Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Breiðablik
2
0
Fylkir
Andri Rafn Yeoman '65 1-0
Willum Þór Willumsson '81 2-0
13.06.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1436
Maður leiksins: Willum Þór Willumsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('63)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('87)
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
14. Andri Fannar Baldursson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('75)
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('63)
36. Aron Kári Aðalsteinsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('87)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Ragnarsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+ 4

Leiknum er lokið með sigri Blika. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
+ 3
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna og það er 4 mínútum bætt við í það minnsta.
87. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Sveinn Aron af velli og inn á kemur Brynjólfur Darri Willumsson í sínum fyrsta leik í Pepsí.
84. mín
Held að það sé næsta víst að Blikar séu búnir að gera út um þennan leik. Eftir að þeir komust yfir að þá var eins og Fylkismenn koðnuðu aðeins niður og Blikar gengu á lagið.
81. mín MARK!
Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Stoðsending: Sveinn Aron Guðjohnsen
MAAAARRRRKKKKK!!!!

Geggjað mark og geggjuð móttaka. Sveinn Aron skallar boltann á Willum eftir aukaspyrnu, Willum tekur boltann niður og neglir honum örugglega í netið. Virkilega vel gert.
77. mín
Ég skil ekki alveg hvernig Arnór Gauti fór að þessu. Það kom geggjuð fyrirgjöf inn í teig Fylkismann, Arnór kemur á ferðinni og hefði getað smellhitt boltann í markið með höfðinu en skallaði boltann frekar inn í miðjan teiginn og þar var enginn til að taka við honum.


75. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Breiðablik) Út:Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
74. mín
Glenn kemur hér inn á gegn sínum gömlu félögum.
74. mín
Inn:Jonathan Glenn (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
72. mín
Willum Þór með neglu rétt framhjá marki Fylkis.
70. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
67. mín
Það verður samt að viðurkennast að þetta er nú aðeins gegn gangi leiksins en það er ekki spurt að því. Fylkismenn eru búnir að vera betri en hafa ekki náð að nýta sér það og Blikar refsa grimmilega.
65. mín MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Stoðsending: Willum Þór Willumsson
MAAAAARRRKKKKK!!!!

Andri þaut upp kantinn, sendir á Willum sem er við vítateigslínuna, sem sendir aftur á Andra sem með miklu harðfylgni nær skoti að marki og í netið.
63. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
61. mín
Inn:Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
55. mín
Hvernig var þetta hægt!!!

Daði Ólafs með dúndur fyrirgjöf eftir jörðinni inn í teig Blika og Ásgeir Örn kom einn á ferðinni og smellhitti boltann......en skotið fór yfir markið.
52. mín
Það kom mark eftir þessa hornspyrnu!


En það var bara dæmt af vegna þess að það var brotið á Gulla....
52. mín
Fylkismenn að fá sína 13 hornspyrnu. Ná þeir 20 stk fyrir leikslok?
46. mín
Stórhætta upp við mark Fylkis, boltinn sigldi í gegnum teiginn eftir sókn upp kantinn en enginn leikmaður Blika var til að koma boltanum í netið.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Nú kalla ég eftir mörkum, fer ekki fram á mikið sko.
45. mín
+ 2

Fylkismenn eru að fá sína 11 hornspyrnu í leiknum. Þið lásuð rétt 11!

En það kom ekkert úr henni og Einar Ingi blæs í flautuna og það er kominn hálfleikur. Ég ætla að fá mér kaffi, kruðerí og jafnvel kópavogsdjús. Sjáumst eftir 15 min.
45. mín
Það er tveimur mínútum bætt við.
44. mín
Leikurinn hefur róast töluvert ef miðað er við fyrsta hálftímann en það er eitthvað sem segir mér að eftir smá næringu og orkudrykk í klefanum í hálfleik verði boðið upp á enn meira fjör í seinni hálfleik.


37. mín
Gísli hlýtur að skora í þessum leik. Í það minnsta langar honum mikið til þess. Reynir skot aftur og það fór framhjá.
34. mín
Aftur er Gísli nálægt því að koma Blikum yfir. Andri Rafn geysist upp völlinn, tekur skot sem hrekkur af varnarmanni og Gísli nær til boltans og tekur fast skot rétt framhjá markinu.
25. mín
VÁÁÁ! GÍSLI EYJÓLFSSON!

Drengurinn með neglu af 25 metrum í slánna. Þarna munaði afskaplega litlu.
20. mín
Fylkismenn eru miklu betri þessar fyrstu 20 mínútur leiksins. Pressa og djöflast í Blikum sem gengur erfiðlega að spila boltanum.
16. mín
Vááá þarna Damir var heppinn! Fylkismenn halda pressunni áfram og Hákon geystist upp kantinn, komst inn í teig, Gulli kom á móti, Hákon reyndi að senda boltann inn á Albert Brynjar en Damir þrumaði boltanum yfir markið. Hann hitti hann vel því ef það hefði ekki gerst hefði boltinn sungið í marknetinu.
12. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
11. mín
Hér áðan að þá urðu Sveinn Aron og Davíð Þór fyrir samstuði sem varð til þess að Davíð lagðist niður og var hjálpað af velli og hann er ekki að koma aftur inn á. Viðrist hafa meiðst á ökkla.
10. mín
Aron Bjarnason með skot innan úr teig Fylkismanna en skotið rétt yfir.
6. mín
Þarna skall hurð nærri hælum. Það kom hrikalega góð fyrirgjöf frá Hákoni inn í teig og þar mátti litlu muna að Valdimar myndi skora en varnarmaður Blika renndi sér fyrir boltann. Fylkismenn eru að pressa stíft og mikið í byrjun.
5. mín
Flott sókn hjá Fylkismönnum sem endaði með góðri fyrirgjöf sem Gulli stökk upp í og greip. Þegar hann ætlaði svo að kasta boltanum hratt út að þá nuddaði Valdimar Þór sér upp við hann þannig að Gulli datt. Blikar voru ekki sáttir við að Valdimar fengi ekki spjald fyrir þetta.
1. mín
Davíð Kristján með slaka sendingu sem Hákon Ingi komst inn í. Hákon reyndi skot af löngu færi en skotið var lélegt og boltinn fór langt yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Let´s go!
Fyrir leik
Ég var á leik á sunnudaginn í Garðabæ sem varð að algjörri sturlun í seinni hálfleik þegar Stjarnan skoraði 5 mörk á fimmtán mínútum. Væri alveg til í annan slíkan leik en bara með mörkum í báðum hálfleikjum.
Þeir sem eru virkir á Twitter eru hvattir til að nota myllumerkið #fotboltinet í umræðum um leikinn. Fyrir ykkur hin sem eruð ekki virk á Twitter, skottist þangað inn og tjáið ykkur :D
Fyrir leik
Það eru tæpar 8 mínútur í að Einar Ingi Jóhannsson flauti leikinn á. Honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson.
Fyrir leik
Fylkismenn eru í 6.sæti deildarinnar með 11. stig en þeir unnu Keflvíkinga í síðustu umferð 2 - 0. Með sigri í kvöld gætu Fylkismenn jafnvel komist í það minnsta tímabundið í 3. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Skoðum aðeins stöðuna í deildinni. Heimamenn í Blikum eru í 2. sæti deildarinnar með 14 stig. En þeir unnu einmitt í síðustu umferð leik á móti Grindavík 0 - 2. En þá höfðu Blikar ekki unnið leik síðan í 3. umferð. En með sigri í kvöld og ef Valsmenn tapa stigi eða stigum í Eyjum að þá eru Blikar komnir í toppsætið.
Fyrir leik
Eins og sjá má að þá eru byrjunarlið liðanna komin hér inn til hliðanna.

Hjá Blikum dettur Arnþór Ari Atlason út vegna leikbanns og Elfar Freyr Helgason vegna meiðsla. Jonathan Hendrickx kemur inn í liðið ásamt Andra Rafn Yeoman. Hendrickx er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik frá því hann hneig niður í leik gegn KR í Mjólkurbikarnum fyrir um tveimur vikum síðan.

Hjá Fylki koma Albert Brynjar Ingason og Valdimar Þór Ingimundarson inn í liðið fyrir Ragnar Braga Sveinsson og Jonathan Glenn. Sá síðarnefndi er á bekknum en Ragnar Bragi er ekki í hóp, líklegast þá vegna meiðsla.




Fyrir leik
HBG spáir jafntefli í Kópavoginum:
Hinn fagri bolti á móti stálinu úr Árbænum. Fegurðin og harkan jafna sig út og þetta fer líka jafntefli.

Hinn knái fréttamaður, Rússlandsfari og unnandi sixpensara, Henry Birgir Gunnarsson er spámaður 9.umferðar hér á Fótbolta.net og spáir hann því að niðurstaðan verði 1 - 1 jafntefli. Verð að viðurkenna að ég væri til í fleiri mörk en það.
Fyrir leik
Danskur sóknarmaður á leið til Blika?

Það kom fram í fréttum í gær að Blikar hafi gefið Hrvoje Tokic leyfi til þess að ræða við önnur lið og að þeir væru jafnframt í viðræðum við danskan sóknarmann um að spila með þeim í sumar.
Fyrir leik
Siðustu leikir liðanna í deild fóru fram árið 2016. Þar varð niðurstaðan 1 - 2 í leik í Lautinni og 1 - 1 á Kópavogsvelli. Hvað verður niðurstaðan í kvöld?
Fyrir leik
Breiðablik og Fylkir hafa leikið 44 leiki á vegum KSÍ samkvæmt tölfræði á heimasíðu sambandsins. Þar af hefur Breiðablik sigrað í 45% tilvika. Fylkir í 30% tilvika og hafa liðin gert jafntefli í 25% tilvika.
Fyrir leik
Eins og Jón Ársæll segir, komiði sæl og blessuð! Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fylkis í 9. umferð Pepsí deildar karla í knattspyrnu sem fram fer á Kópavogsvelli kl. 19:15
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('74)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('61)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('12)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson ('12)
4. Andri Þór Jónsson
11. Arnar Már Björgvinsson
18. Jonathan Glenn ('74)
28. Helgi Valur Daníelsson ('61)
72. Orri Hrafn Kjartansson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Kristján Hauksson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('90)

Rauð spjöld: