Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 13. júní 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Henry Birgir spáir í leiki 9. umferðar í Pepsi-deildinni
Henry tekur Alfreð Finnbogason í viðtal.
Henry tekur Alfreð Finnbogason í viðtal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vinnur Keflavík samkvæmt spáni hjá Henry.
KR vinnur Keflavík samkvæmt spáni hjá Henry.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk fjóra rétta þegar hún spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu umferð.

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Sýn, spáir í leikina að þessu sinni.



ÍBV 1 - 1 Valur (18:00 í kvöld)
Eyjamenn eru gríðarlega erfiðir heim að sækja og Valsmenn eru ekki alltof sterkir andlega.

Breiðablik 1 - 1 Fylkir (19:15 í kvöld)
Hinn fagri bolti á móti stálinu úr Árbænum. Fegurðin og harkan jafna sig út og þetta fer líka jafntefli.

KA 2 - 1 Stjarnan (18:00 á morgun)
Völsungur/KA á móti Stjörnunnni. KA-menn virðast ekki hafa andlegan styrk til að lifa undir þeim væntingum sem eru til þeirra gerðar. Þeir þurfa hugsanlega að bæta við sig Húsvíkingum til að finna þennan styrk en þeir vinna þennan leik.

Fjölnir 0 - 3 Grindavík (19:15 á morgun)
Fjölnismenn eru illa særðir eftir skituna í síðasta leik. Grindvíkingar eru aðeins að gefa eftir og það fer í taugarnar á þeim að allir eru að bíða eftir því að einhver blaðra springi. Grindvíkingar svara fyrir sig og særðir Fjölnismenn fá aftur á baukinn.

FH 2 - 0 Víkingur R. (19:15 á morgun)
Fimleikafélagið er ekki að spla þennan free flowing football sem doktor football er að predíka. Þeir eru að gera í grunninn það sem þarf til að vinna leikinn og munu bara styrkjast.

Keflavík 1 - 2 KR (19:15 á morgun)
KR lendir alltaf í basli í Keflavík en klórar sig út úr því á elleftu stundu líkt og áður, samanber skallamark Húsvíkingsins Arons Bjarka. Þess má geta að pabbi hans Jósi er frábær hljómborðsleikari.

Fyrri spámenn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner