,,Menn verða spenntir og það er mikil tilhlökkun að spila svona stórleiki," sagði Garðar Jóhannsson framherji Stjörnunnar en liðið mætir KR í úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 16:00 á morgun.
,,Við erum búnir að vera lélegir í síðustu fjórum leikjum en núna er það þessi leikur esm telur og við verðum að taka hann."
,,Við erum búnir að vera lélegir í síðustu fjórum leikjum en núna er það þessi leikur esm telur og við verðum að taka hann."
Garðar hefur fulla trú á að Stjörnumenn geti unnið núverandi Íslands og bikarmeistara KR.
,,Við þurfum að spila okkar leik. Ef við spilum okkar leik og verðum ekki eins og gatasitgti þá vinnum við þá."
Stjörnumenn hafa aðeins breytt æfingatímum sínum í þessari viku í aðdraganda leiksins.
,,Við æfðum á hádeginu í dag (í gær), við æfðum klukkan 4 í gær og 4 á morgun til að fá æfingarnar á sömu tíma og leikurinn er, til að líkaminn viti hvenær leikurinn byrjar."
Garðar vonar að Garðbæingar fjölmenni á völlinn á morgun. ,,Ég ætla rétt að vona að það verði allavega 15 þúsund manns frá okkur," sagði Garðar léttur í bragði að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir