Stjarnan
1
2
KR
Garðar Jóhannsson
'6
1-0
1-1
Gary Martin
'32
1-2
Baldur Sigurðsson
'84
18.08.2012 - 16:00
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Frábærar. Bikarúrslitaleikurinn á að fara fram í ágúst.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 5080
Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson (KR)
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Frábærar. Bikarúrslitaleikurinn á að fara fram í ágúst.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 5080
Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson (KR)
Byrjunarlið:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
('88)
8. Halldór Orri Björnsson
('90)
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson
Varamenn:
21. Snorri Páll Blöndal
Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson
Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('90)
Jóhann Laxdal ('83)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Stjarnan og KR mætast í úrslitum Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli klukkan 16:00. Hér að neðan verður bein textalýsing frá úrslitaleiknum.
KR mun reyna að verja bikarmeistaratitilinn frá því í fyrra en Stjörnumenn eru aftur á móti í fyrsta skipti í bikarúrslitum.
KR mun reyna að verja bikarmeistaratitilinn frá því í fyrra en Stjörnumenn eru aftur á móti í fyrsta skipti í bikarúrslitum.
Fyrir leik
Englendingarnir Mark Doninger og Gary Martin yfirgáfu ÍA á dögunum og gengu til liðs við Stjörnuna og KR. Þeir félagar munu mætast í úrslitaleiknum í dag.
Fyrir leik
Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjum þessara liða í Pepsi-deildinni í sumar. Leikurinn á KR-velli fór 2-2 þar sem Stjörnumenn komu til baka og jöfnuðu og í Garðabæ varð niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Guðmundur Reynir Gunnarsson varnarmaður KR skoraði sjálfsmark undir lokin.
Fyrir leik
Arnar Darri Pétursson hefur byrjað alla leiki Stjörnunnar í Borgunarbikarnum í ár og hann byrjar í dag. Ingvar Jónsson, sem var á varamannabekk Íslands gegn Færeyjum er hins vegar aftur á bekknum á Laugardalsvelli í dag.
Fyrir leik
Danski kantmaðurinn Kennie Chopart mun leika í vinstri bakverði hjá Stjörnunni þar sem Hörður Árnason verður ekki með vegna meiðsla. Chopart lék í fyrsta skipti í bakverði í 4-3 tapinu gegn Grindavík um síðustu helgi.
Fyrir leik
Hjá KR er Grétar Sigfinnur Sigurðarson klár í slaginn eftir meiðsli. Gunnar Þór Gunnarsson er frá keppni vegna meiðsla og þá er Rhys Weston ekki í hóp en hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KR.
Fyrir leik
Það er 18 stiga hiti í Laugardalnum og sól og fólk ætti að drífa sig á völlinn. Stjörnumenn eru mættir út í upphitun.
Fyrir leik
Páll Sævar Guðjónsson, KR-röddin, er vallarþulur í dag. Palli var lengi vallarþulur hjá KR en nú er hann vallarþulur hjá KSÍ.
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, meiddist á æfingu fyrir helgi en hann hitaði sérstaklega upp á undan öðrum leikmönnum áðan.
Bjarni missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar hann meiddist í upphitun gegn Þór. Hann sagðist í viðtali fyrir leikinn vera staðráðinn í að ná í gegnum upphitunina í ár.
Bjarni missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar hann meiddist í upphitun gegn Þór. Hann sagðist í viðtali fyrir leikinn vera staðráðinn í að ná í gegnum upphitunina í ár.
Fyrir leik
Hitinn er kominn upp í 19 stig í Laugardalnum, það er engin afsökun fyrir því að sitja heima. Mætið á völlinn!
Fyrir leik
Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum í Pepsi-deildinni 3-1 og 4-3. Garðar Jóhannsson sagði í viðtali fyrir leikinn að Stjarnan muni hafa betur í dag ef liðið verður ekki eins og gatasigti.
Smelltu hér til að horfa á viðtalið
Smelltu hér til að horfa á viðtalið
Fyrir leik
Bæði lið hafa nú lokið upphitun. Stjörnumenn láta vel í sér heyra í stúkunni og hylla sína leikmenn.
Fyrir leik
Við munum að sjálfsögðu birta valdar Twitter færslur hér. Endilega merkið skemmtilegar færslur #fotbolti
Daníel Rúnarsson stjörnuljósmyndari:
Mini útgáfa af miðjunni mætti, stjarnan mun Eiga stúkuna
Mini útgáfa af miðjunni mætti, stjarnan mun Eiga stúkuna
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl. Nú mun Jóhann Sigurðardóttir heiðursgestur leiksins heilsa upp á leikmenn. Jóhanna er klædd í ljósbláa kápu, sumarleg og hress.
Fyrir leik
Þjóðsöngurinn er nú leikinn. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, stendur með sínum mönnum úti á velli á meðan. Kiddi er með KR trefil og hann þekkir það vel að horfa á sína menn í bikarúrslitum en þetta er þriðja árið í röð sem KR leikur þar.
Máni Pétursson:
Jæja game on ! sama hvernig allt fer ta er tetta buid ad vera geggjad gaman. Sjaldan verid jafn stoltur ad vera 210. Vid erum best. #210
Jæja game on ! sama hvernig allt fer ta er tetta buid ad vera geggjad gaman. Sjaldan verid jafn stoltur ad vera 210. Vid erum best. #210
6. mín
Eftir smá bikarskjálfta í byrjun leit fyrsta færið dagsins ljós. Garðar Jóhannsson á fyrirgjöf á Ellert Hreinsson sem hittir ekki boltann í fínu færi áður en KR-ingar bjarga í horn.
6. mín
MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Þvílíkt mark!! Stjörnumenn komast yfir í kjölfarið á hornspyrnunni. Viktor Bjarki skallaði boltann út fyrir teiginn en Mark Doninger vippaði boltanum aftur inn í á Garðar Jóhannsson sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti upp í fjærhornið. Frábær skottækni og þvílík negla hjá Garðari! Stjörnumenn eru komnir yfir og stemningin hjá Garðbæingum er ótrúleg í stúkunni.
Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflavíkur:
Er Gassi Jóh ekkert að grínast með slúttið, þvílík negla. #næstbestileftyinn
Er Gassi Jóh ekkert að grínast með slúttið, þvílík negla. #næstbestileftyinn
12. mín
Stjörnumenn komast í skyndisókn og Ellert Hreinsson kemst einn gegn Hannesi vinstra megin í teignum. Hannes kemur hins vegar út á móti og nær að loka á Ellert og færið rennur á endanum út í sandinn.
13. mín
Garðar á skalla rétt framhjá eftir aukaspyrnu. Stjörnumenn eru mun líklegri hér í byrjun.
15. mín
Jónas Guðni Sævarsson og Atli Sigurjónsson leikmenn KR eru byrjaðir að hita upp. Bjarni Guðjóns tæpur?
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður á RÚV:
Af hverju mega menn spila bikarleiki með fleiri en einu liði á sama tímabilinu á Íslandi? Nær hvergi sem þetta má. #fotbolti #ksí
Af hverju mega menn spila bikarleiki með fleiri en einu liði á sama tímabilinu á Íslandi? Nær hvergi sem þetta má. #fotbolti #ksí
25. mín
Eftir nokkuð fjöruga byrjun hefur leikurinn aðeins dottið niður. KR-ingar eiga ennþá eftir að skapa sér almennilegt færi.
32. mín
MARK!
Gary Martin (KR)
KR-ingar jafna með sinni fyrstu marktilraun! Kennie Chopart sparkar boltanum hátt í loft upp, Arnar Darri Pétursson fer í glórulaust úthlaup og Gary Martin skallar yfir hann og í autt markið. Slæm mistök hjá Arnari Darra sem hefur varið mark Stjörnunnar í öllum leikjum í Borgunarbikarnum í ár.
Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður á Rás 2:
Bjarni að grínast! Skipta um markmann NÚNA!!!!
Bjarni að grínast! Skipta um markmann NÚNA!!!!
Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflavíkur:
Svona er það þegar þú setur aðalmarkmanninn þinn sem er btw í landsliðhópnum á bekkinn útaf einhverju samnings kjaftæði.
Svona er það þegar þú setur aðalmarkmanninn þinn sem er btw í landsliðhópnum á bekkinn útaf einhverju samnings kjaftæði.
42. mín
Stjörnumenn með hættulega sókn en Aron Bjarki Jósepsson kemst fyrir Garðar Jóhannsson í markteignum áður en KR-ingar hreinsa. Garðar er búinn að vera virkilega ógnandi í dag og KR-ingar hafa átt í basli með hann.
45. mín
Stjörnumenn fá vítaspyrnu! Guðmundur Reynir Gunnarsson rennur með boltann í teignum, Atli Jóhannsson nær honum og Guðmundur brýtur af sér. Þóroddur bendir beint á punktinn, hárrétt ákvörðun.
45. mín
Þóroddur Hjaltalín flautar til leikhlés nánast í sömu andrá og Garðar klúðrar vítaspyrnunni. Frábærum fyrri hálfleik lokið!
Garðar Jóhannsson skoraði eitt besta mark sem hefur verið skorað í bikarúrslitaleik hér á landi og misnotaði síðan vítaspyrnu á lokasekúndum hálfleiksins. KR-ingar hafa lítið ógnað marki Stjörnunnar en Gary Martin náði að skora eftir mistök hjá Arnari Darra Péturssyni.
Vonandi heldur þessi taumlausa skemmtun áfram í síðari hálfleiknum!
Garðar Jóhannsson skoraði eitt besta mark sem hefur verið skorað í bikarúrslitaleik hér á landi og misnotaði síðan vítaspyrnu á lokasekúndum hálfleiksins. KR-ingar hafa lítið ógnað marki Stjörnunnar en Gary Martin náði að skora eftir mistök hjá Arnari Darra Péturssyni.
Vonandi heldur þessi taumlausa skemmtun áfram í síðari hálfleiknum!
Hreinn Hringsson aðstoðarþjálfari Þórs:
Ótrúlegt hvað þessi slá á laugardalsvelli er hliðholl KR ár eftir ár #fotbolti
Ótrúlegt hvað þessi slá á laugardalsvelli er hliðholl KR ár eftir ár #fotbolti
48. mín
Stórhætta upp við mark KR! Mark Doninger komst framhjá Hannesi við vítateigsendann hægra megin og sendi fyrir. Boltinn rúllaði framhjá marklínunni og Ellert Hreinsson var í baráttu við KR-ing og skaut í stöng.
59. mín
Kjartan Henry skýtur í slána úr dauðafæri!! Baldur Sigurðsson á fyrirgjöf með jörðinni á Kjartan sem skýtur í slána rétt fyrir utan markteig, þvílíkt færi!
61. mín
Atli Jóhannsson var utan vallar í nokkrar mínútur vegna höfuðmeiðsla en hann er nú kominn aftur inn á í nýrri treyju sem er án númers.
73. mín
Ellert Hreinsson á skot úr vítateigsboganum sem Hannes nær ekki að halda en hann er þó fyrri til og handsamar knöttinn aftur rett á undan Mark Doninger.
77. mín
Mark Doninger kemst í dauaðfæri en Hannes ver í horn! Garðar Jóhannsson lagði boltann inn á Doninger sem komst í flott færi en Hannes sá við honum.
80. mín
Inn:Emil Atlason (KR)
Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar Örn hefur lítið sést í leiknum í dag og hann er fyrsti leikmaðurinn sem fer af velli.
Hjörvar Hafliðason sparkspekingur:
Hannes stendur sig oftast mjög vel í stórleikjum. Ef hann heldur þessu áfram verður hann kallaður Big Game Hannes.
Hannes stendur sig oftast mjög vel í stórleikjum. Ef hann heldur þessu áfram verður hann kallaður Big Game Hannes.
83. mín
Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Jóhann brýtur á Kjartani Henry á vinstri kantinum og uppsker gula spjaldið. Fjórða spjald Jóhanns í sumar sem þýðir að hann er á leið í leikbann.
84. mín
MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Baldur Sigurðsson gæti verið að tryggja KR-ingum sigurinn! Baldur er einn og óvaldaður inni á teignum þegar hann skallar aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar í fjærhornið.
84. mín
Baldur skoraði einnig annað mark KR í bikarúrslitaleiknum gegn Þór í fyrra og hann er hér að endurtaka leikinn.
86. mín
Jónas Guðni fær skotfæri um leið og hann kemur inn á en skot hans fer hátt yfir markið.
88. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Tryggvi Sveinn bætist í fremstu víglínu Stjörnumanna sem freista þess að jafna.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
('85)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
('80)
Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
('85)
11. Emil Atlason
('80)
23. Atli Sigurjónsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('90)
Viktor Bjarki Arnarsson ('71)
Baldur Sigurðsson ('49)
Rauð spjöld: