Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 12. júní 2018 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tokic á förum - Danskur sóknarmaður í viðræðum við Blika
Hrvoje Tokic er á förum frá Breiðabliki.
Hrvoje Tokic er á förum frá Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur tekið ákvörðun um að leyfa sóknarmanninum Hrvoje Tokic að ræða við önnur lið. Þetta segir í frétt á Blikar.is

Tokic, sem er 27 ára að aldri, kom til Breiðabliks frá Víkingi Ólafsvík 2017 eftir að hafa slegið í gegn með Ólsurum í Pepsi-deildinni. Dagar hans hjá Breiðablik eru ekki búnir að vera eins góðir og hefur félagið því ákveðið að leyfa honum að söðla um.

Hann hefur leikið á Íslandi síðan 2015 og á að baki 29 leiki í deild og bikar með Ólsurum þar sem hann skoraði 21 mark. Tokic er búinn að leika 33 mótsleiki með Breiðabliki og skorað 11 mörk.

Umræðan í fótboltasamfélaginu hefur verið sú að Blikum vanti sóknarmann, "níu", og svo virðist sem félagið ætli að leysa það félagaskiptaglugginn opnar um miðjan júlí.

Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Fótbolta.net í dag að viðræður væru í gangi við danskan sóknarmann. Sóknarmaðurinn hefur ekki spilað á Íslandi áður.

Blikar.is greina einnig frá þessu og segir þar að það komi í ljós á næstu dögum hvort hann verði leikmaður Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner