„Ef vel er mætt á völlinn verður þetta stærsti leikur tímabilsins," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Stjörnunni á morgun. Bjarni gat ekki tekið þátt í úrslitaleiknum í fyrra þegar KR vann Þór.
„Ég fór eiginlega út af í upphitun í fyrra. Ég er ekki að glíma við nein meiðsli núna og hlakka til að takast á við leikinn."
„Þetta er hörkuleikur. Það er gömul klysja og ný að þetta fer eftir dagsforminu. Við ætlum að vera í betra dagsformi og því tel ég líkur okkar meiri en Stjörnumanna. Við ætlum að landa titlinum aftur en til þess þurfum við að eiga hörkuleik."
„Þeir eru með óútreiknanlegt lið sem getur spilað margar gerðir af fótbolta. Við ætlum að vera vel undirbúnir."
Bjarni lofar betri frammistöðu frá KR en liðið sýndi gegn Val í síðasta deildarleik.
„Svo slæm frammistaða kemur mjög sennilega ekki aftur frá KR-liðinu. Það var afleitur dagur. Það er búið að salta þann leik."
Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir