Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir Lunddal: Hef aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði í miðverði ásamt Sverri Inga Ingasyni gegn Hollandi í gær en hann er ekki mjög vanur því.

Eins og Age Hareide benti á í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn hafði Valgeir spilað stöðuna með u21 árs landsliðinu.


Valgeir sagði frá því í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn að hafi lítið spilað og æft sig í miðverði í fjögurra manna varnarlínu.

„Ég hef eiginlega aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu. Ég hef verið í u21 árs landsliðinu í þriggja manna hafsentalínu. Þetta er aðeins öðruvísi og aðeins ýktara. Sem bakvörður var ég oft að ýta aðeins út en það var fínt að hafa Sverri við hliðina á mér sem var að tala við mig mikið," sagði Valgeir Lunddal.

„Þetta á eftir að verða betra og betra eftir því sem ég spila oftar. Ég þarf líka að æfa mig. Ég hef eiginlega ekkert verið að æfa þessa stöðu."


Athugasemdir
banner
banner
banner