Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 04. maí 2015 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 6. sæti
Þórsurum er spáð 6. sætinu.
Þórsurum er spáð 6. sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann skorar alltaf mörk segir í laginu.
Jóhann skorar alltaf mörk segir í laginu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jónas Björgvin Sigurbergsson spilar á miðjunni.
Jónas Björgvin Sigurbergsson spilar á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Þór 151 stig
7. Fram 138 stig
8. Selfoss 106 stig
9. Haukar 82 stig
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig

6. Þór
Lokastaða í fyrra: 12. sæti í Pepsi-deild

Þórsarar eru komnir aftur í 1. deildina eftir tveggja ára dvöl á meðal þeirra bestu. Þórsarar féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en þeir enduðu í langneðsta sæti og vilja líklega gleyma árinu 2014 sem fyrst.

Þjálfarinn: Páll Viðar Gíslason hætti sem þjálfari Þórs síðastliðið haust eftir fimm ára starf. Halldór Jón Sigurðsson, Donni, tók við af bakpokanum af Páli. Donni náði aðdáunarverðum árangri með Tindastól frá 2011 til 2013 en í fyrra var hann aðstoðarþjálfari hjá Val.

Styrkleikar: Þrátt fyrir að liðið sé ekki gamalt að árum eru flestir leikmenn orðnir töluvert reyndir og eiga til að mynda töluvert af leikjum í efstu deild. Þá hefur liðið haldið sama kjarna af leikmönnum í 3-4 ár og menn þekkjast vel innan hópsins. Heimavöllurinn er alltaf sterkur og ef vel gengur myndast ávallt góð stemmning í þorpinu bæði innan vallar sem og utan hjá Mjölnismönnum.

Veikleikar: Breidd liðsins er ekki mikil og á undirbúningstímabilinu hafa lykilmenn á borð við Svein Elías Jónsson og Orra Sigurjónsson glímt við meiðsli. Markaskorun gæti orðið vandamál ef Jóhann Helgi Hannesson heldur ekki áfram að skora en hann sá nánast einn um markaskorun í fyrra. Leikmenn liðsins láta margir hverjir mótlæti fara í taugarnar á sér og mikið dómaratuð einkenndi Þórsliðið síðasta sumar.

Lykilmenn: Jóhann Helgi Hannesson, Sandor Matus, Sveinn Elías Jónsson.

Gaman að fylgjast með: Orri Sigurjónsson, yngri bróðir Atla Sigurjónssonar sem nú spilar með KR er afar spennandi leikmaður sem kemur til með að stjórna spilinu á miðju Þórsliðsins. Gæða leikmaður sem á framtíðina fyrir sér ef hann helst heill, en meiðsl hafa enn sem komið er sett töluvert strik í reikningin hjá honum

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Balázs Tóth frá Ungverjalandi
Gísli Páll Helgason frá Breiðabliki
Guðmundur Óli Steingrímsson frá KV
Halldór Orri Hjaltason frá Dalvík/Reyni
Ingólfur Árnason frá Huginn
Loftur Páll Eiríksson frá Tindastóli
Reynir Már Sveinsson frá Vængjum Júpíters

Farnir:
Atli Jens Albertsson í Magna Grenivík
Chukwundi Chijindu
Hjörtur Geir Heimisson í Magna Grenivík
Hlynur Atli Magnússon til Florö
Jóhann Þórhallsson í Völsung
Orri Freyr Hjaltalín í Magna Grenivík
Shawn Nicklaw
Þórður Birgisson, án félags

Fyrstu leikir Þórs:
9. maí Þróttur - Þór
16. maí Þór - Fram
23. maí BÍ/Bolungarvík - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner