess að vera með sjálfum mér.
„Mér fannst þetta ekki vera neitt mál. Ég er þannig gerður að mér finnst allt í lagi að vera einn. Ég tók klukkutíma í að keyra hvora leið, hlustaði á tónlist og naut þess að vera með sjálfum mér.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Undanfarin ár hef ég farið aðeins meira í þyngra dæmi.  Það er voðalega lítið annað en rokk sem ég nenni að hlusta á.
,,Undanfarin ár hef ég farið aðeins meira í þyngra dæmi. Það er voðalega lítið annað en rokk sem ég nenni að hlusta á.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf sama tónlistin í öllum fótboltaklefum og maður er búinn að venjast henni og ná að blokka hana út.  Mér finnst þetta svo leiðinleg tónlist.
„Það er alltaf sama tónlistin í öllum fótboltaklefum og maður er búinn að venjast henni og ná að blokka hana út. Mér finnst þetta svo leiðinleg tónlist.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölskyldumynd: ,,Ég hef alltaf haft gaman að krökkum og ég var örugglega farinn að hugsa um það fyrr en flestir að mig langaði að eignast börn.
Fjölskyldumynd: ,,Ég hef alltaf haft gaman að krökkum og ég var örugglega farinn að hugsa um það fyrr en flestir að mig langaði að eignast börn.
Mynd/Úr einkasafni
,,Þetta er eins og dagheimili. Þegar þau fara í frí heim til Íslands þá ræð ég við 3-4 daga en síðan er mér farið að leiðast. Það er gott að hafa smá líf heima.
,,Þetta er eins og dagheimili. Þegar þau fara í frí heim til Íslands þá ræð ég við 3-4 daga en síðan er mér farið að leiðast. Það er gott að hafa smá líf heima.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frændurnir saman fyrir landsleik gegn Hollendingum árið 2008.  „Þetta var mjög gaman og eitthvað sem maður hefði ekki trúað þegar maður var lítill, að maður myndi spila landsleik með Gulla frænda.
Frændurnir saman fyrir landsleik gegn Hollendingum árið 2008. „Þetta var mjög gaman og eitthvað sem maður hefði ekki trúað þegar maður var lítill, að maður myndi spila landsleik með Gulla frænda.
Mynd/Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Maður er alltaf að bíða eftir markinu.  Ég er samt ekkert að stressa mig á því, þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa um alla daga.  Það væri samt gaman að fá mark einhverntímann.
„Maður er alltaf að bíða eftir markinu. Ég er samt ekkert að stressa mig á því, þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa um alla daga. Það væri samt gaman að fá mark einhverntímann.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu.  Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum.
„Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er þvílíkt stoltur að vera með í þessu og þakklátur að vera í hópnum sem fer í fyrsta skipti á lokamót. Stoltið við það að fara í landsliðstreyjuna minnkar ekkert með leikjunum, það eykst bara.
„Ég er þvílíkt stoltur að vera með í þessu og þakklátur að vera í hópnum sem fer í fyrsta skipti á lokamót. Stoltið við það að fara í landsliðstreyjuna minnkar ekkert með leikjunum, það eykst bara.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Draumurinn er að enda þetta í Val og það er stefnan.  Það er erfitt að sjá fyrir sér að spila á móti Val.  Ef það verður enginn áhugi hjá Val þá verð ég bara að fara í 1. deildina.
,,Draumurinn er að enda þetta í Val og það er stefnan. Það er erfitt að sjá fyrir sér að spila á móti Val. Ef það verður enginn áhugi hjá Val þá verð ég bara að fara í 1. deildina.
Mynd/Fótbolti.net - Andri Janusson
„Liðið mitt var lélegt í yngri flokkunum og við vorum oftast í C-deild,” segir Birkir þegar hann rifjar upp yngri flokkana í Val. „Við töpuðum oft og töpuðum stórt. Við enduðum í 22. sæti á Shellmótinu í Eyjum og við vorum alls ekki góðir. Þetta var mikið ströggl og stundum erfitt að ná í lið. Í öðrum flokki vorum við tveir eftir fæddir 1984. Þessi árgangur var ekkert svakalegur og það var ekki vel haldið utan um þetta. Við vorum alltaf að fá nýjan þjálfara og það var mikið rót á þessu.”

Þrátt fyrir að hafa ekki verið í góðu liði í yngri flokkunum þá segist Birkir ekki hafa skarað fram úr hjá Val.

„Ég var lengi pínulítill. Ég byrjaði í mútum á fyrsta ári í menntaskóla og var lítill og léttur þá. Það voru allir miklu stærri en ég og það var erfitt í þriðja og öðrum flokki. Þegar ég var 16 eða 17 ára fór ég að stækka og þá fóru skrefin líka að lengjast, “ segir Birkir sem fékk tækifæri til að koma inn í meistaraflokk Vals árið 2003, þá á elsta ári í 2. flokki. Það kom honum mikið á óvart.

„Þetta var í apríl og ég var búinn að panta ferð til Bandaríkjanna til að heimsækja vin minn. Ég fór í þá ferð og missti af fyrstu tveimur leikjunum með meistaraflokki það sumarið.” Birkir spilaði átta leiki þegar Valsmenn féllu úr efstu deild. Árið eftir spilaði hann aftur nokkra leiki þegar Valur vann 1. deildina en var áfram mikið á bekknum. Árið 2005 var Birkir síðan í ennþá minna hlutverki en áður.

„Það tímabil var hundleiðinlegt. Ég var yfirleitt fyrir utan hóp og fékk nánast ekkert að spila. Ég spilaði bara tvo bikarleiki og seinni hálfleikinn í síðasta leiknum í deildinni. Liðinu gekk samt vel, við urðum bikarmeistarar og enduðum í 2. sæti í deildinni.”

„Þetta hafði bara verið fótbolti og aðeins of mikið djamm þannig að mér bauðst ekki skólastyrkur áfram. Ef ég hefði tekið þessu aðeins meira alvarlega í náminu í Bandaríkjunum þá hefði ég örugglega fengið styrk og haldið áfram þar.“
Birkir hafði farið út til Bandaríkjanna í skóla veturinn áður og ætlaði að fara aftur út haustið 2005 og halda áfram í námi sínu í Sögu. Þá gripu örlögin inn í því Birkir fékk ekki skólastyrk í Bandaríkjunum og fór því ekki neitt.

„Ég var svo lélegur í skólanum að þeir vildu bara gefa mér hálfan skólastyrk áfram, sem sagt bara fótboltastyrk en ekki námsstyrk. Þetta hafði bara verið fótbolti og aðeins of mikið djamm þannig að mér bauðst ekki skólastyrkur áfram. Ef ég hefði tekið þessu aðeins meira alvarlega í náminu í Bandaríkjunum þá hefði ég örugglega fengið styrk og haldið áfram þar. Það var alltaf planið. Þá hefði ég samt líklega aldrei farið í landsliðið, kynnst konunni minni og þetta hefði orðið allt öðruvísi.”

Utan hóps hjá Val yfir í landsliðið
Fleiri skemmtilegar tilviljanir hafa hjálpað Birki að ná sem lengst á ferlinum. Önnur félög sýndu áhuga á að fá Birki í sínar raðir þegar hann var úti í kuldanum árið 2005 en Valur vildi ekki leyfa honum að fara. „Það komu einhverjar fyrirspurnir frá liðum en Valur sagði nei við því, sem betur fer. Eftir á að hyggja er gott að þeir slepptu mér ekki,” segir Birkir og það eru orð að sönnu. Birkir var heima veturinn 2005/2006 og vann sér þá sæti í hægri bakverðinum hjá Val eftir að hafa spilað hinar ýmsu stöður fram að því.

„Ég ákvað að bíta á jaxlinn og vinna mér sæti í liðinu. Fyrir tímabilið 2006 meiddist Steinþór (Gíslason) sem var hægri bakvörður og ég var settur þangað. Ég hafði ekki spilað hægri bakvörð mikið fram að þessum tímapunkti en ég hef ekki farið þaðan síðan þá.”

„Eftir að þetta fór að rúlla þá var þetta mjög fljótt að gerast. Ég var valinn besti ungi leikmaðurinn 2006 og fékk þrjá leiki með U21 árs landsliðinu. Það voru einu yngri landsleikirnir mínir. Ég var síðan valinn í landsliðið 2007,”
segir Birkir.

Birkir segist aldrei hafa íhugað að yfirgefa Val þó að það hafi blásið á móti. Hann lét húðflúra á sig merki Vals á öxlina um leið og hann varð sjálfráða og því var það stór stund árið 2007 þegar hann var fastamaður í Íslandmeistaraliði félagsins. „Það var algjörlega frábært. Það var langt síðan Valur hafði unnið titlinn og þetta er líklega besti dagurinn á fótboltaferlinum.”

„Þetta leit ekkert svo vel út en þetta sýnir að það er allt mögulegt ef maður gefst ekki upp og heldur áfram að leggja á sig.“
Birkir stóð uppi sem Íslandsmeistari hjá Val árið 2007 og var kominn í landsliðið. Tveimur árum eftir að hann hafði verið alveg úti í kuldanum á Hlíðarenda. „Þetta leit ekkert svo vel út en þetta sýnir að það er allt mögulegt ef maður gefst ekki upp og heldur áfram að leggja á sig. Ég held að ég sé eitt af bestu dæmunum að það sé hægt að fara ansi langt þó að maður sé ekki bestur í 2. flokki. Maður þarf bara að æfa aðeins meira en allir hinir og þá á maður alltaf séns,” segir Birkir en hann gafst aldrei upp.

„Ég var alltaf í fótbolta og æfði mikið aukalega en þegar ég horfi til baka þá hefði ég viljað æfa markvissara. Það eru hlutir eins og tækni og fyrirgjafir sem ég hefði viljað vinna meira með. Ég hef unnið með það upp á síðkastið en ég hefði viljað vinna í því þegar ég var 16-18 ára frekar en 28-29 ára."

Eftir brösótt gengi í yngri flokkunum og í byrjun meistaraflokks hefur Birkir Már fengið að mæta mörgum af bestu leikmönnum heims með íslenska landsliðinu undanfarin ár. „Það er gaman að fá að testa sig á móti þeim bestu og sjá hvar maður stendur. Maður verður betri leikmaður á því að mæta góðum leikmönnum. Þó að þeir láti mann stundum líta illa út þá lærir maður af reynslunni,” segir Birkir og hann á ekki í erfiðleikum með að velja erfiðasta mótherjann.

„Það er auðvelt að velja Ronaldo úr hópnum. Maður sér gæðin í móttökunum, hlaupunum og öllu öðru. Það er ekki hægt að velja annan en hann."

Námslánin fóru í bensín
Eftir að hafa hætt í náminu í Bandaríkjunum vann Birkir á leikskóla í eitt ár á sama tíma og hann var að vinna sér inn sæti í liði Vals. Hann ákvað síðan að skella sér í Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Birkir var mikið á ferðinni því hann bjó á Laugarvatni og æfði með Val í Reykjavík.

„Þetta kostaði svolítið. Námslánin fóru í bensínið á milli. Valsararnir voru ekkert að hjálpa til með það. Ég var ekki með það inn í samningnum því ég skrifaði undir samning hjá Val áður en ég fór á Laugarvatn,” útskýrir Birkir en hann var lítið að kvarta undan miklum akstri.

„Mér fannst þetta ekki vera neitt mál. Ég er þannig gerður að mér finnst allt í lagi að vera einn. Ég tók klukkutíma í að keyra hvora leið, hlustaði á tónlist og naut þess að vera með sjálfum mér. Ég uppgvötaði helling af nýjum hljómsveitum á Laugarvatns tímanum. Þá hafði maður tíma til að hlusta á nýjar sveitir."

„Ég veit að það yrði svo mikð grenjað ef ég myndi setja mína tónlist á að ég reyni ekki einu sinni að fá þá til að skipta.“
Birkir er mikill tónlistaráhugamaður og sá áhugi hefur verið frá unga aldri. „Queen hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrsta platan sem ég keypti sjálfur var Queen plata. Þá var ég sjö ára og rölti út í Kringlu að kaupa disk."

Mest er Birkir þó í þungarokkinu og þar gefur hann ekkert eftir. „Þetta er alltaf að verða harðara og harðara. Gulli (Gunnleifur Gunnleifsson) frændi kom mér í Iron Maiden þegar ég var unglingur og þeir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi eins og AC/DC, Guns N’Roses og Led Zeppelin. Undanfarin ár hef ég farið aðeins meira í þyngra dæmi. Það er voðalega lítið annað en rokk sem ég nenni að hlusta á," segir Birkir en hann er ekki hrifinn af tónlistarsmekk fótboltamanna.

„Það er alltaf sama tónlistin í öllum fótboltaklefum og maður er búinn að venjast henni og ná að blokka hana út. Mér finnst þetta svo leiðinleg tónlist. Ég veit að það yrði svo mikð grenjað ef ég myndi setja mína tónlist á að ég reyni ekki einu sinni að fá þá til að skipta,” segir Birkir og hlær.

Sex manna fjölskylda
Í náminu á Laugarvatni urðu kaflaskil í lífi Birkis því þar kynntist hann eiginkonu sinni Stefaníu Sigurðardóttir. Stefanía er þremur árum eldri en Birkir en þau voru saman í bekk á Laugarvatni.

„Það var mikið gæfuspor að fara á Laugarvatn,” segir Birkir en hann og Stefanía urðu fljótt par. „Þetta gerðist allt saman hratt. Hún var með námsmannaíbúð og ég var fluttur til hennar í kringum áramótin."

Stefanía átti tvö börn úr fyrra sambandi og Birkir var því allt í einu orðinn hluti af fjögurra manna fjölskyldu eftir að hafa áður verið einhleypur. „Það var ekkert mál. Börnin tóku mér vel og fjölskyldan hennar líka. Ég hef alltaf haft gaman að krökkum og ég var örugglega farinn að hugsa um það fyrr en flestir að mig langaði að eignast börn. Þarna voru komin tvö strax svo það var leyst," grínast Birkir.

Birkir og Stefanía hafa eignast tvö börn til viðbótar en krakkarnir eru á aldrinum tveggja til fjórtán ára. Fjörið er því oft mikið á heimilinu.

„Þetta eru allir aldurshópar og svo koma vinir í heimsókn. Þetta er eins og dagheimili. Þegar þau fara í frí heim til Íslands þá ræð ég við 3-4 daga en síðan er mér farið að leiðast. Það er gott að hafa smá líf heima," segir Birkir en hann útilokar að börnunum eigi eftir að fjölga.

„Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt," segir Birkir glottandi.

Birkir og Stefanía kláruðu fyrstu tvö árin á Laugarvatni en síðan kallaði atvinnumennskan. Norska félagið Brann keypti Birki í sínar raðir haustið 2008.

„Ég var farinn að halda að þetta myndi ekki gerast. Eftir Íslandsmeistaratitilinn 2007 gerðist ekkert en þegar það kom loksins áhugi 2008 þá var þetta fljótt að gerast. Við vorum nýflutt í íbúð í Reykjavík og ætluðum að vera þar síðasta árið í náminu á Laugarvatni. Ég var í íbúðinni í tvær vikur og þá vorum við flutt út.”

Gaman að spila með Gulla frænda
Birkir hefur ekki ákveðið hvort hann haldi áfram í náminu eftir að ferlinum lýkur. Stefanía er hins vegar byrjuð í námi í Stokkhólmi þar sem fjölskyldan býr núna eftir félagaskipti Birkis til Hammarby um síðustu áramót.

„Það var erfitt fyrir tvö elstu börnin að flytja á milli af því að þau áttu marga vini í Bergen. Þetta gekk samt vonum framar. Við höfum alltaf undirbúið krakkana og sagt þeim að það gætu orðið flutningar, maður veit aldrei í þessum bransa."

Við höldum okkur á fjölskyldulegum nótum og ég ræði við Birki um merka stund þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik með föðurbróður sínum. Foreldrar Birkis hafa verið dugleg að starfa fyrir Val í gegnum tíðina en Sævar faðir hans er bróðir markvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar. Birkir og Gunnleifur spiluðu í fyrsta skipti landsleik saman í Hollandi árið 2008.

„Pabbi mætir á alla leiki og fylgist með öllu. Það er verst að afi dó rétt áður en þetta gerðist. Það hefði verið gaman ef hann hefði séð það líka þegar við stóðum saman í Hollandsleiknum."

„Þetta var mjög gaman og eitthvað sem maður hefði ekki trúað þegar maður var lítill, að maður myndi spila landsleik með Gulla frænda. Maður fylgdist alltaf með honum þegar maður var yngri og hann var uppáhalds frændinn, aðalspaðinn í fjölskyldunni. Það hefur verið frábært að spila nokkra landsleiki með honum."


Vill ekki sviðsljósið
Landsleikirnir hjá Birki eru núna orðnir 53 talsins en þrátt fyrir að hafa spilað sem framherji í yngri flokkunum þá hefur hann ekki ennþá náð að skora mark fyrir Íslands hönd.

„Maður er alltaf að bíða eftir markinu. Ég er samt ekkert að stressa mig á því, þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa um alla daga. Það væri samt gaman að fá mark einhverntímann,” segir Birkir og rifjar upp tvö færi sem sitja í honum.

„Á móti Danmörku fyrir nokkrum árum komst ég í þröngt færi en náði ekki að setja hann. Á móti Kýpur fékk ég líka færi og reyndi að vippa en markvörðurinn greip hann. Ef ég hefði náð honum aðeins hærra þá hefði ég skorað. Ég hefði bara átt að skjóta almennilega."

„Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það, en það er því miður ekki hægt. Mér finnst betra að vera bara út af fyrir mig.“
Birkir lætur lítið fyrir sér fara í kringum landsleiki og hann er afskaplega lítið fyrir viðtöl. Þetta viðtal er til að mynda það langlengsta sem hann hefur farið í á ferli sínum.

„Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það, en það er því miður ekki hægt. Mér finnst betra að vera bara út af fyrir mig," segir Birkir sem hafði hægt um sig í fagnaðarlátunum eftir að sæti á EM var tryggt.

„Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum."

Þegar maður ræðir við Birki skynjar maður vel að hann er mjög stoltur af sæti sínu í landsliðshópnum og að hann nýtur hverrar mínútu.

„Ég er þvílíkt stoltur að vera með í þessu og þakklátur að vera í hópnum sem fer í fyrsta skipti á lokamót. Stoltið við það að fara í landsliðstreyjuna minnkar ekkert með leikjunum, það eykst bara."

Ætlar að enda feriilinn á gervigrasinu á Hlíðarenda
Birkir hefur nánast eignað sér stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppni EM sat hann á bekknum á meðan Theodór Elmar Bjarnason spilaði.

„Maður vill auðvitað alltaf spila. Maður kemur ekki í landsliðið til að sitja á bekknum og horfa. Þjálfararnir velja liðið og maður styður þá sem eru valdir. Theódór Elmar stóð sig frábærlega og ég gat ekkert sagt. Hann var frábær í þessum leikjum sem hann spilaði og þá klappar maður fyrir honum og vonar að hann standi sig vel áfram. Það sem skiptir máli er að liðið sé að vinna leiki og síðan er maður tilbúinn ef eitthvað kemur upp á."

Birkir fagnaði 31 árs afmæli sínu í síðustu viku og árunum í atvinnumennsku erlendis fer fækkandi. Birkir spilar eflaust úti í nokkur ár í viðbót en það er engin spurning hvar hann mun spila síðustu ár ferilsins.

„Draumurinn er að enda þetta í Val og það er stefnan. Það er erfitt að sjá fyrir sér að spila á móti Val. Ef það verður enginn áhugi hjá Val þá verð ég bara að fara í 1. deildina, í BÍ/Bolungarvík eða eitthvað þannig að konan verði ánægð,” segir Birkir sem er sáttur við þá ákvörðun Valsmanna að leggja gervigras á Hlíðarenda.

„Ég er mjög ánægður með það. Ég er búinn að spila svo lengi í Skandinavíu að ég er algjörlega kominn á gervigras vagninn. Það er erfitt að halda grasinu góðu fyrir utan kannski júní og júlí."

„Það var algjör skandall þegar Valur og KR þurftu að mætast á gervigrasinu í Laugardal. Það á ekki að þurfa að fara út í svoleiðis hluti. Ef það er ekki hægt að halda grasinu góðu allt tímabilið þá á að fara út í gervigras. Gott gervigras er frábært,”
segir Birkir sem á væntanlega eftir að spila á nýja gervigrasinu á Vodafonevellinum eftir nokkur ár. Fyrst ætlar hann hins vegar á EM í Frakklandi með íslenska landsliðinu!
Athugasemdir
banner