Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 06. febrúar 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo núna höfum við tekið tvo bestu leikmenn deildarinnar"
Gísli Eyjólfs.
Gísli Eyjólfs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í gær tjáði þjálfari Halmstad sig um Gísla Eyjólfsson sem er á leið til félagsins. Gísli kemur frá Breiðabliki þar sem hann hefur verið algjör lykilmaður undanfarin ár.

„Við erum að undirbúa það að Gísli komi til okkar til Spánar. Ef ekkert óvænt kemur upp, þá er það hugmyndin. Það er frábær leið til að komast fljótt inn í hópinn og kynnast nýju liðsfélögunum," sagði Magnus Haglund við Hallandsposten.

Gísli skoraði sjö mörk og var með fjórar stoðsendingar í Bestu deildinni.

„Hann er mjög hæfileikaríkur fótboltamaður sem getur spilað allar fjórar stöðurnar á miðjunni. Hann skorar einnig mikið af mörkum og kemur með stoðsendingar í bland við að vera góður í að vinna boltann."

Halmstad krækti í síðasta mánuði í Birni Snæ Ingason frá Víkingi og eru því tveir af bestu leikmönnum Bestu deildarinnar að fara til sænska félagsins.

„Alveg eins og Birnir, þá er Gísli leikmaður sem blómstraði seint og hefur drottnað yfir deildinni á síðustu árum, svo núna höfum við tekið tvo bestu leikmenn deildarinnar," sagði Haglund.

Halmstad endaði í 12. sæti sænsku deildarinnar í fyrra. Gísli er 29 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og Birnir er 27 ára kantmaður.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner