Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir mikla tilhlökkun fyrir leiki Íslands gegn Belgíu og Tékklandi.
„Belgía er með mjög sterkt lið og ég hef aldrei spilað á móti Belgum áður svo þetta verður bara gaman. Þjálfararnir voru að tala um að Belgar spili svipað og Tékkarnir svo þetta verður góð reynsla fyrir þann leik," sagði Ragnar við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Belgíu.
Það hefur gengið upp og ofan hjá Krasnodar, liði Ragnars, í rússnesku deildinni að undanförnu.
„Við höfum spilað mjög marga leiki og menn eru þreyttir. Svo höfum við verið að mæta mjög sterkum liðum í Evrópudeildinni. Það er gaman að taka þátt í Evrópukeppninni," segir Ragnar sem var ekki í liðinu í síðasta leik.
„Ég á eftir að sjá hver mín staða er í liðinu þegar ég kem til baka. Ég var tekinn úr liðinu í síðasta leik en ég vona að þetta vari ekki lengi. Ég held að þjálfarinn hafi ennþá trú á mér."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir