Ragnar og Aron Einar úr hefðbundnu byrjunarliði
Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands sem mætir Belgíu í vináttulandsleik ytra. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á SkjáSporti.
Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback landsliðsþjálfarar gefa mörgum tækifærið í leiknum en liðið hefur verið það sama í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM.
Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback landsliðsþjálfarar gefa mörgum tækifærið í leiknum en liðið hefur verið það sama í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM.
Úr því byrjunarliði eru það bara Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sem byrja leikinn í kvöld.
Ísland mun nota allar skiptingar sínar í leiknum gegn öflugu liði Belga en Ingvar Jónsson mun leika í markinu í seinni hálfleik samkvæmt heimildum okkar.
Hörður Björgvin Magnússon er eini í byrjunarliðinu sem á ekki A-landsleik að baki. Ögmundur á reyndar aðeins einn og Viðar Örn Kjartansson tvo. Viðar er í sókninni með Alfreð Finnbogasyni.
Byrjunarlið Íslands:
Ögmundur Kristinsson
Birkir Már Sævarsson
Hallgrímur Jónasson
Ragnar Sigurðsson
Hörður Björgvin Magnússon
Rúrik Gíslason
Helgi Valur Daníelsson
Aron Einar Gunnarsson (f)
Jóhann Berg Guðmundsson
Alfreð Finnbogason
Viðar Örn Kjartansson
Athugasemdir