Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fös 17. ágúst 2012 08:30
Magnús Már Einarsson
Garðar Jó: Vinnum ef við verðum ekki eins og gatasigti
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Menn verða spenntir og það er mikil tilhlökkun að spila svona stórleiki," sagði Garðar Jóhannsson framherji Stjörnunnar en liðið mætir KR í úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 16:00 á morgun.

,,Við erum búnir að vera lélegir í síðustu fjórum leikjum en núna er það þessi leikur esm telur og við verðum að taka hann."

Garðar hefur fulla trú á að Stjörnumenn geti unnið núverandi Íslands og bikarmeistara KR.

,,Við þurfum að spila okkar leik. Ef við spilum okkar leik og verðum ekki eins og gatasitgti þá vinnum við þá."

Stjörnumenn hafa aðeins breytt æfingatímum sínum í þessari viku í aðdraganda leiksins.

,,Við æfðum á hádeginu í dag (í gær), við æfðum klukkan 4 í gær og 4 á morgun til að fá æfingarnar á sömu tíma og leikurinn er, til að líkaminn viti hvenær leikurinn byrjar."

Garðar vonar að Garðbæingar fjölmenni á völlinn á morgun. ,,Ég ætla rétt að vona að það verði allavega 15 þúsund manns frá okkur," sagði Garðar léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner