Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Lucas skoraði í nauðsynlegum sigri - Elfsborg fyrst til að leggja meistarana
Markahæstur í Superliga.
Markahæstur í Superliga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Fannar.
Andri Fannar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lyngby vann í dag nauðsynlegan sigur á Randers í fallbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni. Randers missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleik kom Andri Lucas Guðjohnsen heimamönnum í Lyngby yfir.

Þetta var tólfta mark Andra í deildinni og er hann nú jafnmarkahæsti leikmaður deildarinnar, með jafnmörg mörk og Patrick Mortensen (AGF). Randers náði að jafna leikinn en Frederik Gytkjær skoraði sigurmarkið fyrir Lyngby þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lyngby er nú fimm stigum frá fallsæti sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir. Einn leikur er eftir af 28. umferðinni. OB og Vejle eiga eftir að spila. Íslendingarnir þrír; Andri Lucas, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson voru allir í byrjunarliði Lyngby. Þeir tveir fyrstnefndu léku allan leikinn en Kolbeinn fór af velli í uppbótartíma.

Í dönsku kvennadeildinni mættust þær Emelía Óskarsdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir. Emelía lék fyrsta klukkutímann með Köge. Emilía lék allan leikinn og sá til þess að Nordsjælland komst aftur í toppsætið þegar hún skoraði sigurmarkið á 89. mínútu leiksins. Hún kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik. Fjórar umferðir eru eftir og er Nordsjælland stigi fyrir ofan Bröndby í titilbaráttunni.

Í Svíþjóð vann Elfsborg sigur á Malmö í uppgjöri toppliðanna frá síðasta tímabili. Malmö vann baráttuna við Elfsborg í fyrra en Elfsborg vann 3-1 sigur í dag og varð með því fyrsta liðið til að leggja Malmö að velli á tímabilinu. Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn með Elfsborg en hann er á láni fram á sumarið frá Bologna. Eggert Aron Guðmundsson er enn fjarri vegna meiðsla hjá Elfsborg og sömu sögu er að segja af Daníel Tristani Guðjohnsen hjá Malmö. Malmö er með átján stig á toppnum eftir sjö umferðir og Elfsborg er með tíu stig í sjöunda sætinu.

Í Þýskalandi vann Holstein Kiel 0-1 útisigur á Wehen í þriðju síðustu umferð B-deildarinnar. Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki með Kiel sem er á toppnum og þarf tvö stig úr síðustu tveimur leikjunum til að fara beint upp í Bundesliga.


Athugasemdir
banner
banner
banner