Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer ekki með Austurríki á EM
Mynd: EPA
Austurríski landsliðsmaðurinn Xaver Schlager fer ekki með landsliðinu á Evrópumótið í sumar eftir að hann sleit krossband í leik með félagsliði sínu, RB Leipzig, á föstudag.

Schlager 26 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem gegnir lykilhlutverki á miðsvæði Leipzig.

Hann meiddist snemma leik í 1-1 jafntefli Leipzig gegn Hoffenheim á föstudag og þurfti að fara af velli.

Félagið hefur nú staðfest að hann sleit krossband og verður því frá út árið.

Þetta er högg fyrir bæði Leipzig en einnig fyrir austurríska landsliðið, sem tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar.

Schlager hefur spilað 43 landsleiki og skorað 4 mörk fyrir Austurríki frá því hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir sex árum.

Athugasemdir
banner
banner
banner