Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 08. febrúar 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Arnórs býðst aftur til að hætta störfum
Jon Dahl Tomasson.
Jon Dahl Tomasson.
Mynd: Getty Images
Jon Dahl Tomasson hefur mikinn áhuga á því að hætta sem stjóri Blackburn Rovers en hann hefur núna í annað sinn beðið um að fá að láta af störfum.

Mirror segir frá því að hinn íslenskættaði Tomasson hafi lagt fram beiðni til eiganda Blackburn fyrr í þessari viku um að fá að hætta störfum hjá félaginu.

Tomasson skrifaði undir þriggja ára samning við Blackburn árið 2022 og hann þarf að fá leyfi frá eigendum félagsins til að hætta.

Tomasson telur að tími sinn hjá Blackburn sé búinn en hann er ósáttur við það hvernig hefur verið staðið að leikmannamálum félagsins. Félagið reyndi að kaupa sóknarmanninn Duncan McGuire í síðustu viku en rétt skjöl skiluðu sér ekki á réttum tíma.

Daninn hefur misst marga af sínum bestu leikmönnum á síðustu mánuðum og hann er þreyttur á því.

Venky’s, eigendur Blackburn, geta ekki lagt fjármuni inn í félagið þar sem fjölskyldan stendur í lagadeilum í Indlandi. Tomasson bauðst að hætta síðasta sumar en fékk þá ekki ósk sína uppfyllta. Það er spurning hvort hann fái að hætta núna.

Blackburn var nálægt því að komast í umspilið í Championship á síðasta tímabili en liðið er núna í 18. sæti deildarinnar. Arnór Sigurðsson er á meðal leikmanna Blackburn.
Athugasemdir
banner
banner