Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Kimmich dýfði sér“
Mynd: EPA
Leikmenn og þjálfarar þýska félagsins Bayern München voru ósáttir eftir 2-1 tap liðsins gegn Real Madrid á Santiago Bernabu í gær og sérstaklega með atvik sem átti sér stað undir lok leiks.

Bayern var í dauðaleit að jöfnunarmarki. Langur bolti kom fram völlinn og á Noussair Mazraoui.

Línuvörðurinn flaggaði rangstöðu og flautaði dómarinn í kjölfarið en Matthijs De Ligt skoraði sekúndu síðar. Ekki var hægt að skoða atvikið í VAR þar sem búið var að flauta áður en De Ligt skoraði.

Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, kvartaði yfir dómgæslunni eftir leik og sagði að dómararnir hefðu beðist afsökunar, en kollegi hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, benti þá á annað dæmi.

„Voru þeir að kvarta yfir rangstöðunni? Okei, þá kvörtum við yfir markinu sem var tekið af Nacho. Kimmich dýfði sér,“ sagði Ancelotti.

Nacho taldi sig hafa jafnað metin nokkrum mínútum eftir mark Alphonso Davies, en markið var dæmt af vegna brots Nacho á Joshua Kimmich. Ákvörðunin að dæma markið af var líklega rétt enda greip Nacho um andlit Kimmich áður en Þjóðverjinn féll í grasið.
Athugasemdir
banner
banner
banner