Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Belgía
3
1
Ísland
Nicolas Lombaerts '11 1-0
1-1 Alfreð Finnbogason '13
Divock Origi '62 2-1
Romelu Lukaku (f) '74 3-1
12.11.2014  -  19:45
King Badouin
Vináttuleikur
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Antony Gautier
Maður leiksins: Thibaut Courtois
Byrjunarlið:
1. Thibaut Courtois (m)
2. Toby Alderweireld
3. Nicolas Lombaerts
4. Anthony Vanden Borre ('65)
5. Jan Vertonghen
6. Axel Witsel
8. Marouane Fellaini
10. Eden Hazard ('46)
18. Adnan Januzaj ('63)
19. Moussa Dembele ('46)
20. Christian Benteke ('76)

Varamenn:
12. Simon Mignolet (m)
7. Kevin de Bruyne
10. Romelu Lukaku (f) ('46)
13. Jean-Francois Gillet
14. Dries Mertens ('63)
15. Thomas Meunier ('65)
16. Radja Nainggolan
17. Divock Origi ('46)
19. Dennis Praet ('76)
21. Laurens De Bock
22. Nacer Chadli
23. Jason Denayer

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Brussel!

Hér verður bein textalýsing frá vináttuleik Íslands og Belgíu.

Ísland er að undirbúa sig fyrir leik gegn Tékkum í undankeppni EM á sunnudag en sama dag mæta Belgar liði Wales í undankeppninni.

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback hafa gefið út að nokkrir leikmenn sem hafa lítið spilað með landsliðinu fái að spreyta sig í dag.

Fyrir leik
Marc Wilmots, þjálfari Belga, tilkynnti byrjunarliðið á Twiter í gær eins og sjá má á færslunni hér fyrir neðan. Áhugaverð aðferð! Átta leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í byrjunarliðinu hjá Belgum.
Fyrir leik
Ólafur Ingi Skúlason var með flensu í gær en ætti að vera leikfær. Kári Árnason verður hins vegar ekki með vegna meiðsla á tá og þá er óvíst með Sölva Geir Ottesen sem hefur verið að glíma við bakmeiðsli.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er klárt.

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback landsliðsþjálfarar gefa mörgum tækifærið í leiknum en liðið hefur verið það sama í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM.

Úr því byrjunarliði eru það bara Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sem byrja leikinn í kvöld.

Ísland mun nota allar skiptingar sínar í leiknum gegn öflugu liði Belga en Ingvar Jónsson mun leika í markinu í seinni hálfleik samkvæmt heimildum okkar.

Hörður Björgvin Magnússon er eini í byrjunarliðinu sem á ekki A-landsleik að baki. Ögmundur á reyndar aðeins einn og Viðar Örn Kjartansson tvo.
Verið með okkur á Twitter yfir leiknum með kassamerkinu #fotboltinet
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fylgist líka með bakvið tjöldin á Snapchat. Addið okkur! Fotboltinet



Fyrir leik
Antony Gautier frá Frakklandi flautar leikinn í kvöld. Hann dæmdi leik Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014.
Fyrir leik
Christian Benteke framherji Aston Villa spilar sinn fyrsta landsleik síðan hann sleit hásin í apríl. Hann er peppaður fyrir leik.

,,Það er ekki til neitt sem heitir vináttuleikur. Við viljum vinna alla leiki, svo við munum taka þessa viðureign gegn Íslandi mjög alvarlega."
Fyrir leik
Viðar Örn Kjartansson skoraði 25 mörk í norsku úrvalsdeildinni sem kláraðist um síðustu helgi.

Hann mætir nýklipptur til leiks í dag en faðir hans Kjartan Björnsson er aðalrakarinn á Suðurlandi. Kjartan var í Noregi um helgina þar sem hann klippti Viðar.
Fyrir leik
Ragnar Sigurðsson er lítið að velta nöfnunum í belgíska liðinu fyrir sér.

,,Hazard, er hann ekki þarna?" sagði Raggi meðal annars í viðtali í gær

Fyrir leik
Áhorfendur farnir að týnast á völlinn. Hálftími í leik!
Fyrir leik
Gary Cotterill sjónvarpsmaður á Sky er mættur á svæðið. Ætlar að taka Alfreð Finnbogason í viðtal eftir leik og spyrja hann út í David Moyes nýráðinn þjálfara Real Sociedad.

Fyrir leik

Fyrir leik
Liðin búin í upphitun og verið að vöka völlinn áður en fjörið hefst.

Aðstæður hreint út sagt frábærar.
Fyrir leik
Belgar eru með sama vandamál og Ísland. Hlaupabraut á þjóðarleikvanginum. Mjög þreytt!

Fyrir leik
Fyrir leik eru fyndnir kallar á stultum að leika listir sínar. Vallarþulurinn er mjög hress, fær alveg 8,5 í einkunn fyrir hressleika.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir búnir. Þá bara byrjum við ballið.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Íslenska liðið byrjar aftarlega og fremstu menn verjast á miðlínu.
3. mín
Viðar Örn Kjartansson í fínu færi! Alfreð Finnbogason sendir boltann laglega inn fyrir á Viðar sem er gífurlega sterkur í baráttu við varnarmann. Viðar nær skoti sem Courtois ver og Courtois ver aftur úr frákastinu.
8. mín
Magnað spil hjá Belgum sem endar á því að Axel Witsel kemst í ágætis færi. Skotið fer aftur á móti framhjá.
10. mín
Belgar sækja stíft þessar mínúturnar. Adnan Januzaj með lagleg tilþrif í vítateigsboganum og skot sem Ögmundur ver í horn.
11. mín MARK!
Nicolas Lombaerts (Belgía)
Stoðsending: Adnan Januzaj
Lombaerts skorar með skalla eftir aukaspyrnu Adnan Januzaj af hægri kantinum.
13. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Ekki lengi að svara! Alfreð skorar eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg. Boltanum er komið áfram á fjærstöngina þar sem Alfreð er einn og óvaldaður og skorar af öryggi.

150 stuðningsmenn Íslands fagna vel og innilega.

15. mín
Aron Einar Gunnarsson að glíma við einhver meiðsli. Birkir Bjarnason er byrjaður að hita upp. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt hjá fyrirliðanum.
17. mín
Axel Witsel í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá vinstri en Ögmundur ver glæsilega!

19. mín
Aron virðist vera í lagi. Birkir hættur að hita upp. Gott mál!
21. mín
Jóhann Berg vinnur boltann laglega á vinstri kantinum og skiptir yfir á Aron Einar. Hann fer framhjá Lombaerts og á hörkuskot sem Courtis ver vel.

23. mín
Fín frammistaða hjá íslenska liðinu hingað til. Belgar í basli varnarlega. Eitthvað sem er hægt að nýta sér ennþá frekar.
24. mín
Januzaj hleður í skot af 25 metrunum en boltinn fer hátt yfir.
26. mín
Belgar halda boltanum á meðan áhorfendur bjóða upp á bylgju.
28. mín
Vertonghen með þrumuskot sem Ögmundur ver vel í horn. Gautier dómari hefði fengið stoðsendinguna þarna því að hann truflaði spil Ísland og boltinn fór af honum á Vertonghen.
31. mín
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, er að hefja upphitun. Kemur inn á í hálfleik.

34. mín
Christian Benteke í fínu skallafæri eftir sendingu frá vinstri en Ögmundur ver enn og aftur vel.

40. mín
Birkir Bjarnason líka farinn að hita upp. Kemur væntanlega inn á í hálfleik líkt og Ingvar.

45. mín
Hálfleikur
Staðan 1-1 og fín fyrri hálfleikur að baki. Allt í járnum.
46. mín
Inn:Ingvar Jónsson (Ísland) Út:Ögmundur Kristinsson (Ísland)
Ögmundur átti flottan leik. Ingvar fær seinni hálfleikinn.
46. mín
Inn:Birkir Bjarnason (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Fyrirliðinn fær hvíld í seinni hálfleik. Birkir kemur inn á og tekur við fyrirliða bandinu.
46. mín
Inn:Romelu Lukaku (f) (Belgía) Út:Eden Hazard (Belgía)
46. mín
Inn:Divock Origi (Belgía) Út:Moussa Dembele (Belgía)
48. mín
Ágætis skyndisókn hjá Íslandi Birkir Bjarna er of lengi að athafna sig og skot hans langt framhjá.
48. mín
Belgar eru nánast að spila 4-2-4 núna. Januzaj, Benteke, Lukaku og Origi fremstir.
52. mín
Belgar eru með sókndjarft lið inn á og það er vel mögulegt að refsa þeim í skyndisóknum.
53. mín
Stutt horn endar á því að Rúrik Gíslason á skot í hliðarnetið.

60. mín
Róleg byrjun á síðari hálfleik. Algjört jafnræði.
61. mín
Origi með þrumuskot sem Ingvar ver út í teiginn. Boltanum síðan komið í burtu. Lukaku spreytir sig skömmu síðar en Ingvar ver aftur vel.
62. mín MARK!
Divock Origi (Belgía)
Ingvar sigraður. Hefði mögulega getað gert betur. Origi skorar með vinstri fyrir utan teig. Fellaini virtist brjóta á Rúrik í aðragandanum. Súrt.
63. mín
Inn:Dries Mertens (Belgía) Út:Adnan Januzaj (Belgía)
65. mín
Inn:Thomas Meunier (Belgía) Út:Anthony Vanden Borre (Belgía)
67. mín
Ólafur Ingi Skúlason að koma inn á.
68. mín
Hólmar Örn, Theodór Elmar og Jón Daði eru að hita. Aðrir fá líklega hvíld í dag.
72. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland) Út:Helgi Valur Daníelsson (Ísland)
73. mín
Jón Daði næstur inn á.
74. mín MARK!
Romelu Lukaku (f) (Belgía)
Íslenska vörnin opnast vinstra megin og Dries Mertens rennir boltanum á Lukaku sem skorar auðveldlega í autt markið.
75. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Selfoss er!
76. mín

76. mín
Inn:Dennis Praet (Belgía) Út:Christian Benteke (Belgía)
80. mín
Birkir Már kemst í fínt færi en Courtois ver.
83. mín
Vá! Jón Daði í dauðafæri eftir hornspyrnu en hann nær ekki almennilegu skoti. Boltinn berst út á Birki Bjarnason sem á þrumuskot en Courtois ver.
84. mín
Inn:Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Raggi fær smá hvíld fyrir sunnudaginn.
86. mín
Alfreð með skot úr aukaspyrnu en boltinn fer í utanverða stöngina.
Leik lokið!
Leik lokið með 3-1 sigri Belga. Viðtöl á Fótbolta.net síðar í kvöld. Fylgist líka með á Snapchat - Fotboltinet
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson ('84)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
11. Alfreð Finnbogason
17. Aron Einar Gunnarsson ('46)
21. Viðar Örn Kjartansson ('75)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
8. Birkir Bjarnason ('46)
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
23. Ari Freyr Skúlason
25. Theodór Elmar Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: