fim 09. október 2014 14:00
Víðir Þorvarðarson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Vonbrigði
Víðir Þorvarðarson
Víðir Þorvarðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ég sit hér og lít til baka yfir liðið sumar kemur helst upp í hugan eitt orð: Vonbrigði. Þá á ég ekki við hina goðsagnakenndu pönkhljómsveit Vonbrigði sem sömdu meðal annars lagið Ó, Reykjavík upphafslag Rokk í Reykjavík. heldur Vonbrigði "það að von bregst" eins og stendur í orðabókinni. Í raun gæti ég bætt við fýlukalli og fullkomnað þar með þennan pistil.

Það ætla ég nú samt ekki að gera. því við gerðum allavega okkar besta. Reyndar sagði Sean Connery í The Rock "Your "best"! Losers always whine about their best. Winners go home and f**k the prom queen."

Fyrir tímabil voru miklar breytingar á Í.B.V. Siggi Raggi og Deano tóku við af Hemma og David James. U.þ.b. 8 leikmenn fóru og komu aðrir 6 í staðinn. Eftir langan vetur og góða æfingaferð var tekin sameiginleg ákvörðun um það að stefna á evrópusæti á komandi tímabili. Sparkspekingar efuðust um þetta háleita markmið og höfðu þeir greinilega rétt fyrir sér eftir á að hyggja. Við byrjuðum mótið á gervigrasinu í Laugardal, eins og flest önnur lið landsins, þar sem við gerðum jafntefli við Fram. Síðan tók við átta leikja hrina þar sem við vorum duglegir að missa niður forystu í jafntefli eða töp og héldu flestir eyjamenn og eyjakonur að eina leiðin til sigurs væri ef KSÍ myndi taka uppá því að stytta leiktímann.

Loksins kom langþráður sigur í Pepsi deild en eins og máltækið segir: allt er þegar tíu sinnum er. Já í tíundu umferð unnum við Keflavík á lokamínútunum. Í kjölfarið unnum við næstu tvo leiki. Um það leiti opnaðist félagaskiptaglugginn á Íslandi. Eiður Aron fór út til Noregs enda búin að vera í öðrum gæðaflokki en aðrir varnarmenn Pepsi deildarinnar. Heim kom Foringinn (Andri) og Tóti Tarzan sem setti hvert metið á fætur öðru, aðallega fyrir fjölda spjalda í fáum leikjum. Eftir það söfnuðum við nokkrum stigum fram að lokum leiktíðar og á endanum tryggðum við sæti okkar í efstu deild að ári.

Þegar líða tók á sumrið vonuðust flestir að bikarævintýri væri í vændum í Vestmannaeyjum. Við komumst nokkuð auðveldlega í undanúrslit og þar beið okkur draumaleikurinn, KR heima degi fyrir þjóðhátíð. Þetta var skrifað í skýjinn töluðu menn um og loksins var komið að því að vinna Vesturbæinga. En eins og alltaf féllum við úr leik heima gegn KR, það er vont og venst ekki. Þar fór möguleiki okkar á bikar og evrópusæti þetta árið.

Nú er Í.B.V. komið á kunnulegar slóðir, þjálfaralausir í október. Þannig hefur það verið öll árin sem ég hef verið með liðinu, kannski er ég bara svona óþolandi. En við gefumst ekki upp og ætla ég að stefna á efsta sætið á næsta ári. Aðallega af því að eftir að hafa prufað bæði þá er titilbarátta mun skemmtilegri en fallbarátta. Svo sagði Ricky Bobby líka alltaf "If you ain´t first you´re last".

Elsku besta Pepsi deild
Hjarta Í.B.V. þú braust
Komum til baka sem ein heild
Og verðum efstir næsta haust

Sjá einnig:
Fall er fararheill - Fram
Skítarákir upp eftir allri dollunni - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner