Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fim 30. ágúst 2012 12:10
Elvar Geir Magnússon
Gunnleifur: Myndi ekki bregða að sjá Tryggva á vellinum
„Við vitum að það er ýmis sálfræði í gangi utan félagsins.
„Við vitum að það er ýmis sálfræði í gangi utan félagsins."
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Eiður Smári hefur verið að æfa með FH.
Eiður Smári hefur verið að æfa með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verkefni leggst vel í okkur. Við erum efstir og ætlum að styrkja okkar stöðu," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði FH, en liðið á mikilvægan leik gegn ÍBV í kvöld klukkan 18.

FH getur náð sjö stiga forystu með sigri og hefur verið talað um að liðið nánast tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn vinni það í kvöld.

„Við vitum að það er ýmis sálfræði í gangi utan félagsins. En við gerum bara eins og við höfum gert í allt sumar og stefnum á að vinna næsta fótboltaleik. Mótið er gert upp 30. september og við vitum að það eru mörg stig eftir í pottinum. Við þurfum að standa okkar vakt."

„Ef við vinnum leikinn í kvöld þá erum við vissulega í betri stöðu en við vorum fyrir leikinn og komumst nær okkar markmiðum. Númer eitt, tvö og þrjú er að stefna á að vinna leikinn."

Hugsum fyrst og fremst um okkur
„ÍBV hefur spilað vel í sumar og náð góðu skriði með því að vinna marga leiki í röð. Eyjaliðið er heilsteyptara en oft áður á þessum árstíma. Þeir eru í góðum möguleika að nálgast okkur ef þeir vinna. Þeir eru fljótir fram á við og með góða menn í öllum stöðum. Við þurfum að hafa okkur alla við til að vinna ÍBV," segir Gunnleifur.

Orðrómur hefur verið í gangi um að Tryggvi Guðmundsson verði í hópnum í kvöld. Gunnleifur segir að sér myndi ekki bregða að sjá Tryggva í ÍBV-treyjunni í kvöld.

„Mér myndi ekki bregða. Hann er leikmaður ÍBV og ef þeir vilja kalla hann inn þá gera þeir það bara. Við hugsum fyrst og fremst um okkur bara, sama hvort Tryggvi verði með eða ekki."

Væri til í að hafa Eið Smára í kvöld
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið að æfa með FH en hann er í leit að nýju félagsliði eftir að hafa fengið sig lausan frá AEK Aþenu.

„Eiður hefur verið að mæta aðeins í sumar og halda sér í formi. Hann er náttúrulega velkominn enda frábær leikmaður og hækkar gæðin á æfingunni. Ég efast nú samt um að hann sé að koma í FH," segir Gunnleifur.

Hann viðurkennir að hann væri alveg til í að hafa Eið í leikmannahópi FH í kvöld.

„Enda er hann besti leikmaður Íslands fyrr og síðar. Ekkert lið á Íslandi myndi henda honum frá sér."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner