Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fim 13. júní 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Búist við tilboði Liverpool í Neves - Ten Hag með þrjár kröfur
Powerade
Neves er með portúgalska landsliðinu á EM.
Neves er með portúgalska landsliðinu á EM.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag verður áfram stjóri Manchester United.
Erik ten Hag verður áfram stjóri Manchester United.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Solanke til Chelsea?
Solanke til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Það er af nægu að taka í slúðrinu og pakki dagsins er stútfullur af fjölbreyttum vangaveltum og fréttum. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Búist er við tilboði frá Liverpoool í Joao Neves (19), miðjumann Benfica, á næstu dögum. Leikmaðurinn er lykilmaður hjá Benfica og er með portúgalska landsliðinu á EM. (Correio da Manha)

Alisson (31), markvörður Liverpool og Brasilíu, hefur hafnað möguleika á að ganga í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu. (Football Insider)

Bayern München vill fá enska varnarmanninn Joe Gomez (27) frá Liverpool. (Mirror)

Erik ten Hag (54) er með þrjár kröfur sem hann vill að verði uppfylltar áður en hann skrifar undir nýjan samning við Manchester United. Hann vill ekki afsala sér völdum yfir leikmannakaupum, ætlar ekki að láta hafa áhrif á val sitt á leikkerfi og mun ekki taka við Jadon Sancho aftur nema leikmaðurinn biðji sig formlega afsökunar. (Sun)

Ten Hag mun gera tveggja ára framlengingu á samningi sínum sem mun þá gilda til næstu þriggja ára. (Telegraph)

Chelsea er að íhuga að bjóða miðjumanninum Conor Gallagher (24) nýjan samning en hann er eftirsóttur af Aston Villa og Tottenham. (Guardian)

AC Milan hefur átt í viðræðum við Aston Villa um kaup á pólska hægri bakverðinum Matty Cash (26). (Talksport)

Uppsett verð Villa sem vill 30 milljónir punda fyrir Cash mun líklega verða hindrun í samningaviðræðunum. (Athletic)

Paulo Fonseca, fyrrverandi stjóri Lille og Roma, verður ráðinn nýr stjóri AC Milan. (Sky Sports)

Umboðsmaður Douglas Luiz (26) miðjumanns Aston Villa hefur verið í sambandi við Deco íþróttastjóra Barcelona. Brasilíski landsliðsmaðurinn metur möguleika sína í sumar. (Sport)

Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Carlos Corberan núverandi stjóri West Brom eru taldir líklegastir til að taka við Leicester City. (Athletic)

Chelsea er að íhuga að fá Dominic Solanke (26) framherja Bournemouth og enska landsliðsins í sumar. (HITC)

West Ham hefur áhuga á Max Kilman (27) hjá Wolves en enski varnarmaðurinn gæti kostað um 45 milljónir punda. (Mail)

Hamrarnir hafa einnig áhuga á argentínska framherjanum Matias Soule (21) hjá Juventus. (Fabrizio Romano)

Aston Villa hefur hafið viðræður við Marseille um möguleikann á að fá franska miðjumanninn Matteo Guendouzi (25). (Football Insider)

Fulham hefur augastað á enska varnarmanninum Teden Mengi (22) hjá Luton og ætlar að kaupa að minnsta kosti tvo miðverði í sumar. (Standard)

Enski varnarmaðurinn Djed Spence (23) hjá Tottenham er langt kominn í viðræður um að ganga til liðs við Genoa, þar sem hann var á láni á liðinni leiktíð. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner