Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fös 17. ágúst 2012 08:00
Elvar Geir Magnússon
Bjarni Guðjóns: Búið að salta síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Ef vel er mætt á völlinn verður þetta stærsti leikur tímabilsins," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Stjörnunni á morgun. Bjarni gat ekki tekið þátt í úrslitaleiknum í fyrra þegar KR vann Þór.

„Ég fór eiginlega út af í upphitun í fyrra. Ég er ekki að glíma við nein meiðsli núna og hlakka til að takast á við leikinn."

„Þetta er hörkuleikur. Það er gömul klysja og ný að þetta fer eftir dagsforminu. Við ætlum að vera í betra dagsformi og því tel ég líkur okkar meiri en Stjörnumanna. Við ætlum að landa titlinum aftur en til þess þurfum við að eiga hörkuleik."

„Þeir eru með óútreiknanlegt lið sem getur spilað margar gerðir af fótbolta. Við ætlum að vera vel undirbúnir."

Bjarni lofar betri frammistöðu frá KR en liðið sýndi gegn Val í síðasta deildarleik.

„Svo slæm frammistaða kemur mjög sennilega ekki aftur frá KR-liðinu. Það var afleitur dagur. Það er búið að salta þann leik."

Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner