Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. maí 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 6. sæti
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Fjarðabyggð/Hetti/Leikni er spáð 6. sæti
Fjarðabyggð/Hetti/Leikni er spáð 6. sæti
Mynd: Aðsend
Frá leik Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis síðasta sumar
Frá leik Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis síðasta sumar
Mynd: Agnes Klara Ben
Steinar Ingi tók við þjálfun liðsins í haust
Steinar Ingi tók við þjálfun liðsins í haust
Mynd: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-7 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, 34 stig
7. Einherji, 28 stig
8. Hvíti Riddarinn, 17 stig

6. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Lokastaða í fyrra: 7. sæti í 2. deild.

Þjálfarinn: Steinar Ingi Þorsteinsson tók við Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í haust. Hann hefur mikla reynslu sem yngri flokka þjálfari og hefur einnig þjálfað meistaraflokk KH.

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis er á leið inn í sitt þriðja tímabil. Liðið í ár er aftar ungt og hefur misst öfluga leikmenn frá síðasta tímabili. Liðið fær tvo bandaríska leikmenn fyrir sumarið og það er mikilvægt að þær komi með gæði og reynslu með sér austur. Liðið hefur spilað fínan fótbolta á undirbúningstímabilinu og náð í úrslit sem gefa ágætis fyrirheit fyrir komandi fótboltasumar.

Lykilmenn: Ashley Batista, Allyson Swaby, Katrín Björg Pálsdóttir.

Steinar Ingi þjálfari um spánna og sumarið:

„Við erum svosem ekkert með hökuna í gólfinu yfir þessari spá, við höfum misst nokkrar öflugar stelpur frá því fyrra. Það er engu að síður mikið af efnilegum stelpum á svæðinu og við erum tilbúnar til að afsanna þessa spá.“

„Langtímamarkmiðin eru fyrst og fremst að búa til gott fótboltalið sem Austfirðingar geta verið stoltir af. Við höldum okkar markmiðum fyrir sumarið útaf fyrir okkur.

„Ég býst við skemmtilegu móti og mikilli spennu í toppbáráttunni en ég held að 4-5 lið geri alvöru atlögu að því að fara upp í ár. Sýnist fyrirfram að Augnablik sé með sterkasta hópinn en það verður spennandi að sjá hvaða lið halda í við þær.“


Komnar:
Ashley Batista frá Bandaríkjunum
Allyson Swaby frá Bandaríkjunum

Farnar:
Halla Helgadottir í Selfoss
Elísabet Eir Hjálmarsdóttir í Þrótt Reykjavík
Carina Spegler til Þýskalands
Kristín Inga Vigfúsdóttir í Álftanes
Ólöf Rún Rúnarsdóttir í Völsung
Kristín Ólina Þorsteinsdóttir í ÍBV

Fyrstu leikir Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis:
3. júní Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir - Augnablik
8. júní Grótta - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
10. júní Hvíti Riddarinn - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner