Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Bayern reynir að stela brasilíska undrabarninu
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayern München ákvað á elleftu stundu að blanda sér í baráttuna um Estevao Willian, leikmann Palmeiras í Brasilíu. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Goal.

Í gær greindi ítalski íþróttafréttamaðurinn frá því að Chelsea væri búið að ná samkomulagi við Estevao um kaup og kjör, en að unnið væri að því að ná samningum við Palmeiras um kaupverð.

Palmeiras hefur hafnað tveimur tilboðum frá Chelsea síðustu mánuði en enska félagið er vongott um að ná samkomulagi á næstu dögum.

Samkvæmt ensku miðlunum vill Chelsea ganga frá viðræðum sem fyrst, svo það eigi ekki í hættu á að missa hann annað, en sú hræðsla á alveg rétt á sér þar sem Bayern er nú komið í kapphlaupið.

Goal í Brasilíu greinir frá því að Bayern hafi nú haft samband við Estevao og föruneyti hans. Það heldur í vonina um að sannfæra hann um að koma frekar til Þýskalands en að fara til Englands.

Bayern er að undirbúa tilboð í kappann sem mun trompa nýtt tilboð Chelsea.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála, en Estevao getur ekki spilað í Evrópu fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri.
Athugasemdir
banner
banner
banner