City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
0
ÍBV
Björn Daníel Sverrisson '16 1-0
Kristján Gauti Emilsson '92 2-0
30.08.2012  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Smá gustur og skýjað.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1960
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson
Byrjunarlið:
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson ('73)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
13. Kristján Gauti Emilsson ('73)
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Guðmann Þórisson ('65)
45. Kristján Flóki Finnbogason

Liðsstjórn:
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Gunnleifur Gunnleifsson ('91)
Bjarki Gunnlaugsson ('30)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Framundan er stórleikur í Pepsi-deildinni, viðureign FH og ÍBV sem hefst klukkan 18.

Tryggvi Guðmundsson er í leikmannahópi ÍBV. Hann er meðal varamanna en Tryggvi hefur ekkert leikið síðan í júlí vegna agabanns sem hann fór í eftir að hann datt í það um Verslunarmannahelgina.

Athygli vekur að Guðmann Þórisson er meðal varamanna hjá FH.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ef FH vinnur í kvöld stígur liðið stórt skref í átt að titlinum en liðið nær þá sjö stiga forystu í deildinni.

ÍBV er í þriðja sæti og fer upp í 30 stig með sigri. KR er í öðru með 31 stig og FH á toppnum með 35 stig.

Eftir leikinn í kvöld hafa öll lið deildarinnar leikið 17 leiki.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Magnúsi Gylfasyni, þjálfara ÍBV, hefur ekki gengið vel gegn FH í gegnum tíðina.

Dómari í kvöld er Þorvaldur Árnason en þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson sjá um að flagga.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
,,ÍBV hefur spilað vel í sumar og náð góðu skriði með því að vinna marga leiki í röð. Eyjaliðið er heilsteyptara en oft áður á þessum árstíma. Þeir eru í góðum möguleika að nálgast okkur ef þeir vinna. Þeir eru fljótir fram á við og með góða menn í öllum stöðum. Við þurfum að hafa okkur alla við til að vinna ÍBV," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH.

Smelltu hér til að lesa viðtal við hann
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
,,Við erum í rosalegri baráttu um Evrópusæti og okkur vantar þessi þrjú stig. Ég held að allir nema FH-ingar haldi með okkur því með sigri getum við gert mótið spennandi aftur." segir Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV.

Smelltu hér til að lesa viðtal við hann
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmann Þórisson er á varamannabekk FH í kvöld. Guðmann var í leikbanni í síðasta leik og í hans stað kom Einar Karl Ingvarsson sem stóð sig prýðilega og hefur Heimir Guðjónsson ákveðið að halda vörn FH óbreyttri.
Fyrir leik
Til glöggvunar;

Árið 2010 unnu ÍBV frækinn sigur í Kaplakrika, 2-3, en markaskorarar þeirra voru þá engir aðrir en téðir Eyþór Helgi Birgisson og Tryggvi Guðmundsson.
Fyrir leik
Hér er fólk í óða önn við að koma sér fyrir í stúkunni enda ekki nema um 5 mínútur í að leikurinn hefjist.

Meðal áhorfenda í kvöld er framherji FH, Atli Viðar Björnsson, sem á við meiðsli að stríða og því ekki með.
1. mín
Leikurinn er hafinn!

Áhorfendur FH megin draga hér risastóran fána yfir mestalla stúkuna leikmönnum til mikillar gleði.
1. mín
Leikmenn FH strax líklegir. Hólmar Örn átti langa sendingu á Atla Guðnason sem kom boltanum inn í vítateig ÍBV. Abel Dhaira náði þó að verja skot Alberts Inga.

Byrjar vel.
4. mín
Leikurinn byrjar af miklum krafti og greinilegt að leikmenn beggja liða koma ákveðnir til leiks.
7. mín
Aftur flott fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni en varnarmenn ÍBV koma boltanum aftur fyrir sitt eigið mark. Úr hornspyrnunni missti Abel boltann en Tonny Mawejje náði að koma boltanum frá.
10. mín
Atli Guðnason í DAUÐAFÆRI!

Abel varði skot Atla úr miðjum markteig með góðu úthlaupi eftir frábæra skyndisókn sem endaði með sendingu Alberts Brynjars.
Magnús Haukur - @maggihodd
CL,félagsskiptaglugginn? NEI það er pepsí verður gaman að sjá FH flengja þessa pysjur #fotbolti
16. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Eftir langa sókn FH átti Guðjón Árni flotta sendingu inn í teig ÍBV þar sem Björn Daníel var mættur og setti boltann snyrtilega framhjá Abel.

Það er greinilegt að leikmenn FH ætla sér sigur hér í kvöld. Nú er að sjá hvað Magnús Gylfason á í pokahorninu.
19. mín
Víðir Þorvarðarson að gera sig líklegan.

Hann lék á Guðjón Árna og komst í fínt skotfæri en Gunnleifur varði vel í horn. Gunnleifur greip svo boltann eftir hornið.
21. mín
SÆLINÚ!!

Abel var við það að gefa FH mark. Hann átti arfaslaka sendingu úr markteignum sem minnstu munaði að Albert Brynjar kæmist inn í. Það er nóg um að vera í Kaplakrika í kvöld.
25. mín
Nú var það tæpt!

Einar Karl Ingvarsson komst aleinn á móti Abel í marki ÍBV eftir að Abel datt við það að sparka boltanum frá. Einari tókst ekki að koma boltanum framhjá Abel heldur skaut í slána.

ÍBV geta prísað sig sæla að vera bara 1-0 undir í leiknum.
28. mín
Tonny Mawejje var hér heppinn að hljóta ekki gult spjald eftir að hann kippti hressilega í Atla Guðnason sem féll við með tilþrifum.
30. mín Gult spjald: Bjarki Gunnlaugsson (FH)
Eftir tæklingu aftarlega á vellinum.
34. mín
Leikurinn hefur ögn róast síðustu mínútur en bæði lið hafa þó skapað sér hálffæri.

ÍBV hafa átt nokkur góð föst leikatriði á meðan Atli Guðnason og Albert Brynjar hafa átt góða spretti hinum megin.
36. mín
Christian Steen Olsen átti hér fremur slakt skot eftir annars flottan undirbúning. Hann stóð af sér hvern FH manninn á fætur öðrum en því miður var skotið fremur laust og framhjá.
45. mín
Þá hefur dómarinn flautað til leikhlés.

FH-ingar hafa verið sterkari það sem af er hálfleiks og skapað sér urmul færa en eingöngu nýtt eitt þeirra.

ÍBV-liðar hafa verið að reyna að spila knettinum sín á milli en ekki náð að skapa sér mörg færi. Miðjumenn þeirra hafa átt erfitt uppdráttar og verið undir mikilli pressu.
45. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Magnús Gylfason gerir strategíska breytingu á sínu liði. Á kantinn fer George Baldock en Andri kemur inn á miðjuna með Guðmundi og Tonny.

Leikurinn er hafinn að nýju.
49. mín
Liðin skiptast á að spila boltanum og sóknir beggja liða eru langar. Það hefur þó lítið markvert dregið til tíðinda það sem af er seinni hálfleik.
51. mín
Christian Olsen og Pétur Viðarsson háðu hér 40 metra spretthlaup sem Olsen vann en honum tókst þó ekki að gera sér mat úr langri sendingu.
52. mín
Atli Guðnason með skot í stöng!

Eftir flott spil á miðjum vellinum kom Björn Daníel boltanum inn fyrir á Atla sem skaut föstu skoti, lágt, en í stöngina fór boltinn. Abel stóð frosinn á línunni.
55. mín
Stórhættuleg sókn ÍBV.

Fyrst átti George Baldock góðan sprett og fyrirgjöf en Tonny Mawejje var aðeins of seinn og náði ekki til boltans en Guðmundur Þórarinsson náði góðu skoti sem fór rétt yfir markið.
56. mín
Nú hinum megin!!

Albert Brynjar gerði vel og komst einn inn fyrir vörn ÍBV en skot hans úr teignum var rétt yfir markið! Albert komst í gegn eftir fína sendingu Atla Guðnasonar og hristi af sér Rasmus Christiansen á leiðinni.
59. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Eftir tæklingu á Guðjón Árna, rétt fyrir utan vítateig ÍBV.
60. mín
Einar Karl Ingvarsson átti hér flott skot, beint úr aukaspyrnu, yfir vegginn en rétt framhjá stönginni. Abel stóð grafkyrr á línunni.
62. mín
Það var aldeilis!

ÍBV voru svo ofsalega nálægt því að skora, þrívegis! Fyrst komst George Baldock einn á móti Gunnleifi sem varði vel, þvínæst átti Christian Olsen þrususkot í ofanverða stöngina og Baldock fylgdi því loks eftir en Gunnleifur var fljótur upp og náði að blaka boltanum yfir markið!
64. mín
Veislan heldur áfram.

Í þetta sinn átti Abel Dhaira gott úthlaup úr marki ÍBV og varði boltann en hann síðan hljóp á eftir boltanum langt upp með vellinum og kom honum útaf í innkast, allan tímann með Guðjón Árna fast á hæla sér.
65. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Einar Karl Ingvarsson (FH)
70. mín
Leikurinn heldur áfram að vera hraður og mikið um baráttu.
70. mín
Nokkrum sinnum í seinni hálfleik hefur varnarleikur FH ekki verið upp á marga fiska. ÍBV hefur tekist að sundurspila varnarlínu FH en mistekist að reka lokahnykkinn á sóknir sínar.
73. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
76. mín
Guðmann Þórisson er kominn í hjarta varnarinnar hjá FH en hann hefur ekki náð að heilla fréttamenn hér í Kaplakrika og tvisvar sinnum boðið upp á stórhættuleg kix og skalla.
80. mín
Kristján Gauti var kominn einn á móti Abel en í þetta sinn varði Abel boltann í stöngina og aftur fyrir endamörk.

Úr horninu var Freyr Bjarnason nálægt því að skora en skot hans úr teignum var rétt yfir.
85. mín
Inn:Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
87. mín
Albert Brynjar nálægt því enn eina ferðina að auka forskot FH en Abel varði, enn og aftur!
91. mín Gult spjald: Gunnleifur Gunnleifsson (FH)
Fyrir að tefja
92. mín MARK!
Kristján Gauti Emilsson (FH)
Komst einn í gegn eftir sendingu Alberts Brynjars og komst loks framhjá Abel, féll við en náði að standa upp og koma boltanum yfir marklínuna.

Þarna tryggði hann FH sigur!
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri FH. Þeir trjóna á toppi Pepsi-deildar karla með 7 stiga forskot á KR.

ÍBV mistókst í kvöld að minnka forskot KR í 2. sæti Pepsi-deildarinnar og eru því 4 stigum á eftir KR, í 3. sæti deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('45)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('59)

Rauð spjöld: