Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 06. mars 2017 19:00
Magnús Már Einarsson
Andri Júlíusson í Kára (Staðfest)
Andri fagnar marki með ÍA árið 2007.
Andri fagnar marki með ÍA árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Kári hefur fengið liðsstyrk fyrir 3. deildina í sumar en sóknarmaðurinn Andri Júlíusson er kominn til félagsins eftir að hafa leikið í Noregi síðan árið 2012.

Andri flutti heim til Íslands í vetur og ætlar að leika með Kára í sumar.

Hinn 31 árs gamli Andri er uppalinn hjá ÍA en hann lék sex tímabil með liðinu áður en hann gekk í raðir Fram árið 2011.

Eftir eitt tímabil með Fram fór Andri síðan til Noregs þar sem hann hefur leikið í norsku neðri deildunum.

Árið 2014 kom Andri heim til Íslands í nokkrar vikur og spilaði þrjá leiki með ÍA þegar liðið komst upp í Pepsi-deildina.

Kári hóf leik í Lengjubikarnum í gær en þá gerði liðið 3-3 jafntefli við KFG í Akraneshöllinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner