Breiðablik hefur tekið ákvörðun um að leyfa sóknarmanninum Hrvoje Tokic að ræða við önnur lið. Þetta segir í frétt á Blikar.is
Tokic, sem er 27 ára að aldri, kom til Breiðabliks frá Víkingi Ólafsvík 2017 eftir að hafa slegið í gegn með Ólsurum í Pepsi-deildinni. Dagar hans hjá Breiðablik eru ekki búnir að vera eins góðir og hefur félagið því ákveðið að leyfa honum að söðla um.
Tokic, sem er 27 ára að aldri, kom til Breiðabliks frá Víkingi Ólafsvík 2017 eftir að hafa slegið í gegn með Ólsurum í Pepsi-deildinni. Dagar hans hjá Breiðablik eru ekki búnir að vera eins góðir og hefur félagið því ákveðið að leyfa honum að söðla um.
Hann hefur leikið á Íslandi síðan 2015 og á að baki 29 leiki í deild og bikar með Ólsurum þar sem hann skoraði 21 mark. Tokic er búinn að leika 33 mótsleiki með Breiðabliki og skorað 11 mörk.
Umræðan í fótboltasamfélaginu hefur verið sú að Blikum vanti sóknarmann, "níu", og svo virðist sem félagið ætli að leysa það félagaskiptaglugginn opnar um miðjan júlí.
Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Fótbolta.net í dag að viðræður væru í gangi við danskan sóknarmann. Sóknarmaðurinn hefur ekki spilað á Íslandi áður.
Blikar.is greina einnig frá þessu og segir þar að það komi í ljós á næstu dögum hvort hann verði leikmaður Breiðabliks.
Athugasemdir