Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea nær samkomulagi við Olise - Tvö félög berjast um Eze
Powerade
Michael Olise, kantmaður Crystal Palace.
Michael Olise, kantmaður Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Eze er mjög spennandi leikmaður.
Eze er mjög spennandi leikmaður.
Mynd: EPA
Hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler verður næsti stjóri Brighton.
Hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler verður næsti stjóri Brighton.
Mynd: Getty Images
Colwill er orðaður við Bayern.
Colwill er orðaður við Bayern.
Mynd: Getty Images
Tekur Potter við Leicester?
Tekur Potter við Leicester?
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta þriðjudegi. Hér eru helstu slúðursögur dagsins:

Chelsea hefur náð persónulegu samkomulagi við Michael Olise (22), kantmann Crystal Palace, og er á leið í viðræður um að skipta greiðslum til að borga riftunarverðið í samningi hans. Talið er að riftunarverðið sé í kringum 60 milljónir punda. (GiveMeSport)

Fulham verðmetur miðjumanninn Joao Palhinha (28) á tvöfalt það sem Bayern bauð í hann, en þýska stórveldið bauð um 30 milljónir punda. Barcelona og Manchester United eru einnig áhugasöm. (Sky Sports)

Manchester United og Tottenham munu berjast um Eberechi Eze (25), kantmann Crystal Palace og enska landsliðsins. (Football Insider)

Newcastle er ekki enn að reyna að fá markvörðinn Giorgi Mamardashvili (23) frá Valencia þar sem spænska félagið vill fá 35 milljónir evra fyrir hann. (Relevo)

West Ham er á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Nehuen Perez (23), varnarmanni Udinese. (Gianluca Di Marzio)

Brighton býst við að tilkynna um ráðninguna á Fabian Hurzeler (31), sem stýrði St. Pauli upp í þýsku úrvalsdeildina, sem nýjum stjóra sínum í þessari viku. (Guardian)

Það er ólíklegt að Man Utd muni ráða Mauricio Pochettino, fyrrum stjóra Chelsea og Tottenham, til starfa ef félagið rekur Erik ten Hag. (Times)

Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að hann muni ekki snúa aftur einn daginn til Barcelona. (ESPN)

Julian Alvarez (24), sóknarmaður Manchester City, segist líða vel þar sem hann er núna þrátt fyrir sögusagnir um framtíðina. (Manchester Evening News)

Bayern München hefur áhuga á Levi Colwill (21), varnarmanni Chelsea, og hefur nú þegar rætt við Lundúnafélagið um hann. (Sky Germany)

Atletico Madrid hefur endurvakið áhuga sinn á Pierre-Emile Hojbjerg (28), miðjumanni Tottenham, eftir að hafa mistekist að kaupa hann síðasta sumar. (Mail)

Leicester vill helst ráða Graham Potter, fyrrum stjóra Chelsea, til að taka við liðinu af Enzo Maresca. (Guardian)

Crystal Palace er að semja við japanska miðjumanninn Daichi Kamada (27) á frjálsri sölu en hann spilaði með Lazio á síðustu leiktíð. (Fabrizio Romano)

John Textor, sem á hlut í Crystal Palace, hefur ákveðið að hætta við að kaupa Everton. (Telegraph)

Sporting Lisbon hefur áhuga á Chiquinho (24), kantmanni Wolves, og er tilbúið að borga 10 milljónir evra fyrir leikmannninn. (O Jogo)

Chelsea hefur náð persónulegu samkomulagi við Pedro Lima (17), efnilegan brasilískan varnarmann. (HITC)

Bandaríski landsliðsmaðurinn Brendon Aaronsen (23) stefnir á að leika með Leeds á næsta tímabili eftir að hafa verið á láni hjá Union Berlín á nýafstöðnu tímabili. (Athletic)

Juventus ætlar sér að ræða við Aston Villa á næstu dögum um brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (26) en skiptin geta einungis átt sér stað ef einhver leikmaður Juventus fer í hina áttina. (Fabrizio Romano)

Ipswich ætlar að berjast við tyrkneska félagið Besiktas um Tom Lawrence (30), miðjumann Rangers. (Mail)

Möguleikar Man Utd á að fá miðjumanninn Joao Neves (19) frá Benfica í Portúgal hafa aukist eftir að leikmaðurinn efnilegi hafnaði nýju samningstilboði frá portúgalska félaginu. (Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner