Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 07. október 2014 13:00
Kristinn Þór Björnsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Skítarákir upp eftir allri dollunni
Kristinn Þór Björnsson
Kristinn Þór Björnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að fyrsta pistlinum en Kristinn Þór Björnsson gerir upp sumarið hjá Þór.



Þegar litið er til baka og hraðspólað yfir nýliðið sumar hjá okkur Þórsurum er eflaust margt neikvætt sem flýgur fyrst í gegnum hugann á fólki.

Eflaust eru margir sem vilja ekki einu sinni ræða sumarið heldur bara draga sængina upp fyrir haus og vonast eftir betri tíð.

Svo eru enn aðrir sem eru miklu meira en til í að skeggræða alla þá hluti sem fóru úrskeiðis og til í að láta allt og alla heyra það. Síðast nefndi hópurinn hefur farið mikinn í sumar og virðast margir vera til í að tjá sig þegar illa gengur, en minna fer fyrir þeim sama hópi þegar allt er í blóma.

Þetta eru jú skoðanir fólks og fólk hefur rétt á þeim. En eins og einhver sagði, neikvæð umfjöllun er þó betri en engin umfjöllun.

Staðreyndin er vissulega sú að við skítféllum úr deild þeirra bestu, úr deild þar sem íþróttafélagið Þór vill vera og á heima. Við féllum úr deild þar sem mönnum er refsað harkalega fyrir þau mistök sem þeir gera, úr deild þar sem bestu leikmenn landsins spila, úr deild þar sem umfjöllun og öll umgjörð er upp á sitt besta. Við féllum og áttum það skilið.

Fyrir tímabil voru menn nokkuð borubrattir eftir ágætis gengi sl. vetur. Tímabilið fór þó illa af stað og fyrsti sigurleikurinn virtist ætla vera torsóttur. Hann kom þó fyrir rest gegn Fylki heima og voru menn farnir að gæla við að Þórs-vélin væri loksins farin að snúast. Áður en við vissum af var fyrri umferðinni að ljúka og stigasöfnunin dræm. Aðeins tvö jafnteflisstig, gegn ÍBV og FH, höfðu bættst við í bakpokann þegar kom að lokaleik fyrri umferðarinnar, heimaleikur gegn KR. Þar lönduðum við gífurlega sterkum sigri og því var fagnað út á ballarhafi í sjóstöng og boltaveiðum, því einhver þurfti jú að sækja boltann eftir vítaspyrnuklikk Kjartans Henry.

Typpið var uppi á mörgum eftir þann sigur og átti hann að kickstarta okkur inn í seinni umferðina þar sem menn voru staðráðnir í að gera betur. Leikirnir runnu fljótt út og komið var fram að Versló með aðeins eitt heimastig gegn Keflavík í sarpnum. Sumir biðu óþreyjufullir og kokhraustir eftir útileik gegn ÍBV, sá leikur hlaut að vinnast þar sem fýlupúkinn Jónas sigraði Eyjuna, að eigin sögn, á Þjóðhátíð. Sá sigur klikkaði, Hlynur braut á sér öxlina og Þórsliðið svo gott sem fallið. Jónas fór samt sem áður alsæll frá Eyjunni eftir að hafa rifjað upp helstu afrek frá nýliðinni Þjóðhátíð.

Þegar þarna er komið við sögu voru tapleikirnir orðnir helvíti margir í röð. Aðeins einn sigurleikur átti eftir að bætast við en það var heimasigur gegn Breiðablik þar sem Krissi Rós kom, sá og sigraði og Clean-Sheet-Kúmar lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik og hélt búrinu hreinu. Því miður klikkaði Hjörtur á því að fara í ljós fyrir þann leik og var því minna að gera hjá honum á Tinder en menn vonuðust eftir. Tímabilinu lauk svo með tapi gegn KR þar sem Afi gleymdi að fá sér hamborgara fyrir leik og tognaði aftan í læri en ungir og efnilegir strákar fengu í staðinn dýrmætar mínútur.

Tímabilinu var svo slúttað með tilfinningaþrungum ræðum í bland við gleði og verðlaunaafhendingar. Þar fékk hinn síungi Sandor Matus viðurkenningar sem besti leikmaður Þórs, enda er hann einn af betri markmönnum deildarinnar og átti þetta fyllilega skilið. Orri Sigurjónsson fékk svo verðlaun sem efnilegasti leikmaðurinn, en hann sá sér ekki fært að mæta þar sem hann er gífurlega upptekinn ungur maður í kærustuleit. Áhugasamar stelpur þarna úti, ekki hika við að poke-a hann á facebook.

Nú þegar menn hafa spilað meðal þeirra bestu undanfarin tvö tímabil hafa menn lært margt. Leikmenn og þjálfarar voru nánst teknir af lífi viku eftir viku í umfjöllun fréttamiðla. Liðið var stimplað sem samansafn af tuðurum og grófum sí-afbrotamönnum. Samt sem áður héldu menn alltaf áfram og reyndu að gera sitt besta fyrir kúbbinn. Í leikmannahópi Þórs eru gífurlega sterkir og skemmtilegir karakterar sem hafa verið lengi saman í bland við ný andlit sem fitta vel í hópinn.

Rútuferðarnar voru óteljandi og uppskriftin yfirleitt svipuð. Þar var Viggó Vídeóstjóri ótrúlega góður að skipta á milli Rambó og Expendables, Manni í banni sagði veiðisögur og Sveddi Tönn reyndi að vinna strákana í spilum. Þessi uppskrift af útileikjum skilaði enganvegin árangri en aðeins eitt stig vannst á útivöllum í sumar.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá náðu menn að halda gleðinni og þokkalegri jákvæðni í klefanum í gegnum tímabilið. Svona eftir á að hyggja skilaði áhættuverkefni þjálfaranna sennilega þessu fallsæti en það verkefni var að taka Didier Dodda inn í okkar hóp. Þegar ferilskráin hans Dodda er skoðuð þá sést það svart á hvítu að hann er annaðhvort í liði sem fer upp eða fellur. Það var því allt eða ekkert í þessu, annaðhvort myndum við falla eða verða Íslandsmeistarar :)

Svo ég vitni í meiriháttar lokahófsræðu Mola, þjálfara kvennaliðs ÞórKA, þá sagði hann “Ef ég fer á klósettið að skíta og skil eftir mig skítarákir upp eftir allri dollunni, þá er það mitt verk að þrífa það upp eftir mig”.

Þetta er sú hugsun sem leikmenn Þórs fara með inn í nýtt tímabil, þar sem við gerum okkur tilbúna undir ný og spennandi verkefni í 1.deildinni að ári.

Að lokum vil ég fyrir hönd meistaraflokks Þórs þakka þjálfurum liðsins fyrir allt sem á undan hefur gengið og þeirra óeigingjarna starf. Þetta hefur verið mikið ævintýri en það er eitthvað sem segir mér að skítarákin verði sleikt upp og Þór verði komið á sinn stall áður en menn vita af.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner