BÍ/Bolungarvík
![]() |
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. |
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig
11. BÍ/Bolungarvík
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 1. deild
BÍ/Bolungarvík er að hefja sitt fimmta ár í röð í 1. deildinni. Á tímabili í fyrra var liðið í vandræðum í fallbaráttunni en að lokum voru Vestfirðingar sjö stigum frá fallsvæðinu. Átta erlendir leikmenn eru á mála hjá félaginu í ár í bland við unga heimastráka. Gengi liðsins var afleitt í Lengjubikarnum en þá vantaði hins vegar stóran hluta af erlendu leikmönnunum.
Þjálfarinn: Þjálfaraskipti urðu á Vestfjörðum síðastliðið haust en Jón Hálfdán Pétursson tók þá við stjórnartaumunum af Jörundi Áka Sveinssyni. Jón Hálfdán er heimamaður sem hefur þjálfað yngri flokka hjá BÍ/Bolungarvík í áraraðir. Nigel Quashie, sem á yfir 100 leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni, er Jóni til aðstoðar en hann spilar einnig með liðinu.
Styrkleikar: Öflugir erlendir leikmenn gætu hjálpað BÍ/Bolungarvík mikið í baráttunni í sumar. Reynsla Nigel Quashie hefur hjálpað liðinu undanfarin ár og hann verður áfram í lykilhlutverki á miðjunni í sumar. Nokkrir ungir heimamenn fengu eldskírn sína með meistaraflokki í fyrra og ættu að vera ennþá betur í stakk búnir að takast á við 1. deildina í ár.
Veikleikar: BÍ/Bolungarvík skoraði ekki eitt einasta mark í sjö leikjum í Lengjubikarnum og sóknarleikurinn gæti orðið stór hausverkur. Liðið hefur ekki náð að slípa sig saman í vetur en æfingaaðstaðan hefur verið döpur og margir erlendir leikmenn eru að mæta Vestur korter í mót. Margir fastamenn eru horfnir á braut og Vestfirðingar þurfa að búa til nýtt lið fyrir sumarið.
Lykilmenn: Joey Spivack, Nigel Quashie, Sigurgeir Sveinn Gíslason.
Gaman að fylgjast með: Hinn tvítugi Matthías Kroknes Jóhannsson sprakk út í fyrra og var frábær í bakverðinum hjá BÍ/Bolungarvík. Spennandi verður að sjá hvort hann fylgi þeirri frammistöðu eftir í sumar.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Komnir:
Aaron Walker frá Bandaríkjunum
Ásgeir Frank Ásgeirsson frá Víkingi R. á láni
Calvin Crooks frá Englandi Daniel Badu frá Magna
Joey Spivack frá Víkingi Ólafsvík
Junior Prevalus frá Bandaríkjunum
Farnir:
Aaron Spear til Svíþjóðar
Agnar Darri Sverrisson í Víking R. (Var á láni)
Andri Rúnar Bjarnason í Víking R.
Björgvin Stefánsson í Hauka
Goran Jovanovski til Makedónía
Hafsteinn Rúnar Helgason í Reyni Sandgerði
Kári Ársælsson í Breiðablik
Orlando Esteban Bayona til Bandaríkjanna
Óskar Zoega Óskarsson í ÍBV (Var á láni)
Fyrstu leikir BÍ/Bolungarvíkur
9. maí BÍ/Bolungarvík - Selfoss
16. maí Þróttur - BÍ/Bolungarvík
23. maí BÍ/Bolungarvík - Þór
Athugasemdir