Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 12. júní 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenskir stuðningsmenn Man Utd svara - Rétt að halda Ten Hag?
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ten Hag mun stýra skútunni áfram.
Ten Hag mun stýra skútunni áfram.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aksentije Milisic hér fyrir miðju.
Aksentije Milisic hér fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar hér til hægri. Með honum á myndinni er bróðir hans Hallgrímur Mar.
Hrannar hér til hægri. Með honum á myndinni er bróðir hans Hallgrímur Mar.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Ten Hag fær að halda áfram með Man Utd.
Ten Hag fær að halda áfram með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Jóhann Skúli Jónsson, þáttastjórnandi Draumaliðsins.
Jóhann Skúli Jónsson, þáttastjórnandi Draumaliðsins.
Mynd: Aðsend
Það skiptir miklu máli að þessi maður haldist heill.
Það skiptir miklu máli að þessi maður haldist heill.
Mynd: Getty Images
Runólfur Trausti tekur hér viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Runólfur Trausti tekur hér viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höjlund, Garnacho og Mainoo.
Höjlund, Garnacho og Mainoo.
Mynd: EPA
Sölvi Haraldsson.
Sölvi Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes og Ten Hag.
Bruno Fernandes og Ten Hag.
Mynd: Getty Images
United vann FA-bikarinn.
United vann FA-bikarinn.
Mynd: EPA
Tryggvi Páll Tryggvason og Kristján Atli Ragnarsson fara yfir málin.
Tryggvi Páll Tryggvason og Kristján Atli Ragnarsson fara yfir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ten Hag er þá á leið inn í sitt þriðja tímabil með United.
Ten Hag er þá á leið inn í sitt þriðja tímabil með United.
Mynd: Getty Images
Það bárust stór tíðindi í gærkvöldi. Eftir langan umhugsunarfrest þá tók Manchester United ákvörðun um að halda Erik ten Hag í starfi stjóra liðsins.

Þetta var ákveðið eftir að Sir Jim Ratcliffe, eigandi Man Utd, framkvæmdi úttekt á stöðu mála, á meðan hollenski stjórinn naut þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni á spænsku eyjunni Íbíza.

United skoðaði mögulega kosti ef Ten Hag yrði látinn fara, þar á meðal Kieran McKenna, Thomas Tuchel, Graham Potter, Roberto De Zerbi, Thomas Frank, Gary O’Neil og Gareth Southgate.

Man Utd endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið vann FA-bikarinn. Líklega var það leikur sem bjargaði starfi Ten Hag. En hvað finnst stuðningsmönnum Man Utd á Íslandi um þessa ákvörðun? Við spurðum nokkra þeirra að þessum spurningum:

1) Sáttur með að Ten Hag verði áfram? Ef ekki, hvernig hefðirðu viljað fá í staðinn?

2) Breytti úrslitaleikur enska bikarsins miklu fyrir hann?

3) Hversu langt getur hann farið með United?

Svona voru svörin:

Aksentije Milisic, fréttamaður Fótbolta.net
1) Mjög sáttur með að hann verði áfram. Það var enginn laus sem heillaði mig nógu mikið eða væri þess virði að skipta enn einu sinni um stjóra. Ten Hag gerði mjög vel á fyrsta tímabili, bikar og þriðja sætið í deild en svo kom þetta hörmungartímabil núna sem litaðist af meiðslalista sem var ekkert eðlilegur. Hann á klárlega að fá sénsinn á þriðja tímabilinu en það verður pressa á honum, það er klárt.

2) Hann breytti einhverju, klárlega. Að skila dollu og vera búinn að vinna báða bikarana á tveimur árum er flott. Einnig að koma liðinu í Evrópukeppni, það hefði verið skelfing fyrir svona stóran klúbb að vera ekki allavega í Evrópudeildinni. En við viljum ekki vera bara eitthvað bikarlið, núna þarf félagið að eiga gott sumar á markaðnum svo Ten Hag geti haldið vegferðinni áfram. Liðið sýndi í úrslitaleiknum að það getur sýnt alvöru frammistöður á stóra sviðinu en þær þurfa að vera miklu fleiri heldur en þær hafa verið í ár.

3) Erfitt að segja. Eins og ég sagði þá náði hann þriðja sætinu í deildinni á þarsíðustu leiktíð og ef lykilpóstar haldast aðeins heilir og hann verslar rétt inn í sumar, losar þessa menn sem leggja sig ekki fram. þá getur hann barist ofarlega aftur á þessari leiktíð. En hann mun þurfa aðeins lengri tíma til að ná þessum tveimur bestu liðum. INEOS tók rétta ákvöðrun með að leyfa honum að halda sinni vegferð áfram en ekki fara strax í panikk og ráða annan stjóra.
Það þarf að fá réttu karakterana í hópinn, menn sem myndu deyja á vellinum fyrir félagið eins og Lisandro Martinez sem dæmi.

Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA
1) Já, himinlifandi. Ég skildi í raun aldrei þessa umræðu um að hann væri að fá sparkið og átti erfitt með að kaupa allar þessar sögusagnir. Ég hef aldrei viljað sjá hann fara fyrir utan fyrsta klukkutímann eftir sigurinn á Coventry núna í vor, þá var mér nóg boðið eftir að hafa misst niður þriggja marka forystu en þegar reiðin rann af manni hugsaði maður skýrar.

2) Ég er á báðum áttum með það fyrst hann var ekki látinn fara eftir riðlana í CL. Eitthvað sem segir mér að það hefði engu máli skipt hvort við hefðum tapað fyrir City í FA Cup í ljósi þess að enginn stjóri í heiminum hefði náð topp fjóra í deildinni með þennan hóp og þessi meiðsli sem hann þurfti að díla við í vetur, þá sérstaklega í varnarlínunni. Ég tel að langflest þessara meiðsla megi rekja til tímabilsins á undan þar sem liðið spilaði nánast hvern einasta leik sem í boði var í félagsliðabolta þannig hann ætti ekki að vera í eins miklum vandræðum með hópinn næsta vetur. En á sama tíma eru nýir eigendur sem mögulega hefðu viljað sinn mann inn í klúbbinn og tap í úrslitum bikarsins hefði mögulega gert þeim auðveldara fyrir að reka Ten Hag en sem betur fer létu þeir það vera.

3) Ef hann fær 2-3 tímabil í viðbót sé ég ekki af hverju hann ætti ekki að geta komið liðinu í fremstu röð á Englandi í það minnsta. Það er talað um mögulega framlengingu á samning núna en ég gæti samt trúað að starfið hans sé undir á næsta tímabili þó það sé ekki endilega minn vilji. Ég er orðinn þreyttur á þessum endalausu þjálfarabreytingum undanfarin ellefu ár og að mínu mati er kominn tími til að sýna stjóranum meira traust en forverar hans hafa fengið.
Við byrjum svo á því að ná topp fjóra aftur á næsta tímabili og þekkjandi Erik Ten Hag, þá kemur allavega einn bikar í viðbót í skápinn, jafnvel tveir. Þá fer ég sáttur inn í sumarið og hægt að stefna hærra tímabilið eftir það. Bara gefa honum tíma, takk.

Jóhann Skúli Jónsson, Draumaliðið
1) Ég er a.m.k. ekki eitthvað brjálæðislega ósáttur. Mér fannst enginn af þeim kostum sem voru nefndir vera heillandi svo að kannski var bara mest spennandi að láta reyna á að gefa titlaóðum þjálfara þann tíma sem hann segist þurfa. Ég hef samúð með mörgu sem ten Hag lenti í á seasoninu eins og hvernig dómarar og Onana ákváðu að leggjast á eitt og koma okkur út úr Evrópukeppnum en aðrir hlutir við hann hafa pirrað mig mjög mikið, sérstaklega þessi stjarnfræðilega heimska forgangsröðun hans á að sækja Antony og Mason Mount at all cost afsakaðu slettuna.

2) Breytir auðvitað öllu tímabilinu og hvernig á það er horft. Að koma með þann elsta og virtasta heim, þetta er ekki fyrir hvern sem er og fékk mann og alla viti borna menn í kringum gameið til að halda trú á vegferðinni. Höfum séð til dæmis hvernig Jurgen Klopp hefur átt það til að koðna og vera í gríðarlegum vandræðum í þessari keppni svo að silfur og gull á tveimur árum með lið í mótun er þegar öllu er á botninn hvolft ótrúlegur árangur.

3) Frábær spurning. Kannski er þakið hans með United að vera með mediocre frammistöðu í deild en fara í tvo úrslitaleiki á ári og taka að meðaltali einn bikar. Ég get svo sem alveg ímyndað mér margt verra, en viðurkenni að ég væri til í aðeins meira því ég var mjög góðu vanur.

Runólfur Trausti Þórhallsson, íþróttafréttamaður á Vísi
1) Sáttur og ekki sáttur. Síðasta tímabil var að vissu leyti algjört fíaskó en að því sögðu þá var hann í raun aldrei nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði og endalaust af hlutum sem höfðu áhrif á bæði hann og liðið. Meiðsli, vandræði utan vallar og hugarfar Jadon Sancho. Miðað við nöfnin sem voru orðuð við Man Utd þá er ég hins vegar sáttur þar sem enginn þeirra heillaði.

2) Held að úrslitaleikurinn hafi breytt miklu að því leyti til að þar var Slátrarinn loks mættur. Sá breytir nær öllu í uppspili liðsins. Svo sýndi ETH að hann er ágætis þjálfari með því að færa Bruno Fernandes í þessa fölsku 9u og halda sig við þá taktík sem hann notaði í síðustu 2-3 deildarleikjunum. Hvernig hann tæklar það á nýju tímabili verður áhugavert en Man Utd hefði ekki lagt Man City með Bruno Fernandes á þriggja manna miðju.

3) Hann sýndi það á fyrsta tímabili að hann getur farið ágætlega langt með liðið. Stóra spurningin er hverstu gott sumarið verður en það vita allir að það þarf að selja eða losa svona 10 leikmenn úr þessu liði. Í dag sætti ég mig við Meistaradeildarsæti og gott gengi í ensku bikarkeppninni.

Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net
1) Já ég er gífurlega sáttur með það að hann haldi áfram og það eru hreinlega tvær ástæður fyrir því.

Fyrsta ástæðan er sú að ég tel að það sé enginn annar þjálfari þarna úti sem United gæti ráðið og gert betur með Manchester United en Erik Ten Hag nema þá kannski mögulega Tuchel, en samt ekki. Eins og staðan er í dag er Ten Hag næst besti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni á eftir Pep Guardiola. Seinni ástæðan er hreinlega sú að mér finnst hann bara gífurlega góður þjálfari eins og ég segi og hefur verið að ná betri árangri með liðinu en hann ætti í raun og veru að vera að gera þegar maður lítur til baka á þetta. Þegar Jonny Evans, Casemiro og Willy Kambawala eru skyndilega orðnir bestu heilu hafsentar liðsins er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira en einn málm og Evrópu miðað við hvernig þetta þróaðist og hefur æxlast í eitthvað shit show.

Leikirnir sem við töpuðum í Meistaradeildinni voru alls ekki Erik Ten Hag að kenna að mínu mati. Leikirnir sem við töpuðum í deildinni voru ótrúlega fáir Erik Ten Hag að kenna. Það er eiginlega bara hægt að þakka Ten Hag fyrir að hafa náð í svona mörg stig, málm og Evrópu í þessu shit show sem er í gangi í þessu félagi. En núna er komin einhver strúktur í félagið sem hentar honum gífurlega vel.

Ef við skoðum seinustu tvö tímabil United undir hans stjórn hafa þau eiginlega verið bara mjög góð ef maður skoðar þau til baka. Tímabilið núna var skrítið. Ekki góður árangur í deild né Meistaradeildinni en vinnum samt bikarinn sem er risastórt. Ég horfði á þessa leiki marga hverja og leið bara eins og allt væri á móti Ten Hag. Bara frá fyrsta tapinu gegn Arsenal á Emirates, fram að seinustu leikjunum og öll þessi meiðsli. Hversu mörg hafsentapör notaði United á seinustu leiktíð til dæmis? Jonny Evans átti upprunarlega að koma inn á undirbúningstímabilinu og spila bara þá með United en endaði á því að vera einn af okkar betri og jöfnustu mönnum. Hann breytti til dæmis Varane og Evans í betra dúó en Lennon og McCartney í Bítlaborginni á Anfield, gerði Mainoo að besta enska miðjumanni deildarinnar og vann besta lið í heiminum, Manchester City, í úrslitaleik FA bikarsins með Bruno Fernandes frammi, McTominay í holunni, Dalot í vinstri bakverði og Amrabat á miðjunni. Næst besti þjálfarinn í deildinni þessi sköllótti kóngur.

Ég hef alltaf sagt það og mun alltaf segja það, Erik Ten Hag er seinasta vandamál Manchester United. Seinasta.

2) Nei alls ekki en auðvitað hjálpaði það Ten Hag að fá stuðning frá stuðningsfólkinu. Þetta var mögnuð keppni í alla staði. Þessi skelfilegi endir á leiknum gegn Coventry, sem var þetta tímabil nánast í hnotskurn, en sem við redduðum svo í vítakeppni og þessi sturlun auðvitað á Old Trafford þegar við kvöddum Klopp með stæl. Hvaða þjálfari myndi vinna þetta Liverpool lið sem Klopp stýrði með Bruno Fernandes í hafsent og Antony í vinstri bakverði? Þetta var einstakt og hálf fyndið.

Það var líka kannski táknrænt að Mainoo og Garnacho skoruðu í þessum úrslitaleik. Leikmenn sem Ten Hag hefur gefið traustið og þeir hafa skilað svo miklu til baka til hans í ár. Þetta eru leikmenn sem spila ekki bara fyrir merkið á búningnum heldur líka stjórann sinn. Það skiptir líka höfuð máli að vera með traust frá leikmönnunum.

3) Veit nú ekkert hvað er skynsamlegt að segja hér en ég sé United vinna ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina á næstu fimm árum með hann og Ineos að starfa saman. Ég held að þessar reglur og strúktur sem Ineos hefur sett upp fyrir komandi glugga séu geggjaðar fréttir fyrir Ten Hag og félagið. Það er komin einhver stefna í félagið. Stefna sem hentar Ten Hag bara fantavel. Ineos hefur nú þegar gert helling af jákvæðum breytingum bakvið tjöldin og ætla að bakka Ten Hag upp sem er gott. Ég sé líka bara að lang flestir stuðningsmenn United í Bretlandi standa með hinum hollenska Heisenberg. Það skiptir öllu máli að vera með stuðningsmennina með sér og það er góð og gild ástæða fyrir því afhverju stuðningsmenn hafa stutt hann í gegnum þennan tíma eftir tímabilið. Hann hefur sýnt fólki það á leikhúsinu að hann sé þjálfari Manchester United. Hann vill vinna leiki, bikara og titla. Um það snýst þetta hjá Manchester United.

Fólk getur gert grín af honum, reynt að setja upp einhvern spekingssvip og talað í hring hvað hann sé glataður þjálfari þegar hann hefur í raun náð betri árangri en hann ætti í raun að ná þegar maður lítur til baka.

King Erik!

Tryggvi Páll Tryggvason, blaðamaður
1) Svarið við þessari spurningu er eiginlega bæði já og nei.

Þjálfarabekkurinn sem bíður án starfs á hliðarlínunni er ekkert sérstaklega djúpur. Thomas Tuchel var sá eini að mínu viti sem var betri kostur en að halda Ten Hag. Ef það er rétt að Tuchel ekki viljað starfið þá vel ég Ten Hag fram yfir menn eins og Gareth Southgate og Thomas Frank.

Það sem heldur í manni voninni varðandi Ten Hag er að glittir stundum í þjálfara og lið sem getur gert eitthvað. Tveir bikarar á tveimur árum er ágætis árangur og liðið spilar á köflum, stuttum þó, flottan fótbolta.

Þetta var því miður á lengri köflum á tímabilinu afskaplega dapurt og þar spilar þvermóðska Ten Hag inn. Leikur liðsins var bara ekki að ganga upp.Vissulega mikil meiðsli en svona mikil meiðsli eru ekki bara óheppni, heldur lika þjálfurunum að kenna. Þannig að maður er pínu á báðum áttum með ákvörðunina en heilt yfir kannski aðeins jákvæðari en neikvæðari.

2) Það var líflínan hans, það er alveg klárt. Án FA-bikarsins hefði verið mun auðveldara að segja bless við hann fyrir stjórnina. En það var líka ekki síst hvernig United-vann leikinn og á móti hverjum. Hann var taktískt nær fullkomnlega útfærður og Ten Hag sýndi að hann getur náð miklu út úr leikmönnunum. Það hefur vegið þungt.

3) Það er alveg til sviðsmynd þar sem Ten Hag komið United aftur á toppinn en það þarf ansi margt að ganga upp. Í fyrsta lagi þurfa leikmannakaup og sölur næstu þriggja ára að ganga mjög vel upp. Liðið þarf svo að gera allt sem það getur til að minnka þessa meiðslatíðni svo ég nefni eitthvað.

En það sem er mikilvægast fyrir Ten Hag er þó að byrja næsta tímabil vel. Innistæðan hans eftir þetta tímabil hjá manni er ekki mikil. Ef liðið sýnir ekki skýr merki um framfarir og er á betri stað í nóvember/desember heldur en á sama tíma á síðasta tímabili endist hann ekki lengi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner