Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag aftur kominn á blað hjá Bayern
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München hefur rætt við föruneyti hollenska stjórans Erik ten Hag með það í huga að ráða hann í stað Thomas Tuchel í sumar. Þetta segir þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg á X.

Thomas Tuchel verður ekki áfram hjá Bayern, það hefur stjórn félagsins ítrekað sagt og hann sjálfur, en að finna arftaka hans er að taka lengri tíma en gert var ráð fyrir.

Xabi Alonso, Julian Nagelsmann og Ralf Rangnick sögðu allir nei og völdu það frekar að halda þeim störfum sem þeir sinna í dag.

Blaðamaðurinn Christian Falk sagði á dögunum að Erik ten Hag væri kominn aftur á blað hjá Bayern og tekur Florian Plettenberg hjá Sky undir það.

Bayern hefur átt nokkur samtöl við föruneyti Ten Hag síðustu daga, en ekki beint við Ten Hag.

Hollendingurinn ætlar að bíða og sjá hvernig framtíð hans lítur út en United hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann verði áfram eða ekki.

Bayern er ekki eina félagið sem er á eftir Ten Hag en hans gamla félag, Ajax, er einnig sagt vilja ráða hann fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner